Þrjú hafa slegið Íslandsmet í ár sem voru sett áður en þau fæddust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 13:30 FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir hefur slegið Íslandsmetið í þrístökki bæði inn og úti í ár. FRÍ/Marta María FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir sló um helgina næstum því 26 ára gamalt Íslandsmet þegar hún var að keppa á Norðurlandamótinu í frjálsum íþróttum sem fór fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári sem íslenskt frjálsíþróttafólk slær Íslandsmet sem var sett áður en þau komu í heiminn. Irma setti metið sitt í þrístökki með því að stökkva 13,40 metra en gamla metið var upp á 13,18 metra. Irma var í miklu stuði og stökk alls þrisvar sinnum lengra en gamla metið. Lengsta stökkið hennar var í fimmtu umferð. Irma er að bæta sig mikið á þessu tímabili. Hún hafði mest stokkið 12,89 metra utanhúss sem var áttunda lengsta stökk sögunnar. Gamla Íslandsmetið var í eigu Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur og sett 28. júní 1997. Irma er fædd 4. febrúar 1998 og var því ekki fædd þegar gamla metið var sett. Irma bætti einnig Íslandsmetið í þrístökki innanhúss í vetur en fyrra metið átti hún sjálf síðan í desember. Það met er 13,36 metrar og því hefur engin íslensk kona stokkið lengra í þrístökki, innan eða utanhúss heldur en Irma í Kaupmannahöfn um helgina. En að hinum tveimur sem slógu Íslandsmet sem voru eldri en þau sjálf. Það gerðist á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilið hófst á því að FH-ingurinn Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti þrjátíu ára Íslandsmet Einars Þórs Einarssonar í 60 metra hlaupi karla. Kolbeinn bætti metið á fyrsta móti Nike mótaraðarinnar sem fór fram í Kaplakrika þann 12. janúar. Hann hljóp á tímanum 6,68 sekúndum en fyrra met Einars var 6,80 sekúndur. Einar setti gamla Íslandsmetið 6. febrúar 1993 en Kolbeinn Höður er fæddur 11. júlí 1995. Metið var því sett 29 mánuðum áður en Kolbeinn fæddist en hann hljóp alls fimm sinnum undir gamla metinu á innanhússtímabilinu. Innanhússtímabilinu lauk með líka með því að annað mjög gamalt Íslandsmet fékk en þá stórbætti ÍR-ingurinn Andrea Kolbeinsdóttir 29 ára gamalt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi innanhúss á Góumóti Gaflarans í Kaplakrika. Andrea kom í mark á tímanum 16:46,18 mínútur en fyrra metið var 17,25,35 mínútur sem Fríða Rún Þórðardóttir setti 4. febrúar 1994. Andrea er fædd 8. febrúar 1999 en meira en fimm árum efir að Fríða sló metið. Fríða var hins vegar á 24 ára fyrir 29 árum alveg eins og Andrea í vetur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Dagskráin: Úrvalsdeildin í pílu, Bónusdeildin, formúlan og Doc Zone „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Sjá meira