Fótbolti

Bellingham gæti þurft að fara í aðgerð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Terzic, þjálfari Borussia Dortmund, reynir að hughreysta Jude Bellingham eftir að liðið missti af þýska meistaratitlinum.
Edin Terzic, þjálfari Borussia Dortmund, reynir að hughreysta Jude Bellingham eftir að liðið missti af þýska meistaratitlinum. AP/Bernd Thissen

Jude Bellingham þurfti að horfa á sorglegt tap frá varamannabekknum þegar Borussia Dortmund missti af þýska meistaratitlinum um helgina.

Dortmund nægði sigur á heimavelli til að tryggja sér titilinn en gerði 2-2 jafntefli og Bayern München vann ellefta árið í röð.

Það að fyrirliði Dortmund hafi misst af leiknum segir mikið um alvarleika meiðsla hans og nú óttast menn að hann þurfi að fara í aðgerð á hné.

Hinn nítján ára gamli Bellingham átti frábæra leiktíð og var kosinn leikmaður ársins í þýsku deildinni.

Bellingham hefur verið að spila í gegnum þessi hnémeiðsli undanfarna mánuði eins og sést á hnéhlíf á vinstra hnénu hans.

Þessi meiðsli gætu mögulega sett eitthvað strik í reikninginn í sumar þegar búist er við því að Dortmund selji hann til Real Madrid fyrir risastóra upphæð.

Liverpool hafði lengi mikinn áhuga en sagðist síðan ekki hafa efni á honum og síðan hefur hann verið orðaður við bæði Manchester City og Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×