Keyptu sér erlenda atvinnumenn sem mæta Íslandi á Smáþjóðaleikunum Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 15:01 Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez mynda landslið Íslands í borðtennis á Smáþjóðaleikunum á Möltu, sem keppa þarf við atvinnumannalið heimamanna. Instagram/@bordtennissambandislands Maltverskur borðtennismaður segir Möltu tefla fram aðkeyptum atvinnumönnum, með engin tengsl við þjóðina, í keppninni við Ísland og aðrar þjóðir á Smáþjóðaleikunum sem hafnir eru á Möltu. Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag. Borðtennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag.
Borðtennis Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira