Keyptu sér erlenda atvinnumenn sem mæta Íslandi á Smáþjóðaleikunum Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 15:01 Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez mynda landslið Íslands í borðtennis á Smáþjóðaleikunum á Möltu, sem keppa þarf við atvinnumannalið heimamanna. Instagram/@bordtennissambandislands Maltverskur borðtennismaður segir Möltu tefla fram aðkeyptum atvinnumönnum, með engin tengsl við þjóðina, í keppninni við Ísland og aðrar þjóðir á Smáþjóðaleikunum sem hafnir eru á Möltu. Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag. Borðtennis Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira
Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag.
Borðtennis Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sjá meira