Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 19:48 Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels