Segir árásina á Moskvu vera hryðjuverk Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2023 18:51 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, heimsótti menningarmiðstöð í Moskvu í dag þar sem hann tjáði sig um drónaárásina á höfuðborgina í morgun. AP/Vladimir Astapkovich Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að drónaárás á Mosvku í morgun sé hryðjuverk. Árásinni hafi verið ætlað að hræða Rússa og ögra Rússum til að bregðast við með sambærilegum hætti. Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ráðamenn í Rússlandi segja átta dróna hafa verið notaða til árásarinnar. Fimm þeirra hafi verið skotnir niður með Pantsir-loftvarnarkerfi og þremur hafi verið grandað með rafrænum varnarbúnaði. Þrjár byggingar eru sagðar hafa skemmst vegna árásarinnar og tveir munu hafa slasast lítillega. Í frétt BBC segir að hús hafi skemmst í hverfum Moskvu þar sem auðugt fólk býr gjarnan. Þar á meðal í hverfi í vesturhluta Moskvu, þar sem Pútín sjálfur og aðrir ráðamenn eiga húsnæði. Pútín hélt því fram í dag, samkvæmt TASS fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins, að árásin á Moskvu hafi verið hefndaraðgerð fyrir árás Rússa á höfuðstöðvar hernaðarleyniþjónustu Úkraínu (GUR) en ekki liggur fyrir hvaða árás hann er að tala um. Pútín sagði almenning í Úkraínu þurfa að gera sér grein fyrir því hvað ráðamenn þar í landi væru að kalla yfir þá. Pútín gaf einnig í skyn að Úkraínumenn ætluðu sér að valda skaða á kjarnorkuverinu í Saporisjía, sem Rússar hafa hernumið, og gera annarskonar skemmdarverk í tengslum við kjarnorkuiðnað. Hér að neðan má sjá frétt Steve Rosenberg, fréttamanns BBC, sem er staddur í Moskvu um drónaárásina í morgun. Hann segir meðal annars að íbúar borgarinnar séu uggandi vegna hennar. I fear for my life and the lives of my loved ones. Reaction from Moscow as the city is attacked by drones. Our report for @BBCNews from the Russian capital. Camera @AntonChicherov Producer @LizaShuvalova pic.twitter.com/Qn6x5Ugs49— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) May 30, 2023 Gera ítrekaðar árásir á borgaraleg skotmörk Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í síðasta mánuði hafa Rússar gert reglulegar dróna og eldflaugaárásir á Kænugarð og önnur byggð ból í Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi halda því reglulega fram að þeir geri eingöngu árásir á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu en það er ósatt. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ Í haust gerðu Rússar ítrekaðar árásir á innviði Úkraínu með því markmiði að reyna að gera úkraínsku þjóðinni erfitt um vik vegna kulda í vetur. Þessum árásum fjölgaði samhliða slæmu gengi Rússa á víglínunum í Úkraínu í fyrra. Fjölmargir óbreyttir borgarar hafa fallið í þessum árásum. Undanfarnar vikur hafa árásir Rússa á Kænugarð verið sérstaklega tíðar og umfangsmiklar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46 Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41 Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36 Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rússar gefa út handtökuskipun á hendur glaðbeittum Graham Rússar hafa gefið út handtökuskipun á hendur bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham, sem virðist í klipptu myndskeiði fagna dauða rússneskra hermanna. 30. maí 2023 07:46
Drónaárásir á Kænugarð og Moskvu í nótt Drónaárásir voru gerðar á Kænugarð í Úkraínu og Moskvu í Rússlandi í nótt. Einn lést og nokkrir særðust í Kænugarði, þar sem hermálayfirvöld sögðust hafa skotið niður yfir 20 dróna. 30. maí 2023 06:41
Bylgja drónaárása á Kænugarð Í nótt gerðu Rússar enn sprengjuárásir með notkun dróna á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. 29. maí 2023 08:36
Stór drónaárás á Kænugarð í nótt Rússar gerðu stóra drónaárás á höfuðborgina Kænugarð í nótt. Loftvarnarkerfi skaut hins vegar niður meirihlutann. 28. maí 2023 07:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. 26. maí 2023 08:01