Innlent

Efling samdi við ríkið

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Sólveig Anna segir að Efling hafi náð markmiðum sínum.
Sólveig Anna segir að Efling hafi náð markmiðum sínum. Vísir/Arnar Halldórsson

Samninganefnd Eflingar skrifaði undir kjarasamning við ríkið seint í gærkvöldi. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum á tólfta tímanum.

„Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur og erum sátt,“ segir Sólveig Anna í stuttri færslu. „Takk kæra fólk fyrir staðfestuna.“

Ekki kemur fram hvað felst í samningnum. En í tilkynningu við nýundirritaðan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga, frá 19. maí síðastliðnum segir að eins og í öðrum kjarasamningum sem undirritaðir hafi verið sé fyrst og fremst verið að hækka laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×