„Fjölskyldumeðlimur“ Charles Manson á rétt á reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2023 09:04 Leslie Van Houten er 73 ára gömul. Hún var aðeins nítján ára þegar Charles Manson skipaði henni að myrða hjón í Los Angeles. AP/Stan Lim/Los Angeles Daily News Áfrýjunardómstóll í Kaliforníu í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu í gær að kona sem myrti hjón að fyrirskipan Charles Manson á 7. áratug síðustu aldar ætti rétt á reynslulausn. Konan hefur setið í fangelsi undanfarin fimmtíu ár og hefur ítrekað verið neitað um lausn gegn reynslu. Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Leslie Van Houten var yngsti fylgjandi Manson sem stýrði sértrúarsöfnuði, aðallega ungra kvenna. Hann fyrirskipaði fylgjendum sínum að myrða sjö manns, þar á meðal leikkonuna Sharon Tate árið 1969. Tilgangurinn var að kom af stað kynþáttastríði í Bandaríkjunum. Mason lést í fangelsi árið 2017. Van Houten var dæmd fyrir að stinga verslunareiganda og eiginkonu hans til bana á heimili þeirra í Los Angeles kvöldið áður en Tate var myrt í ágúst árið 1969. Orðin „Dauði yfir svínunum“ og „Healter Skelter“, misrituð vísun í lag Bítlanna, voru rituð með blóði þeirra myrtu á veggi og ísskáp. Van Houten var nítján ára gömul þegar hún framdi morðin. Upphaflega var Van Houten dæmd til dauða fyrir morðin. Dómurinn var mildaður í lífstíðarfangelsi eftir að hæstiréttur Kaliforníu komst að þeirri niðurstöðu að dauðarefsingar stæðust ekki stjórnarskrá ríkisins árið 1972. Skilorðsnefnd ríkisins hefur fimm sinnum mælt með því að Van Houten, sem nú er 73 ára gömul, fái reynslulausn frá 2016. Núverandi og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafa hafnað því í hvert skipti. Áfrýjunardómstóll sneri nýjustu höfnun Gavins Newsom, ríkisstjóra, við í gær. Féllst dómstóllinn á rök skilorðsnefndarinnar um að Van Houten hafi verið endurhæfð og ógni samfélaginu ekki lengur. Newsom getur enn skotið málinu til hæstaréttar ríkisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41 Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Linda Kasabian úr Manson fjölskyldunni er látin Linda Kasabian, ein af fylgjendum Charles Manson er látin, 73 ára að aldri. 1. mars 2023 07:41
Einum Manson-fylgjenda enn neitað um reynslulausn Ríkisstjóri í Kaliforníu hefur hafnað tillögu nefndar um að veita Leslie Van Houten, einum fylgjenda Charles Manson, um reynslulausn. 1. desember 2020 08:42