Óábyrgt af ráðherra að tala gegn uppbyggingu í Skerjafirði Árni Sæberg skrifar 31. maí 2023 13:01 Alexandra Briem er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2/Sigurjón Íbúar í Skerjafirði í Reykjavík hafa miklar áhyggjur af uppbyggingu á svæðinu og áhrifum hennar á græn svæði. Umhverfisráðherra vill stöðva áformin en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir uppbygginguna gríðarlega mikilvæga. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra tók í gær á móti ályktun Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og íbúafjöldi hverfisins gæti því sexfaldast. Guðlaugur Þór sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann tæki undir áhyggjur íbúa og hann hyggist skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Mér finnst vera yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í þessa vegferð og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir Guðlaugur Þór. Íbúar ekkert reynt að mótmæla Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að ekkert sé enn fast í hendi varðandi landfyllingu þá sem íbúarnir hafa mestar áhyggjur af. Hún sé annar hluti annars fasa uppbyggingar í Skerjafirði og ekkert sé búið að samþykkja endanlega í þeim efnum. Þá tekur hún fyrir það að borgin hafi hundsað áhyggjur íbúa. „Svo ég nefni það þá finnst mér skrýtið að samtökin tali eins og þau hafi átt erfitt með að koma áhyggjum sínum á framfæri við stjórnvöld. Það var engum á umhverfis- og skipulagssviði boðið á þennan fund, ég vissi ekki af honum fyrr en ég heyrði af honum í fréttunum. Það hefur enginn beðið um fund með mér eða neitt. Svo ég á bágt með að sjá að þau hafi reynt að koma mótmælum sínum á framfæri.“ Uppbyggingin sé gríðarlega mikilvæg Alexandra segist telja óábyrgt af ráðherra að mæla opinberlega gegn uppbyggingu í Skerjafirði enda sé hún gríðarlega mikilvæg í ljósi stöðu húsnæðismála. „Deiliskiplagið fyrir nýja Skerjafjörðinn hefur unnið til verðlauna. Þetta er bráðnauðsynlegt húsnæðisuppbyggingarverkefni fyrir vesturhluta borgarinnar. Þetta er grænt og manneskjuvænt skipulag. Þannig að mér finnst það mjög skrýtið að fólk finni því allt til foráttu, þetta er mjög flott uppbyggingarverkefni,“ segir Alexandra.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira