Krisjanis Karins, forsætisráðherra Lettlands, greindi frá þessu í dag en Rinkēvičs mun taka formlega við embættinu á morgun. Forseti Lettlands fer almennt með lítil völd.
Hinn 49 ára Rinkēvičs gegndi yfirmannstöðu innan lettneska hersins áður en hann tók við embætti utanríkisráðherra árið 2011.
Rinkēvičs var hér á landi fyrr í mánuðinum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík, en Rinkēvičs tók þar, fyrir hönd Lettlands, við formennsku í Evrópuráðinu úr höndum Íslands og utanríkisráðherrans Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur.
Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi á fundinum við Rinkēvičs þar sem innrás Rússlands í Úkraínu bar hæst. Sjá má viðtalið í spilaranum að neðan.