Erlent

Utan­ríkis­ráð­herrann verður næsti for­seti

Atli Ísleifsson skrifar
Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, var staddur hér á landi fyrr í mánuðinum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins.
Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, var staddur hér á landi fyrr í mánuðinum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins. Vísir/Vilhelm

Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, verður næsti forseti Lettlands. Hann tekur við embættinu af Egils Levits sem hafði gegnt því frá árinu 2019.

Krisjanis Karins, forsætisráðherra Lettlands, greindi frá þessu í dag en Rinkēvičs mun taka formlega við embættinu á morgun. Forseti Lettlands fer almennt með lítil völd.

Hinn 49 ára Rinkēvičs gegndi yfirmannstöðu innan lettneska hersins áður en hann tók við embætti utanríkisráðherra árið 2011.

Rinkēvičs var hér á landi fyrr í mánuðinum í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík, en Rinkēvičs tók þar, fyrir hönd Lettlands, við formennsku í Evrópuráðinu úr höndum Íslands og utanríkisráðherrans Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur.

Heimir Már Pétursson fréttamaður ræddi á fundinum við Rinkēvičs þar sem innrás Rússlands í Úkraínu bar hæst. Sjá má viðtalið í spilaranum að neðan.


Tengdar fréttir

Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu

Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×