Síðasta frétt Gaupa: Með Birki Má á heimavelli í Eskihlíðinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júní 2023 07:32 Guðjón Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson í Eskihlíðinni. stöð 2 Í síðustu frétt sinni fyrir Stöð 2 ræddi Guðjón Guðmundsson, Gaupi, við Valsmanninn Birki Már Sævarsson á heimavelli þeirra beggja í Eskihlíðinni. Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan. Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Gaupi las sinn síðasta fréttatíma á Stöð 2 í gær en hann hefur látið af störfum eftir rúmlega þrjátíu ára farsælan feril. Það var kannski viðeigandi að í síðasta fréttatímanum hafi Gaupi fjallað um oddaleik ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, íþróttinni sem er honum svo kær. Og svo var punkturinn yfir i-ið; viðtal við Birki Má í Eskihlíðinni þar sem Gaupi fylgdist með honum æfa sig í fótbolta frá því hann var krakki. „Í þessum garði, Eskihlíð fjórtán, hófst ferilinn,“ sagði Gaupi við Birki Má þegar þeir félagar voru komnir út í garð. „Hér var mikið spilað, einhverjar rúður brotnar og maður slípaði sig til hérna,“ sagði Birkir Már. Klippa: Síðasta frétt Gaupa En hvar vaknaði áhuginn á fótbolta, var hann sjálfsprottinn? „Þetta er fjölskyldusportið. Manni var nú líklega ýtt út í þetta til að byrja með en síðan voru allir í kringum mig í fótbolta þannig að þetta varð eðlilegt. Við gerðum lítið annað en að spila fótbolta. Við fundum svona garð, bjuggum til tvö mörk með úlpum eða peysum, skiptum í tvö lið og byrjuðum svo,“ svaraði Birkir Már, vindurinn sjálfur. „En hvenær verður logn í fótboltanum hjá þér?“ spurði Gaupi Birki Má. „Það er óráðið ennþá. Ég er ekkert farinn að hugsa út í það. Ég reyni bara að taka einn leik fyrir í einu og næsti leikur er á föstudaginn. Eins og staðan er í dag er það þannig. Það geta komið meiðsli sem maður kemst ekki til baka úr þegar maður er orðinn svona gamall þannig ég reyni bara að njóta þess að spila þessa leiki, hvort sem það er einn leikur eða fimmtíu. Ég veit það ekki. Mér finnst fínt að hugsa þetta þannig,“ svaraði Birki Már. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þá Gaupa rölta niður slóð minninganna í síðustu frétt meistarans sjálfs sem á engan sinn líkan.
Besta deild karla Valur Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki