Valur getur hefnt strax í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2023 16:03 Þróttarar hafa verið á góðri siglingu í sumar en eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld. VÍSIR/VILHELM Það er skammt stórra högga á milli hjá Þrótti og Val en þessi tvö efstu lið Bestu deildar kvenna í fótbolta mætast í annað sinn á skömmum tíma í Laugardalnum í kvöld, þar sem Valskonur hafa harma að hefna. Sjötta umferð Bestu deildarinnar fer að mestu leyti fram í kvöld en einum leik var frestað fram á morgundag, leik Þórs/KA og FH á Akureyri. Stórleikur umferðarinnar er í Laugardal í kvöld þegar Þróttur tekur á móti Val en liðin tróna á toppi deildarinnar með 10 stig hvort, stigi fyrir ofan Breiðablik og Þór/KA. Liðin mættust einnig í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í Laugardal, á laugardagskvöld og þar hafði Þróttur betur 2-1 þrátt fyrir að hafa lent undir í leiknum. Haley Berg kom Val yfir strax á fimmtu mínútu en Freyja Karín Þorvarðardóttir náði að jafna metin á 78. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Freyja var einmitt gestur í upphitunarþætti fyrir umferðina, ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur markverði Vals. Það var svo Sæunn Björnsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og kom Þrótti áfram í undanúrslitin. Sjötta umferð Bestu deildarinnar hefst fyrr en ella því fyrsti leikurinn, á milli ÍBV og Tindastóls, hefst núna klukkan 17. Leiknum var flýtt vegna oddaleiks ÍBV og Hauka sem einnig er í Eyjum í kvöld og hefst klukkan 19. Stjarnan freistar þess að svara fyrir sig með sigri á Keflavík, eftir óvænt tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki í síðustu umferð. Og á Selfossi mæta heimakonur Breiðabliki og freista þess að koma sér úr fallsæti. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sports. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira
Sjötta umferð Bestu deildarinnar fer að mestu leyti fram í kvöld en einum leik var frestað fram á morgundag, leik Þórs/KA og FH á Akureyri. Stórleikur umferðarinnar er í Laugardal í kvöld þegar Þróttur tekur á móti Val en liðin tróna á toppi deildarinnar með 10 stig hvort, stigi fyrir ofan Breiðablik og Þór/KA. Liðin mættust einnig í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, í Laugardal, á laugardagskvöld og þar hafði Þróttur betur 2-1 þrátt fyrir að hafa lent undir í leiknum. Haley Berg kom Val yfir strax á fimmtu mínútu en Freyja Karín Þorvarðardóttir náði að jafna metin á 78. mínútu, eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Freyja var einmitt gestur í upphitunarþætti fyrir umferðina, ásamt Fanneyju Ingu Birkisdóttur markverði Vals. Það var svo Sæunn Björnsdóttir sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og kom Þrótti áfram í undanúrslitin. Sjötta umferð Bestu deildarinnar hefst fyrr en ella því fyrsti leikurinn, á milli ÍBV og Tindastóls, hefst núna klukkan 17. Leiknum var flýtt vegna oddaleiks ÍBV og Hauka sem einnig er í Eyjum í kvöld og hefst klukkan 19. Stjarnan freistar þess að svara fyrir sig með sigri á Keflavík, eftir óvænt tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki í síðustu umferð. Og á Selfossi mæta heimakonur Breiðabliki og freista þess að koma sér úr fallsæti. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu á rásum Stöðvar 2 Sports. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Þróttur Reykjavík Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjá meira