Gaupi fékk morðhótanir á miðju heimsmeistaramóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2023 09:01 Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson las í gær íþróttafréttir í síðasta skipti á Stöð 2. Vísir/Hulda Margrét Guðjón Guðmundsson kláraði sína síðustu sjónvarpsvakt á Stöð 2 í gærkvöldi og eftir íþróttafréttirnar var Ísland í dag helgað honum og meira en þremur áratugum hans sem íþróttafréttamaður. Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Guðjón og fékk hann til að segja frá ferli sínum sem íþróttafréttamaður. Það voru líka sýnd skemmtileg augnablik frá tíma hans í sjónvarpinu. Guðjón sagði frá fyrstu skrefum sínum í starfinu en hann byrjaði fyrst að lýsa handboltaleikjum 1991 en fékk síðan tækifærið að koma inn í sjónvarpsfréttirnar árið 1992. Guðjón hefur tekið þátt að skapa margar nýjungar í íþróttafréttum í sjónvarpi og þar á meðal má nefna þegar Stöð 2 byrjaði með reglulegar íþróttafréttir í sjónvarpi, þegar hann var að fjalla um íþróttir í morgunsjónvarpinu og þegar hann lýsti leikjum eins og Frakkland-Ísland á Stade de France árið 1999. Það má alls ekki gleyma Sumarmótunum sem hann hefur skilað á sinn einstaka hátt og búið til ógleymanlegt myndefni af framtíðaratvinnumönnum sögunnar. Guðjón rifjaði líka upp það þegar hann fjallaði ítarlega um heimsmeistaramótið á Íslandi árið 1995. Þar sagði hann frá sögu sem ekki margir þekkja. „Árið 1995 var heimsmeistaramótið í handbolta haldið á Íslandi. Ég og Stefán Jón Hafstein vorum fengnir til þess að vera með tuttugu mínútna þátt á hverjum einasta degi í tvær vikur. Við fórum nýjar leiðir, greindum íslenska liðið í tætlur, vorum með viðtöl og vorum svolítið krefjandi,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við vorum svolítið grimmir, ég skal viðurkenna það. Þetta slær í gegn og virkaði. Umfjöllunin varð meiri. Þetta gekk nú svo langt á sínum tíma að við fengum morðhótanir á meðan heimsmeistaramótinu stóð,“ sagði Guðjón. „Fólki fannst við ganga nærri íslenska landsliðinu sérstaklega og hvað þeir væru að gera. Í framhaldinu held ég að megi segja að þá fóru allir þættir í þessa sömu átt og við höfðum verið að gera,“ sagði Guðjón og hrósaði snillingunum Stefáni Jón Hafstein og Þorsteini Joð Vilhjálmsson sem vann með honum þegar HM í handbolta 2011 var á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá allt Ísland í dag þegar Gaupi kvaddi í beinni í gær. HM 2023 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Kolbeinn Tumi Daðason ræddi við Guðjón og fékk hann til að segja frá ferli sínum sem íþróttafréttamaður. Það voru líka sýnd skemmtileg augnablik frá tíma hans í sjónvarpinu. Guðjón sagði frá fyrstu skrefum sínum í starfinu en hann byrjaði fyrst að lýsa handboltaleikjum 1991 en fékk síðan tækifærið að koma inn í sjónvarpsfréttirnar árið 1992. Guðjón hefur tekið þátt að skapa margar nýjungar í íþróttafréttum í sjónvarpi og þar á meðal má nefna þegar Stöð 2 byrjaði með reglulegar íþróttafréttir í sjónvarpi, þegar hann var að fjalla um íþróttir í morgunsjónvarpinu og þegar hann lýsti leikjum eins og Frakkland-Ísland á Stade de France árið 1999. Það má alls ekki gleyma Sumarmótunum sem hann hefur skilað á sinn einstaka hátt og búið til ógleymanlegt myndefni af framtíðaratvinnumönnum sögunnar. Guðjón rifjaði líka upp það þegar hann fjallaði ítarlega um heimsmeistaramótið á Íslandi árið 1995. Þar sagði hann frá sögu sem ekki margir þekkja. „Árið 1995 var heimsmeistaramótið í handbolta haldið á Íslandi. Ég og Stefán Jón Hafstein vorum fengnir til þess að vera með tuttugu mínútna þátt á hverjum einasta degi í tvær vikur. Við fórum nýjar leiðir, greindum íslenska liðið í tætlur, vorum með viðtöl og vorum svolítið krefjandi,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Við vorum svolítið grimmir, ég skal viðurkenna það. Þetta slær í gegn og virkaði. Umfjöllunin varð meiri. Þetta gekk nú svo langt á sínum tíma að við fengum morðhótanir á meðan heimsmeistaramótinu stóð,“ sagði Guðjón. „Fólki fannst við ganga nærri íslenska landsliðinu sérstaklega og hvað þeir væru að gera. Í framhaldinu held ég að megi segja að þá fóru allir þættir í þessa sömu átt og við höfðum verið að gera,“ sagði Guðjón og hrósaði snillingunum Stefáni Jón Hafstein og Þorsteini Joð Vilhjálmsson sem vann með honum þegar HM í handbolta 2011 var á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá allt Ísland í dag þegar Gaupi kvaddi í beinni í gær.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira