„Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur“ Máni Snær Þorláksson skrifar 1. júní 2023 11:31 Ósk Gunnarsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir ræddu um áhrifin sem verkfall BSRB hefur haft á líf þeirra. Báðar eiga þær börn í Kópavogi. Bylgjan Tvær mæður sem eiga börn í Kópavogi segja verkföllin hafa raskað lífi þeirra og barnanna þeirra. Umræða um verkföllin hefur ekki verið nógu mikil að þeirra mati. Þær styðja félagsfólk BSRB í verkföllunum. „Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Þetta lítur ekki vel út. Okkur líður eins og það sé ekki nein umræða í gangi og ekki neitt að gerast,“ segir Magnea Guðmundsdóttir, móðir barns í sérkennslu. Stuðningsfulltrúarnir á sérkennsludeildinni séu allir í verkfalli og því hafi sonur hennar nánast ekkert náð að mæta í skólann í verkfallinu. „Það er náttúrulega þannig að svona röskun á rútínu fyrir börn er alltaf erfið og ég tala nú ekki um börn með sérþarfir, það hefur mikil áhrif á þau líka.“ Sonur Magneu er fimmtán ára gamall og er með einhverfu. „Hann er ekki eins og annað fimmtán ára barn, ég get ekki skilið hann eftir einan heima,“ segir hún. „Svo á ég annan sem er ellefu ára, þetta hefur nánast engin áhrif á hann af því hann er með sinn bekkjarkennara sem kennir honum á daginn.“ Í lausu lofti Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona á FM957, er með þriggja ára dóttur sína á leikskóla í Kópavogi. „Mín upplifun sem foreldri er að þetta kom allt í einu,“ segir hún. Skortur hafi verið á upplýsingum um verkföllin og foreldrum sagt að fylgjast með fréttum. Verkföllin hafa sett starfið á leikskólanum úr skorðum. Ósk segist hafa fengið tölvupóst þar sem fram kom að dóttir hennar væri í ákveðnum hóp, hún ætti því að mæta fyrir hádegi einhverja daga en eftir hádegi aðra daga. Þá þurfi alltaf að sækja börnin í hádegishlénu. „Fyrir mitt leyti er þetta þannig að maður er í gjörsamlega lausu lofti,“ segir Ósk. „Maður þarf að sækja barnið sitt, raska þeirra rútínu og hvernig barnið mitt er búið að takast á þessu síðustu tvær vikur, hún er ekki að fíla þetta.“ Ósk segir dóttur sína þurfa rútínu en skortur sé á henni í verkföllunum. Það sé til að mynda erfitt að fara með hana aftur á leikskólann eftir að hún er sótt í hádegishlénu. „Þá vill hún ekkert fara inn á leikskólann, eðlilega. En maður skilar henni, hún er hágrátandi, ekki sátt og er í rauninni bara ekki lík sjálfri sér. Þessi úlfatími er svona sinnum hundrað, það er einhvern veginn skapið á henni, hún er tæp. Maður finnur það bara sjálfur sem fullorðinn einstaklingur að þegar maður dettur úr rútínu, það er bara mjög óþægilegt. Suma dagana þá sækjum við hana í hádeginu, aðra daga má hún ekki fara fyrir hádegi, það er engin rútína í þessu rútínuleysi.“ „Þau eru að sjá um æskuna“ Magnea og Ósk segjast báðar hafa samúð með fólkinu sem er í verkföllum. „Það er ekki eins og það séu há laun sem er verið að óska eftir, það er líka verið að óska eftir að það sama gildi fyrir alla,“ segir Magnea. „Þetta snýst aldrei um starfsmennina eða neitt þannig, það þarf að semja. Þau eru að sjá um æskuna, börnin okkar.“ Ósk grípur í sama streng: „Þetta er fólk sem er í leikskólum að sinna mjög krefjandi vinnu, að ala upp börnin okkar. Þau eru meira með börnunum okkar en við foreldrar, það er bara staðreynd. Þau eiga bara að fá mannsæmandi laun, það er ekki verið að biðja um háar tölur.“ Þá segir Ósk að henni finnist umræðan um verkföllin hafa verið lítil: „Það eru allir foreldrar eins og hauslausar hænur.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Bítið Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels