„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 13:39 Guðmundur B. Ólafsson kynnti nýjan landsliðsþjálfara til leiks á blaðamannafundi í dag. Dagur Sigurðsson var einn þeirra sem rætt var óformlega við vegna starfsins en Degi blöskraði hvernig HSÍ vann málið. vísir/Vilhelm og Getty „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Sjá meira
Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00