„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 13:39 Guðmundur B. Ólafsson kynnti nýjan landsliðsþjálfara til leiks á blaðamannafundi í dag. Dagur Sigurðsson var einn þeirra sem rætt var óformlega við vegna starfsins en Degi blöskraði hvernig HSÍ vann málið. vísir/Vilhelm og Getty „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í dag kynntur sem nýr landsliðsþjálfari til næstu þriggja ára. Snorri og Dagur voru á meðal fyrstu manna sem að HSÍ hafði samband við í leit að arftaka Guðmundar Guðmundssonar, fyrir þremur mánuðum síðan. Dagur, sem er núverandi landsliðsþjálfari Japans, sagðist hins vegar í viðtali við Vísi í apríl telja fund sinn með HSÍ hafa verið vísi að leikriti. Dagur gagnrýndi vinnubrögð HSÍ harðlega og sagðist skilja að „Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin“. Til að mynda hafi HSÍ stungið upp á því að funda með Degi á kaffihúsi, þó fundurinn hafi á endanum farið fram annars staðar, og að fimm vikum eftir fundinn hefði enn ekki heyrst múkk frá HSÍ. „Við Dagur áttum fund saman og ég ætla ekki að fara að greina neitt nánar frá því,“ sagði Guðmundur á blaðamannafundinum í dag. „Við áttum mjög heiðarlegt og gott spjall. Hann upplýsti það, eins og hann hefur upplýst í fjölmiðlum, að hann er með samning við Japan til ágúst 2024, svo það setti þá mynd í ákveðna stöðu. Við vissum því bara af þeim kosti en sá kostur varð ekki ofan á.“ Spurður enn frekar út í gagnrýni Dags á vinnubrögð formannsins svaraði Guðmundur: „Ég fer ekkert út í nein persónuleg samtöl við Dag. Hann má alveg hafa sína gagnrýni á því. Ég held að við höfum alveg staðið rétt að þessu og hef ekki meira um það að segja. Ég fer ekki í hnútukast við menn fyrir að gagnrýna mig. Það er alveg sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt.“ Klippa: Guðmundur um gagnrýni Dags
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Bein útsending: Snorri Steinn kynntur sem landsliðsþjálfari Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00