Banna tveimur bestu mönnum Íslands að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 08:31 Kristian Nökkvi Hlynsson hefur verið kallaður „hinn íslenski De Bruyne“ og verið algjör lykilmaður í U19-landsliðinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Afar ólíklegt er að Ísland geti teflt fram tveimur af sínum allra bestu leikmönnum á Evrópumóti U19-landsliða karla í fótbolta í næsta mánuði. Þetta herma heimildir Vísis en svo virðist sem að hollenska félagið Ajax vilji ekki hleypa Kristian Nökkva Hlynssyni á mótið, og að danska félagið FC Kaupmannahöfn setji Orra Steini Óskarssyni sömuleiðis stólinn fyrir dyrnar. Öfugt við landsliðsverkefni A-landsliða og U21-landsliða þá er félögum ekki skylt að láta leikmenn sína af hendi á Evrópumót U19-landsliða. Það er því í þeirra höndum að gefa leyfi fyrir því að KSÍ fái leikmenn á mótið og í langflestum tilfellum mun það ganga eftir. Enn er þó tími til stefnu fyrir KSÍ til að sannfæra forráðamenn Ajax og FCK um að hleypa Kristian og Orra á mótið, en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí og er Ísland eitt af aðeins átta liðum sem spila á lokamótinu, eftir að hafa meðal annars slegið út ríkjandi meistara Englands í milliriðlakeppninni. Ísland vann England 1-0, Ungverjaland 2-0 og gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í milliriðlakeppninni, og skoraði Orri þrjú marka Íslands og Kristian eitt. Orri Steinn Óskarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fagna marki með U21-landsliðinu síðasta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku félögin fá að færa leiki Ljóst er að EM U19-landsliða karla og kvenna, sem bæði fara fram í júlí, hafa umtalsverð áhrif á leikjadagskrána í Bestu deildunum. Ekki er vitað til þess að nokkurt íslenskt félag ætli að banna leikmanni að fara á EM og virðist samstaða um að gera íslensku landsliðunum kleyft að ná sem bestum árangri. Hins vegar mun þátttaka á mótunum hafa mismikil áhrif á íslensku liðin og til að mynda gætu 4-6 leikmenn úr karlaliði Stjörnunnar verið á leið á EM. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að orðið verði við óskum félaga um að færa leiki vegna EM, og að nóg sé að annað liðið í hverjum leik fyrir sig óski eftir því. Tveggja vikna ferðalög Áætlað er að íslenski hópurinn sem fer á EM U19 karla fari af landi brott 30. júní, að lokinni 13. umferð Bestu deildarinnar, og spilar liðið við Spán 4. júlí, Noreg 7. júlí og Grikkland 10. júlí, og svo mögulega í undanúrslitum 13. júlí og úrslitum 16. júlí. Lengra er í að EM U19 kvenna fari fram en það er haldið í Belgíu. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik 18. júlí, Tékklandi 21. júlí og Frakklandi 24. júlí, og spilar svo mögulega í undanúrslitum 27. júlí og úrslitum 30. júlí. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en svo virðist sem að hollenska félagið Ajax vilji ekki hleypa Kristian Nökkva Hlynssyni á mótið, og að danska félagið FC Kaupmannahöfn setji Orra Steini Óskarssyni sömuleiðis stólinn fyrir dyrnar. Öfugt við landsliðsverkefni A-landsliða og U21-landsliða þá er félögum ekki skylt að láta leikmenn sína af hendi á Evrópumót U19-landsliða. Það er því í þeirra höndum að gefa leyfi fyrir því að KSÍ fái leikmenn á mótið og í langflestum tilfellum mun það ganga eftir. Enn er þó tími til stefnu fyrir KSÍ til að sannfæra forráðamenn Ajax og FCK um að hleypa Kristian og Orra á mótið, en íslenski hópurinn verður kynntur í næstu viku. EM fer fram á Möltu 3.-16. júlí og er Ísland eitt af aðeins átta liðum sem spila á lokamótinu, eftir að hafa meðal annars slegið út ríkjandi meistara Englands í milliriðlakeppninni. Ísland vann England 1-0, Ungverjaland 2-0 og gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í milliriðlakeppninni, og skoraði Orri þrjú marka Íslands og Kristian eitt. Orri Steinn Óskarsson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Kristian Nökkvi Hlynsson fagna marki með U21-landsliðinu síðasta sumar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslensku félögin fá að færa leiki Ljóst er að EM U19-landsliða karla og kvenna, sem bæði fara fram í júlí, hafa umtalsverð áhrif á leikjadagskrána í Bestu deildunum. Ekki er vitað til þess að nokkurt íslenskt félag ætli að banna leikmanni að fara á EM og virðist samstaða um að gera íslensku landsliðunum kleyft að ná sem bestum árangri. Hins vegar mun þátttaka á mótunum hafa mismikil áhrif á íslensku liðin og til að mynda gætu 4-6 leikmenn úr karlaliði Stjörnunnar verið á leið á EM. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir að orðið verði við óskum félaga um að færa leiki vegna EM, og að nóg sé að annað liðið í hverjum leik fyrir sig óski eftir því. Tveggja vikna ferðalög Áætlað er að íslenski hópurinn sem fer á EM U19 karla fari af landi brott 30. júní, að lokinni 13. umferð Bestu deildarinnar, og spilar liðið við Spán 4. júlí, Noreg 7. júlí og Grikkland 10. júlí, og svo mögulega í undanúrslitum 13. júlí og úrslitum 16. júlí. Lengra er í að EM U19 kvenna fari fram en það er haldið í Belgíu. Ísland mætir Spáni í fyrsta leik 18. júlí, Tékklandi 21. júlí og Frakklandi 24. júlí, og spilar svo mögulega í undanúrslitum 27. júlí og úrslitum 30. júlí.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira