Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 07:20 Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur B. Ólafsson skrifa undir samning þess efnis að Snorri stýri íslenska landsliðinu næstu þrjú ár. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. Hundrað dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar hélt HSÍ blaðamannafund í gær til að kynna Snorra til leiks. Í millitíðinni spilaði íslenska landsliðið fjóra síðustu leiki sína í undankeppni EM og náði að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli, og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn. Ísland dróst svo í riðil með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og verður það fyrsta stóra verkefni Snorra að koma Íslandi upp úr þessum riðli, á EM í Þýskalandi í janúar. Vildu losa sig strax við tímapressu En af hverju tók þjálfaraleitin hundrað daga? „Eins og ég hef komið inn á þá ákváðum við strax að losa okkur við alla tímapressu, með því að fá aðstoðarmennina [Guðmundar Guðmundssonar] til að klára þau verkefni sem voru eftir. Til þess í rauninni að geta sett niður hvernig við sáum starfið fyrir okkur, hvernig karakter við vildum fá í það, og hvaða möguleikar væru í boði. Í svona ferli, og þegar maður er í sjálfu sér ekki beint að flýta sér, þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að skoða og tekur tíma. Við vorum bara ekkert að flýta okkur,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Formaður HSÍ ræddi um þjálfaraleitina Formlegar viðræður við Snorra virtust hafa tekið ansi langan tíma, en var erfitt að ná samkomulagi? „Nei, nei. Það er bara alltaf þannig í viðræðum að menn vilja koma sínu að. Við tókum svo þá umræðu og skildum sáttir.“ Arnór mjög spenntur Arnór Atlason var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tekur einnig við sem aðalþjálfari hjá danska liðinu Team Tvis Holstebro í sumar, en fram að því er hann aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur. „Hann sýndi þessu strax áhuga. Þegar við vorum búnir að ná samkomulagi við Snorra þá fórum við að horfa í teymið sem slíkt, og það var okkar ákvörðun að bíða þar til við gætum kynnt teymið. Við vildum gera það í einu lagi. Arnór var mjög spenntur en hann er að taka við nýju liði í Danmörku og það tók svolítinn tíma að fínpússa að hann gæti gert þetta, en það stóð alls ekki á honum. Hann var mjög spenntur,“ sagði Guðmundur. Fyrsta stóra verkefni Snorra verður EM í Þýskalandi í janúar en Ísland náði 6. sæti á síðasta Evrópumóti.EPA-EFE/Tamas Kovacs Geti keppt um verðlaun inn á milli En hverjar verða kröfurnar á nýja þjálfarateymið? „Við teljum okkur vera á miðri vegferð. Við erum ekki að fara í að byggja upp eitthvað lið. Við teljum að við séum með menn á góðum aldri í liðinu og höfum rætt það saman að okkar markmið sé svona að vera í topp átta. Til að vinna til verðlauna þarf margt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með lið í riðli, allir þurfa að vera heilir og svona. Það er ekki raunhæft að keppa um verðlaun á hverju móti en við eigum að geta gert það inn á milli.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Hundrað dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar hélt HSÍ blaðamannafund í gær til að kynna Snorra til leiks. Í millitíðinni spilaði íslenska landsliðið fjóra síðustu leiki sína í undankeppni EM og náði að tryggja sér efsta sætið í sínum riðli, og þar með sæti í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn. Ísland dróst svo í riðil með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og verður það fyrsta stóra verkefni Snorra að koma Íslandi upp úr þessum riðli, á EM í Þýskalandi í janúar. Vildu losa sig strax við tímapressu En af hverju tók þjálfaraleitin hundrað daga? „Eins og ég hef komið inn á þá ákváðum við strax að losa okkur við alla tímapressu, með því að fá aðstoðarmennina [Guðmundar Guðmundssonar] til að klára þau verkefni sem voru eftir. Til þess í rauninni að geta sett niður hvernig við sáum starfið fyrir okkur, hvernig karakter við vildum fá í það, og hvaða möguleikar væru í boði. Í svona ferli, og þegar maður er í sjálfu sér ekki beint að flýta sér, þá kemur alltaf eitthvað upp sem þarf að skoða og tekur tíma. Við vorum bara ekkert að flýta okkur,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Formaður HSÍ ræddi um þjálfaraleitina Formlegar viðræður við Snorra virtust hafa tekið ansi langan tíma, en var erfitt að ná samkomulagi? „Nei, nei. Það er bara alltaf þannig í viðræðum að menn vilja koma sínu að. Við tókum svo þá umræðu og skildum sáttir.“ Arnór mjög spenntur Arnór Atlason var ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann tekur einnig við sem aðalþjálfari hjá danska liðinu Team Tvis Holstebro í sumar, en fram að því er hann aðstoðarþjálfari Aalborg og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur. „Hann sýndi þessu strax áhuga. Þegar við vorum búnir að ná samkomulagi við Snorra þá fórum við að horfa í teymið sem slíkt, og það var okkar ákvörðun að bíða þar til við gætum kynnt teymið. Við vildum gera það í einu lagi. Arnór var mjög spenntur en hann er að taka við nýju liði í Danmörku og það tók svolítinn tíma að fínpússa að hann gæti gert þetta, en það stóð alls ekki á honum. Hann var mjög spenntur,“ sagði Guðmundur. Fyrsta stóra verkefni Snorra verður EM í Þýskalandi í janúar en Ísland náði 6. sæti á síðasta Evrópumóti.EPA-EFE/Tamas Kovacs Geti keppt um verðlaun inn á milli En hverjar verða kröfurnar á nýja þjálfarateymið? „Við teljum okkur vera á miðri vegferð. Við erum ekki að fara í að byggja upp eitthvað lið. Við teljum að við séum með menn á góðum aldri í liðinu og höfum rætt það saman að okkar markmið sé svona að vera í topp átta. Til að vinna til verðlauna þarf margt að ganga upp. Við þurfum að vera heppnir með lið í riðli, allir þurfa að vera heilir og svona. Það er ekki raunhæft að keppa um verðlaun á hverju móti en við eigum að geta gert það inn á milli.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir „Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
„Sjálfsagt að gagnrýna mig en það má vera málefnalegt“ „Hann má alveg hafa sína gagnrýni á þessu,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út gagnrýni Dags Sigurðssonar á vinnubrögð sambandsins við ráðningu nýs landsliðsþjálfara karla í handbolta. 1. júní 2023 13:39
Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti