Verkferlar í Reykjadal hafi verið bættir strax í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:44 Andrea Rói Sigurbjörns er forstöðumaður Reykjadals. Aðsend Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega. Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01