„Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 12:10 Varaformaður BSRB segir samstöðu meðal félagsfólks sterkari en nokkru sinni. Vísir/Ívar Fannar Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46