„Varð bara ekki að veruleika“ Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 10:00 Snorri Steinn hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Í nýjasta þætti Handkastsins ræddi hann hugmyndir um að hann og Dagur myndu taka við landsliðinu í sameiningu. Vísir/Samsett mynd Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að sú hugmynd, að hann og Dagur Sigurðsson myndu taka við landsliðinu, hafi aldrei farið á alvarlegt stig. Þá hafi hann aðeins gert nauðsynlega hluti þegar að umræðan um ráðningarferli HSÍ stóð sem hæst. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi meðal annars hitamál tengt landsliðsþjálfaraleit HSÍ. Það var um miðjan aprílmánuð sem Dagur Sigurðsson, einn besti handboltaþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Japan, steig fram í viðtali við Vísi og greindi frá óformlegum fundi sem hann átti við forkólfa HSÍ. Sagði Dagur fundinn hafa minnt sig á leikþátt og að hann hafi ekki verið reiðubúinn að starfa með umræddum forkólfum eftir hann. Hugmyndir höfðu verið viðraðar um að Dagur og Snorri Steinn myndu saman taka við landsliðinu. „Við hefðum alveg verið tilbúnir í að koma að þessu saman,“ sagði Snorri Steinn, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Handkastinu. „Hvernig það hefði verið, ég tel óþarfa að vera fara eitthvað út í það, þetta varð bara ekki að veruleika.“ Samtöl við HSÍ um að hann og Dagur myndu taka við íslenska landsliðinu saman hafi aldrei farið á alvarlegt stig. „Ég og Dagur ræddum heldur ekkert okkar á milli hvernig við myndum haga hlutunum, bara alls ekki. Það var heldur ekkert skilyrði af minni hálfu, þegar að ég sagðist hafa áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu, að það yrði með Degi. Það var ekki svoleiðis.“ Sleppti því að fara í búðina Það tók HSÍ eitt hundrað daga að ganga frá ráðningu á eftirmanni Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara Íslands og á ýmsu gekk í ferlinu. Snorri Steinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil, ef einhver áhrif, það hafði að vera miðpunktur allrar umræðunnar í tengslum við íslenska landsliðið og landsliðsþjálfarastarfið yfir lengri tíma. „Þetta var langur tími og maður gerir sér einhvern veginn ekki grein fyrir því hvaða áhrif þetta hafði. Kannski hafði þetta áhrif á leik Valsliðsins og auðvitað var þetta svolítið mikið.“ Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur B. Ólafsson skrifa undir samning þess efnis að Snorri stýri íslenska landsliðinu næstu þrjú ár.VÍSIR/VILHELM Hann segist sjálfur hafa verið orðinn þreyttur á öllum þeim fréttum sem birtust í tengslum við ráðningarferlið. „Ég get alveg viðurkennt það. Það var eitthvað um mann sjálfan í blöðunum á hverjum einasta degi en þetta truflaði mig samt ekkert það mikið. Ég sleppti því að fara í búðina á þessum tíma og gerði bara þá hluti sem ég þurfti að gera.“ Snorri er einn af þeim sem er ekki mikið á samfélagsmiðlum. „Þar af leiðandi fer líka fullt fram hjá mér í umræðunni. Maður getur aðeins valið hvað maður tekur inn. Ég fer inn á Vísi, MBL og les fréttir um eitthvað annað en íþróttir en þetta fór aldrei á það stig að ég væri að missa einhvern svakalegan svefn yfir þessu.“ Viðtalið við Snorra Stein í Handkastinu í fullri lengd má finna hér fyrir neðan: Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 „Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. 3. júní 2023 12:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi meðal annars hitamál tengt landsliðsþjálfaraleit HSÍ. Það var um miðjan aprílmánuð sem Dagur Sigurðsson, einn besti handboltaþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Japan, steig fram í viðtali við Vísi og greindi frá óformlegum fundi sem hann átti við forkólfa HSÍ. Sagði Dagur fundinn hafa minnt sig á leikþátt og að hann hafi ekki verið reiðubúinn að starfa með umræddum forkólfum eftir hann. Hugmyndir höfðu verið viðraðar um að Dagur og Snorri Steinn myndu saman taka við landsliðinu. „Við hefðum alveg verið tilbúnir í að koma að þessu saman,“ sagði Snorri Steinn, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands í Handkastinu. „Hvernig það hefði verið, ég tel óþarfa að vera fara eitthvað út í það, þetta varð bara ekki að veruleika.“ Samtöl við HSÍ um að hann og Dagur myndu taka við íslenska landsliðinu saman hafi aldrei farið á alvarlegt stig. „Ég og Dagur ræddum heldur ekkert okkar á milli hvernig við myndum haga hlutunum, bara alls ekki. Það var heldur ekkert skilyrði af minni hálfu, þegar að ég sagðist hafa áhuga á landsliðsþjálfarastarfinu, að það yrði með Degi. Það var ekki svoleiðis.“ Sleppti því að fara í búðina Það tók HSÍ eitt hundrað daga að ganga frá ráðningu á eftirmanni Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara Íslands og á ýmsu gekk í ferlinu. Snorri Steinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil, ef einhver áhrif, það hafði að vera miðpunktur allrar umræðunnar í tengslum við íslenska landsliðið og landsliðsþjálfarastarfið yfir lengri tíma. „Þetta var langur tími og maður gerir sér einhvern veginn ekki grein fyrir því hvaða áhrif þetta hafði. Kannski hafði þetta áhrif á leik Valsliðsins og auðvitað var þetta svolítið mikið.“ Snorri Steinn Guðjónsson og Guðmundur B. Ólafsson skrifa undir samning þess efnis að Snorri stýri íslenska landsliðinu næstu þrjú ár.VÍSIR/VILHELM Hann segist sjálfur hafa verið orðinn þreyttur á öllum þeim fréttum sem birtust í tengslum við ráðningarferlið. „Ég get alveg viðurkennt það. Það var eitthvað um mann sjálfan í blöðunum á hverjum einasta degi en þetta truflaði mig samt ekkert það mikið. Ég sleppti því að fara í búðina á þessum tíma og gerði bara þá hluti sem ég þurfti að gera.“ Snorri er einn af þeim sem er ekki mikið á samfélagsmiðlum. „Þar af leiðandi fer líka fullt fram hjá mér í umræðunni. Maður getur aðeins valið hvað maður tekur inn. Ég fer inn á Vísi, MBL og les fréttir um eitthvað annað en íþróttir en þetta fór aldrei á það stig að ég væri að missa einhvern svakalegan svefn yfir þessu.“ Viðtalið við Snorra Stein í Handkastinu í fullri lengd má finna hér fyrir neðan:
Handkastið Landslið karla í handbolta HSÍ Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 „Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. 3. júní 2023 12:00 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31
„Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31
„Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. 3. júní 2023 12:00