Hver mun sinna þér? Sandra B. Franks skrifar 5. júní 2023 10:00 Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Treystir þú á að gervigreindin muni sinna þér í ellinni? Reiknar þú með að gervigreindin komi til með að hjúkra þér, hjálpa þér við að sinna frumþörfum þínum? Já, eða halda í höndina á þér þegar erfiðleikar steðja að? Varla. Vel menntað fagfólk með þekkingu og færni til að takast á við breytingar og framþróun velferðarsamfélagsins mun sjá um þessi störf um ókomna framtíð. En hvernig sérðu fyrir þér heilbrigðiskerfið þegar þú kemst á efri ár, - að því gefnu að þú sért ekki þar nú þegar? Alþekkt er að þörf eftir heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu eykst með hækkandi aldri. Í fjölmiðlum berast þær fréttir að núverandi kerfi nær varla að sinna þeim sem til kerfisins leita. Meinið er ýmist kallað „fráflæðisvandi“ eða “mönnunarvandi”. Ætli almenningur viti að fjöldi eldri borgara, sem helst þarf á umfangsmikilli heilbrigðisþjónustu að halda, mun tvöfaldast á næstu 25 árum? Hvernig ætli heilbrigðiskerfið verði þá? Vandi heilbrigðiskerfisins Hver er vandinn? Vafalaust er hann margþættur en það sem blasir við er að það vantar fleira heilbrigðismenntað fólk. Við þurfum einnig að geta haldið betur í þá sem þó hafa menntað sig í heilbrigðisfræðum. Inn í þá mynd spilast vinnuaðstæður og launakjör. Staðreyndirnar tala sínu máli þegar farið er yfir eftirfarandi þætti sem snerta næstfjölmennustu heilbrigðisstétt landsins: Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta í starfi sínu á síðasta ári. Um helmingur útskrifaðra sjúkraliða fer að vinna við eitthvað annað fagið. Tæplega helmingur sjúkraliða telur sig þurfa að vinna við ófullægjandi mönnun á vinnustað. Um 80% sjúkraliða upplifa álag í vinnunni. Aðrar heilbrigðisstéttir s.s. hjúkrunarfræðingar hafa svipaða sögu að segja. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti nýverið að ekki væru til viðmið um lágmarksmönnun sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum. Þá skilgreinir Landspítalinn ekki heldur lágmarksviðmið um mönnun sjúkraliða heldur miðast það við það fjármagn sem spítalinn fær. Það er áhyggjuefni að lágmarksviðmið um mönnun heilbrigðisstétta miðast ekki við þörf heldur úthlutað fjármagn. Fólk nefnilega slasast og veikist burtséð frá opinberum fjárveitingum. Lausnin á þessum vanda er engin geimvísindi. Það þarf meira fjármagn til að geta bætt starfsaðstæður og launakjör. Störfin í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera eftirsóknarverð og samkeppnishæf. Aðeins þannig er hægt að tryggja mönnun. Mönnunarvandinn er því fjármagnsvandi. Börn og biðlistar Mönnunarvandinn býr hins vegar ekki bara til vanda fyrir starfsfólkið sem vinnur í heilbrigðiskerfinu, því hann skapar einnig of marga og of langa biðlista. Og jafnvel hjá börnum. Ætli fólk viti almennt hvernig þessum málum er háttað? Skoðum það aðeins. Meðalbiðtími barns eftir þjónustu sálfræðings eru 168 dagar. Meðalbiðtími barns eftir göngudeild Barna- og unglingageðdeildar eru um 7 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir þverfaglegri greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð eru um 15-16 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir ADHD greiningu er um 12-14 mánuðir. Meðalbiðtími barns eftir einhverfugreiningu er um 22– 24 mánuðir. Börn eiga ekki heima á biðlistum. Biðlistar eru því einnig fjármagnsvandi. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu Í könnun Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins frá árinu 2022, kemur í ljós að um 15% kvenna og 13% karla höfðu neitað sér um einhvers konar heilbrigðisþjónustu vegna efnahags. Átti það við um 25% einstæðra mæðra og 23% einstæðra feðra. Þetta eru þúsundir einstaklinga. Það getur kostað talsvert að veikjast og slasast á Íslandi. Því til viðbótar hafa samningar við sérgreinalækna verið lausir frá árinu 2019. Hefur það leitt til þess að kostnaðarhlutdeild þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda hefur aukist verulega. Notendur þessarar þjónustu eru varnarlausir gagnvart þessari hækkun sem stjórnvöld hafa í reynd enga stjórn á. Þetta er líka fjármagnsvandi. Væri ekki ráð að stjórnvöld bæti núverandi heilbrigðiskerfi og standa við stóru orðin? Það þarf að forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í samræmi við þörfina og setja miklu meira fjármagn í heilbrigðismálin. Eða er það ekki það sem við öll viljum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun