Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Guðjón Jensson skrifar 5. júní 2023 11:30 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun