Samfylkingin vill leigubremsu og eingreiðslu til skuldsettra heimila Kristinn Haukur Guðnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 5. júní 2023 16:24 Kristrún segir að hægt sé að klára allar tillögurnar fyrir þinglok ef vilji stendur til. Egill Aðalsteinsson Leigubremsa og vaxtabótaauki fyrir heimilin eru meðal tillagna sem Samfylkingin hefur lagt fram til þess að takast á við verðbólguna. Kristrún Frostadóttir, formaður, segir hægt að fjármagna þær með breytingu á skattkerfinu. „Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar. Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
„Þetta eru þrjú einföld verkefni sem hægt er að fara í núna strax og munar virkilega um á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana,“ segir Kristrún um tillögurnar sem flokkurinn leggur til. Hægt sé að koma breytingunum á fyrir þinglok. Í fyrsta lagi er um að ræða eigna og tekjutengdan vaxtabótaauka fyrir skuldsettheimili. Það er eingreiðsla upp á 200 þúsund krónur fyrir einstaklinga og 350 þúsund fyrir sambýlisfólk og einstæða foreldra á þessu ári. Í öðru lagi er það leigubremsa að danskri fyrirmynd sem ver fólk fyrir fyrirsjáanlegum stórfelldum hækkunum á leigumarkaði. Að lokum er það ívilnun til uppbyggingar til að styðja við óhagnaðardrifin leigufélög og viðhalda hvata til byggingar. Loka ehf gatinu Kristrún segir að Samfylkingin sé ábyrg í sinni afstöðu þegar kemur að tillögum sem þessum og því sé mikilvægt að verkefnin séu fjármögnuð. Þetta segir hún að hægt sé að gera með breytingu á skattkerfinu. Þingsalurinn verður brátt tómur því sumarið nálgast.Vísir/Vilhelm „Ein leið til þess að fjármagna allar þessar tillögur er að loka ehf gatinu svokallaða. Það er skattaglufa sem gerir tekjuháum kleift að telja launatekjur sem fjármagnstekjur,“ segir Kristrún. „Með öðrum orðum þá er hópur fólks að borga lægri skatta en þorri almennings út af glufu í kerfinu. Ríkisstjórnin hefur talað fyrir þessu en við erum enn þá að bíða eftir þingmáli þessu tengt.“ Vegna þessarar glufu tapist um átta milljarðar króna af skattfé árlega. Kristrún segir að þó að þessar tillögur séu hugsaðar sem skammtímaaðgerðir til þess að bregðast við ástandinu þá eigi þær erindi inn í framtíðina. „Við viljum sjá réttlátari skattheimtu í landinu og virkara vaxtabótakerfi,“ segir hún. Aðgerðir stjórnarinnar Ríkisstjórnin tilkynnti aðgerðir gegn verðbólgunni klukkan 16 í dag. Meðal annars sparnað í ríkisrekstri upp á rúma 36 milljarða með frestun framkvæmda, niðurskurði í ferðakostnaði og fleiru. Munu laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa hækka um 2,5 prósent í stað 6. Örorku og ellilífeyrir verður hækkaður um 2,5 prósent til viðbótar á árinu. Stofnframlög til uppbyggingar almennra leiguíbúða verða tvöfölduð. Þá verður unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda og starfshópur skila tillögum þar af lútandi í sumar. Frítekjumark húsnæðisbóta verður hækkað um 2,5 prósent, afturvirkt frá 1. janúar.
Efnahagsmál Samfylkingin Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Takmarka launahækkanir við tvö og hálft prósent Ríkisstjórnin ætlar að breyta lögum þannig að laun þingmanna og embættismanna hækki ekki um sex prósent um næstu mánaðarmót, heldur 2,5 prósent. Þetta er meðal aðgerða sem ríkisstjórnin ætlar í til að sporna gegn verðbólgu. 5. júní 2023 16:10