Hræ af kúm og hnúfubaki legið í fjörunni í tvo mánuði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 22:00 Sveitungum finnst lítil prýði af hræðunum í Ásólfskálafjöru undir Eyjafjöllum. Vigfús Andrésson Tvö kúahræ og hræ af hnúfubak hafa legið í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum í tvo mánuði. Farið er að slá verulega í hræin og komin er af þeim lykt. Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tvö hræ af fullvaxta kúm sem fundust í aprílbyrjun í Ásólfsskálafjöru í Rangárþingi eystra hafa ekki enn þá verið fjarlægð. Stórt hræ af hnúfbak liggur spölkorn frá, en það hræ fannst á sama tíma. Bóndi á nærliggjandi bæ fann hræin tvö og þótti málið allt hið dularfyllsta. Kýrnar voru ómerktar og þorðu menn ekki að grafa hræin ef ske kynni að dýrin hefðu drepist úr einhvers konar smitsjúkdómi. Héraðsdýralæknir taldi það hins vegar nánast útilokað vegna árstímans. Ekki væru margir gripir útigangandi á þessum tíma. Gátan leyst Daginn eftir fannst þriðja hræið í fjörunni austan við Markarfljót, af eyrnamerktum kálfi sennilega veturgömlum. Hið fjórða fannst svo í Víkurfjöru nokkrum dögum síðar. Lögreglan hóf rannsókn og komst að því að kýrnar höfðu týnst í óveðri í marsmánuði. Talið er að þær hafi fallið í gegnum ís, drukknað og rekið á haf út. Alls höfðu sex kýr horfið og tveggja er enn saknað. Vond lykt Kýrnar í Ásólfsskálafjöru eru hins vegar ekki þessar tvær sem er saknað heldur þær tvær sem fundust fyrst, búnar að liggja dauðar í meira en tvo mánuði og komin er rotnunarlykt af þeim. Ferðamannastraumurinn í fjörunni er sífellt að aukast og þykir sveitungum lítið prýði af þessu og vond landkynning. Ekki er betri lyktin af hnúfubaknum sem deilir fjörunni með þeim. Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson Vigfús Andrésson
Rangárþing eystra Dýr Umhverfismál Hvalir Tengdar fréttir Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04 Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5. apríl 2023 18:04
Telja kýrnar fjórar hafa fallið í gegnum ís Dauð kýr fannst í Víkurfjöru í gær. Þetta er fjórða kýrin sem finnst dauð á Suðurlandi síðustu daga. Fyrir höfðu tvær fundist á Ásólfsskálafjöru undir Eyjaföllum og ein við Markarfljót. 9. apríl 2023 13:59