Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 08:49 Sjúklingar þurfa að bíða lengur vegna skorts á heilbrigðisstarfsfólki og þá er hætt við að ekki verði hægt að sinna ákveðinni þjónustu, svo sem bólusetningum. Getty Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið. Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Samkvæmt reglum er breskum heilbrigðisyfirvöldum ekki heimilt að leita utan landsteinanna eftir hjúkrunarfræðingum en reglurnar koma hins vegar ekki í veg fyrir að hjúkrunarfræðingar annars staðar í heiminum fylgist með atvinnuauglýsingum og sæki um. „Það er mín tilfinning að ástandið sé stjórnlaust,“ segir Howard Catton, framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) um brotthvarf hjúkrunarfræðinga frá bágstaddari ríkjum til betur settra ríkja. Hann segir ástandið drifið áfram af ráðningum í sex eða sjö ríkjum en að stórum hluta er um að ræða sérmenntaða hjúkrunarfræðinga frá fátækum ríkjum sem hafa varið umtalsverðum fjármunum í þjálfun heilbrigðisstarfsmannanna og mega ekki við því að missa þá. BBC ræddi við yfirmenn á tveimur sjúkrahúsum í Ghana, þar sem um tuttugu hjúkrunarfræðingar höfðu sagt upp og ráðið sig til starfa í Bretlandi eða Bandaríkjunum á síðustu sex til tólf mánuðum. „Allir bráðahjúkrunarfræðingarnir okkar, reyndu hjúkrunarfræðingarnir okkar, eru farnir. Þannig að við stöndum uppi tómhent; ekkert reynt starfsfólk að vinna með. Jafnvel þótt stjórnvöld ráði starfsfólk þurfum við að þjálfa það upp á nýtt,“ segir Caroline Agbodza, hjúkrunarforstjóri á Cape Coast Municipal Hospital. Þeir sem BBC ræddu við segja atgervisflóttann hafa bein áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar og að hann sé bókstaflega að valda dauðsföllum. Einn yfirlæknir benti meðal annars á að sú staða gæti komið upp að það yrðu engir hjúkrunarfræðingar til að bólusetja börn gegn banvænum sjúkdómum. Hjúkrunarfræðingar frá Ghana þéna allt að sjö sinnum meira á Bretlandi en í heimalandinu en framkvæmdastjóri heilbrigðisstétta hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni segir Brexit þátt í því að Bretar ráði jafn marga starfsmenn frá Afríku og raun ber vitni. Samkeppnin um heilbrigðisstarfsmenn sé mikil og þegar Evrópa hafi lokast hafi Bretar leitað á ný mið.
Heilbrigðismál Gana Bretland Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira