Eins og Vísir hefur greint frá hafa þessir aðilar fundað í Karphúsinu og hófust fundahöld klukkan tíu. Þau stóðu í um tvo tíma en viðræðurnar eru sigldar í strand.
Eins og fréttastofa greindi frá í morgun mættu menn til fundar afar vondaufir um að það tækist að ná saman. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði fyrir fundinn að hún ætti ekki von á að samningar næðust Hún hafði vonast eftir afstöðubreytingu hjá Samtöku íslenskra sveitarfélaga en var svartsýn á það.
Ekki liggur fyrir á þessar stundu hvert framhaldið verður. Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga var sömuleiðis svartsýn fyrir fundinn.