Cuba Gooding Jr. samdi rétt fyrir upphaf nauðgunarréttarhalda Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2023 14:27 Cuba Gooding Jr. í dómsal árið 2020. Hann átti að mæta aftur í dómsal í dag vegna ásökunar um nauðgun. AP/Alec Tabak Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur gert samkomulag við konu sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrir um áratug. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast í dag en leikarinn hafði neitað sök. AP fréttaveitan segir að nokkrum mínútum áður en kviðdómendaval átti að hefjast hafi komið í ljós að samkomulag hefði náðst. Ekki hefur verið gefið upp hvað samkomulagið felur í sér en konan hafði farið fram á sex milljónir í miskabætur. Uppfært: Upprunalegu fréttina, sem fjallaði um að réttarhöldin myndu hefjast í dag, má finna hér að neðan. Réttarhöldin í máli bandaríska leikarans Cuba Gooding Jr. hefjast í dag. Hann hefur verið sakaður um að nauðga konu á hóteli í New York fyrir um áratug en leikarinn neitar sök. Hann segist hafa haft mök við konuna með samþykki hennar, eftir að þau hittust á veitingastað í borginni. Konan heldur því fram að hún hafi hitt leikarann í Manhattan og hann hafi fengið hana til að fara með sér á hótel, þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt. Hún segir hins vegar að þegar þau hafi komið þangað hafi hann nauðgað henni. Eins og áður segir neitar Cuba Gooding Jr. ásökununum og lögmenn hans segja að konan hafi stærst sig af því að hafa sængað hjá frægum leikara, eftir umrætt kvöld. Nafn konunnar hefur ekki komið fram hingað til, en AP fréttaveitan segir að hún verði að opinbera það þegar réttarhöldin hefjast. Konan hefur farið fram á sex milljónir dala í skaðabætur. Cuba Gooding Jr. hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum ásökunum um kynferðisbrot, káf og annars konar óviðeigandi hegðun, samkvæmt frétt AP. Leikarinn játaði í fyrra að hafa þuklað á konu í New York árið 2019 og að hafa kysst konu gegn vilja hennar á skemmtistað í borginni árið 2018. Sjá einnig: Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Dómarinn í málarekstrinum sem hefst í dag hefur leyft lögmönnum konunnar að kalla konur sem Cuba Gooding Jr. hefur játað að hafa brotið á að bera vitni. Bandaríkin MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
AP fréttaveitan segir að nokkrum mínútum áður en kviðdómendaval átti að hefjast hafi komið í ljós að samkomulag hefði náðst. Ekki hefur verið gefið upp hvað samkomulagið felur í sér en konan hafði farið fram á sex milljónir í miskabætur. Uppfært: Upprunalegu fréttina, sem fjallaði um að réttarhöldin myndu hefjast í dag, má finna hér að neðan. Réttarhöldin í máli bandaríska leikarans Cuba Gooding Jr. hefjast í dag. Hann hefur verið sakaður um að nauðga konu á hóteli í New York fyrir um áratug en leikarinn neitar sök. Hann segist hafa haft mök við konuna með samþykki hennar, eftir að þau hittust á veitingastað í borginni. Konan heldur því fram að hún hafi hitt leikarann í Manhattan og hann hafi fengið hana til að fara með sér á hótel, þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt. Hún segir hins vegar að þegar þau hafi komið þangað hafi hann nauðgað henni. Eins og áður segir neitar Cuba Gooding Jr. ásökununum og lögmenn hans segja að konan hafi stærst sig af því að hafa sængað hjá frægum leikara, eftir umrætt kvöld. Nafn konunnar hefur ekki komið fram hingað til, en AP fréttaveitan segir að hún verði að opinbera það þegar réttarhöldin hefjast. Konan hefur farið fram á sex milljónir dala í skaðabætur. Cuba Gooding Jr. hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum ásökunum um kynferðisbrot, káf og annars konar óviðeigandi hegðun, samkvæmt frétt AP. Leikarinn játaði í fyrra að hafa þuklað á konu í New York árið 2019 og að hafa kysst konu gegn vilja hennar á skemmtistað í borginni árið 2018. Sjá einnig: Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Dómarinn í málarekstrinum sem hefst í dag hefur leyft lögmönnum konunnar að kalla konur sem Cuba Gooding Jr. hefur játað að hafa brotið á að bera vitni.
Bandaríkin MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira