Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 17:00 Óvenjuleg hátterni lirfa haustfetans í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli. Facebook/Samsett Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands
Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira