Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 8. júní 2023 07:30 „Myndaðu þér strax skoðun, helst fleiri en eina, áður en sannleikurinn kemur í ljós”. Þessi setning birtist á samfélagsmiðli á dögunum og margir líkuðu við eða settu broskarl við færsluna. Við höfum öll séð færslur þar sem höfundur hefði mátt hinkra við áður en hann birti öllum hálfkláraða hugleiðingu á samfélagsmiðli eða í athugasemdakerfi. Eitthvað markvert gerist á hverjum einasta degi. Við erum jafnan ekki á staðnum þegar það gerist, vitum lítið sem ekkert um málið en samt eru svo margir sem fullyrða eitthvað eða hafa sterkar skoðanir. Þegar heildarmyndin lítur loks dagsins ljós og fullyrðingar játa sig sigraðar fyrir staðreyndum málsins, líta margir netverjar vandræðalega út eftir að hafa látið gamminn geisa á takkaborðinu. Í árdaga netsins trúðu margir á hina tækniútópíska hugmynd um að brátt rynni upp dagur raunverulegs frelsis og lýðræðis á Vesturlöndum. Að við gætum brátt leitað sjálf allra upplýsinga á netinu, myndað okkur upplýstar skoðanir og að sérstakir hliðverðir upplýsinga og skoðana myndu brátt heyra sögunni til. Í þessu myndi felast raunverulegt sjálfstæði. En það leið ekki á löngu áður en tæknifyrirtæki stækkuðu, keyptu upp smærri samkeppnisaðila og voru farin að búa til samfélög á netinu með hundruð milljóna eða milljarða notenda. Samfélagsmiðlar sem eru í einkaeigu, eða í beinum tengslum við erlend stjórnvöld, og hafa það að megin markmið að græða peninga með því að safna persónuupplýsingum um notendur, fá þá til að nota miðlana – helst eins lengi og eins mikið og hægt er. Sá böggull fylgir skammrifi að þetta er viðskiptamódel sem virðist vera á kostnað lýðræðis, félagslegra tengsla í raunheimum og andlegrar heilsu heilla kynslóða. Sítengdur hversdagsleikinn spyr áleitinna spurninga um það hvernig við lítum á okkur sjálf í tengslum við umheiminn. Aldrei í sögunni höfum við haft sama aðgengi að upplýsingum í formi texta, mynda og myndbrota. En á sama tíma hefur aldrei verið jafn erfitt að greina milli þess sem er satt og rétt og rangupplýsinga. Gagnrýnin hugsun tekur nefnilega tíma - og tíminn er takmörkuð auðlind. En hvernig myndum við okkur sjálfstæða skoðun þegar ógagnsæir algóritmar birta okkur valdar upplýsingar í bergmálshellum líðandi stundar? Er það hægt þegar upplýsingarnar eru klæðskerasaumaðar að okkur miðað við nokkur þeirra 52.000 mismunandi persónueinkenna milljarða manna, sem samfélagsmiðlarnir safna? Hvað felst í sjálfstæðri hugsun þegar áhrifavaldar keppast við að fá sem flesta fylgjendur og flest ”læk” í stöðugri samkeppni um athygli. Hvernig tekur maður sjálfstæða ákvörðun um það hvernig maður vill lifa lífinu þegar samfélagsmiðlarnir hafa opnað fyrir flóðgátt hugmynda um það hvernig aðrir lifa lífi sínu? Hvernig er okkar eigin sjálfsmynd þegar samfélagsmiðlarnir þjálfa okkur í að láta skoðanir annarra skilgreina hver við erum, hvernig okkur líður og jafnvel hvernig við upplifum okkur sjálf? Hætt er við því að samanburðurðurinn við íburðarmikið og tilbúið líf annarra taki fljótt gleðina frá okkur. Þessi skortur á gleði birtist m.a. í auknum kvíða og þunglyndi sem virðist aukast í takti við aukna samfélagsmiðlanotkun. Sjálfstæði á sér nefnilega ólíkar birtingarmyndir. Sjálfstæð hugsun krefst þess að við fáum aðgang að réttum og áreiðanlegum upplýsingum úr mörgum ólíkum áttum. Að við fáum þjálfun í að vera gagnrýnin á það sem við sjáum, lesum og heyrum og getum myndað okkur upplýstar skoðanir út frá því. Áður völdum við miðlana sem við lásum, nú velja miðlarnir okkur með algóritmum sínum út frá persónusniði okkar. Að lifa sjálfstæðu lífi krefst þess að við getum stjórnað og stýrt okkar eigin lífi og tekið ábyrgð á eigin gjörðum. Að við lifum innihaldsríku lífi sem veitir okkur gleði og hamingju, en reynum ekki að að lifa tilbúnu lífi annarra. Að móta eigin sjálfsmynd krefst þess að vera meðvitaður um hæfileika, hugsun, hegðun og tilfinningar sínar. En sjálfsmynd mótast í félagslegum samskiptum við annað fólk. Spyrja má hvert sé hið raunverulega sjálfstæði okkar þegar færustu sérfræðingar heims á sínu sviði hafa hannað miðla með það að markmiði að gera miðlana ávanabindandi. Við leyfum stórfyrirtækjum, óáreittum, að leika sér að lífefnafræði heilans með því að framkalla augnabliks dópamín vímu í hvert skipti sem við fáum læk eða viðbrögð á samfélagsmiðlum, svo dæmi sé nefnt. Er ekki full ástæða til þess að við, bæði sem lýðræðissamfélag og einstaklingar, förum að taka af alvöru á því hvernig tæknin hefur áhrif á líf okkar? Með þeim hætti tökum við ábyrgð á eigin sjálfstæði. Höfundur er fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
„Myndaðu þér strax skoðun, helst fleiri en eina, áður en sannleikurinn kemur í ljós”. Þessi setning birtist á samfélagsmiðli á dögunum og margir líkuðu við eða settu broskarl við færsluna. Við höfum öll séð færslur þar sem höfundur hefði mátt hinkra við áður en hann birti öllum hálfkláraða hugleiðingu á samfélagsmiðli eða í athugasemdakerfi. Eitthvað markvert gerist á hverjum einasta degi. Við erum jafnan ekki á staðnum þegar það gerist, vitum lítið sem ekkert um málið en samt eru svo margir sem fullyrða eitthvað eða hafa sterkar skoðanir. Þegar heildarmyndin lítur loks dagsins ljós og fullyrðingar játa sig sigraðar fyrir staðreyndum málsins, líta margir netverjar vandræðalega út eftir að hafa látið gamminn geisa á takkaborðinu. Í árdaga netsins trúðu margir á hina tækniútópíska hugmynd um að brátt rynni upp dagur raunverulegs frelsis og lýðræðis á Vesturlöndum. Að við gætum brátt leitað sjálf allra upplýsinga á netinu, myndað okkur upplýstar skoðanir og að sérstakir hliðverðir upplýsinga og skoðana myndu brátt heyra sögunni til. Í þessu myndi felast raunverulegt sjálfstæði. En það leið ekki á löngu áður en tæknifyrirtæki stækkuðu, keyptu upp smærri samkeppnisaðila og voru farin að búa til samfélög á netinu með hundruð milljóna eða milljarða notenda. Samfélagsmiðlar sem eru í einkaeigu, eða í beinum tengslum við erlend stjórnvöld, og hafa það að megin markmið að græða peninga með því að safna persónuupplýsingum um notendur, fá þá til að nota miðlana – helst eins lengi og eins mikið og hægt er. Sá böggull fylgir skammrifi að þetta er viðskiptamódel sem virðist vera á kostnað lýðræðis, félagslegra tengsla í raunheimum og andlegrar heilsu heilla kynslóða. Sítengdur hversdagsleikinn spyr áleitinna spurninga um það hvernig við lítum á okkur sjálf í tengslum við umheiminn. Aldrei í sögunni höfum við haft sama aðgengi að upplýsingum í formi texta, mynda og myndbrota. En á sama tíma hefur aldrei verið jafn erfitt að greina milli þess sem er satt og rétt og rangupplýsinga. Gagnrýnin hugsun tekur nefnilega tíma - og tíminn er takmörkuð auðlind. En hvernig myndum við okkur sjálfstæða skoðun þegar ógagnsæir algóritmar birta okkur valdar upplýsingar í bergmálshellum líðandi stundar? Er það hægt þegar upplýsingarnar eru klæðskerasaumaðar að okkur miðað við nokkur þeirra 52.000 mismunandi persónueinkenna milljarða manna, sem samfélagsmiðlarnir safna? Hvað felst í sjálfstæðri hugsun þegar áhrifavaldar keppast við að fá sem flesta fylgjendur og flest ”læk” í stöðugri samkeppni um athygli. Hvernig tekur maður sjálfstæða ákvörðun um það hvernig maður vill lifa lífinu þegar samfélagsmiðlarnir hafa opnað fyrir flóðgátt hugmynda um það hvernig aðrir lifa lífi sínu? Hvernig er okkar eigin sjálfsmynd þegar samfélagsmiðlarnir þjálfa okkur í að láta skoðanir annarra skilgreina hver við erum, hvernig okkur líður og jafnvel hvernig við upplifum okkur sjálf? Hætt er við því að samanburðurðurinn við íburðarmikið og tilbúið líf annarra taki fljótt gleðina frá okkur. Þessi skortur á gleði birtist m.a. í auknum kvíða og þunglyndi sem virðist aukast í takti við aukna samfélagsmiðlanotkun. Sjálfstæði á sér nefnilega ólíkar birtingarmyndir. Sjálfstæð hugsun krefst þess að við fáum aðgang að réttum og áreiðanlegum upplýsingum úr mörgum ólíkum áttum. Að við fáum þjálfun í að vera gagnrýnin á það sem við sjáum, lesum og heyrum og getum myndað okkur upplýstar skoðanir út frá því. Áður völdum við miðlana sem við lásum, nú velja miðlarnir okkur með algóritmum sínum út frá persónusniði okkar. Að lifa sjálfstæðu lífi krefst þess að við getum stjórnað og stýrt okkar eigin lífi og tekið ábyrgð á eigin gjörðum. Að við lifum innihaldsríku lífi sem veitir okkur gleði og hamingju, en reynum ekki að að lifa tilbúnu lífi annarra. Að móta eigin sjálfsmynd krefst þess að vera meðvitaður um hæfileika, hugsun, hegðun og tilfinningar sínar. En sjálfsmynd mótast í félagslegum samskiptum við annað fólk. Spyrja má hvert sé hið raunverulega sjálfstæði okkar þegar færustu sérfræðingar heims á sínu sviði hafa hannað miðla með það að markmiði að gera miðlana ávanabindandi. Við leyfum stórfyrirtækjum, óáreittum, að leika sér að lífefnafræði heilans með því að framkalla augnabliks dópamín vímu í hvert skipti sem við fáum læk eða viðbrögð á samfélagsmiðlum, svo dæmi sé nefnt. Er ekki full ástæða til þess að við, bæði sem lýðræðissamfélag og einstaklingar, förum að taka af alvöru á því hvernig tæknin hefur áhrif á líf okkar? Með þeim hætti tökum við ábyrgð á eigin sjálfstæði. Höfundur er fjölmiðlafræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun