Frá þessu er greint á 433.is í morgun. Þar segir að Steinþór hafi veðjað á leiki á vegum KSÍ, meðal annars hjá KA, hjá veðmálasíðunni Pinaccle. Í fréttinni segir að veðmálið á leikinn með KA hafi verið hluti af sex leikja seðli en ekki stakt.
Samkvæmt frétt 433.is hefur Steinþór að mestu gengist við brotum sínum. Úrskurðað verður í málinu á næstu dögum. Steinþór hefur látið KA vita af því.
Steinþór hefur ekki leikið með KA í Bestu deildinni í sumar og ekki verið í leikmannahópi liðsins í síðustu leikjum þess.
Hinn 37 ára Steinþór gekk í raðir KA 2017 eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku erlendis. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en sló í gegn hjá Stjörnunni. Steinþór hefur leikið átta A-landsleiki.
Í vetur var Sigurður Gísli Bond Snorrason dæmdur í bann út þetta tímabil fyrir brot á veðmálareglum. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, meðal annars sína eigin.