Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2023 08:01 Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar einhver í kringum okkur greinist með krabbamein er eðlilegt að upplifa óöryggi. Þótt flestir vilji leggja sitt af mörkum til að vera til staðar getur óttinn við að segja ekki réttu hlutina eða vita ekki hvað á að segja leitt til þess að jafnvel verði minna samband við viðkomandi en áður. Oft er þá lendingin að segja: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað fyrir þig.“ Á bak við slík orð er meiningin jafnan góð. Staðreyndin er þó sú að þegar tekist er á við breytingar og aukið álag sem krabbamein getur haft fyrir einstaklinginn og fjölskyldu hans hefur viðkomandi ekki alltaf getu eða burði til að biðja um aðstoð. Það getur líka verið stórt og erfitt skref að þiggja hjálpina. Flestir segja að það að finna samhug og stuðning frá nærumhverfinu hafi jákvæð áhrif á líðan þeirra og gefi styrk til að takast á við aðstæðurnar. Að sama skapi getur það verið erfið og íþyngjandi reynsla fyrir viðkomandi að upplifa ekki stuðning frá fólki sem væntingar voru um að yrðu til staðar. Sú upplifun hefur oft áhrif á samskiptin og tengslin til frambúðar. Oft tjáir fólk sig um að það hafi komið á óvart hverjir voru til staðar í veikindunum en líka hverjir voru það ekki. Vert er að hafa í huga að krabbamein hefur áhrif á alla fjölskylduna og oftast hafa bæði sá sem hefur greinst, maki og aðrir fjölskyldumeðlimir þörf fyrir samhug og stuðning frá umhverfinu. Ef einhver sem þér er annt um hefur greinst með krabbamein eða er náinn aðstandandi einstaklings sem greinst hefur með krabbamein gæti verið gott að hafa eftirfarandi í huga. Skoðaðu hvernig þér líður. Er eitthvað að valda þér óöryggi eða vanlíðan varðandi samskipti við viðkomandi eftir að krabbameinið greindist? Oft kann fólk vel að meta einlægni á borð við: „Ég veit ekki hvað ég á að segja.“ Okkur hættir stundum til að reyna að lesa í það hvað einstaklingurinn er að hugsa. Oft er betra að spyrja viðkomandi beint hvers hann þarfnast og hvernig honum finnst best að hafa hlutina. Vert er að hafa í huga að þarfirnar geta breyst frá einum tíma til annars. Á hvaða hátt sérðu fyrir þér að geta orðið að liði eða stutt við viðkomandi? Mikilvægt er að þú finnir þín mörk varðandi hve mikið svigrúm þú telur þig hafa og ætlir þér ekki um of. Yfirleitt er fólk ekki að biðja um að þú segir eitthvað til að því líði betur. Oft er besta gjöfin að hlusta og sýna skilning án þess að reyna að breyta líðan viðkomandi með of mikið af lausnum og ráðum. Forðastu að gefa ráðleggingar eða að bera reynslu viðkomandi saman við reynslu annarra sem þú þekkir nema að biðja um leyfi fyrir því áður. Við sem störfum sem faglegir ráðgjafar hjá Krabbameinsfélaginu heyrum oft fallegar sögur af því á hvaða hátt vinir og ættingjar eru til staðar fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Hér koma nokkrar hugmyndir og ef til vill getur þú nýtt einhverja þeirra. Bara það að senda reglulega hugulsöm skilaboð, til dæmis í gegnum messenger, tölvupóst, eða með því að hringja, getur gert meira en þig grunar. Gott er að taka fram að þú skiljir ef viðkomandi hefur ekki orku til að svara þér. Að bjóðast til að sækja barn/börn í skólann eða að gera eitthvað skemmtilegt með þeim getur verið mikil aðstoð. Stundum taka vinahópar sig til um ákveðið tímabil og skiptast á að færa fjölskyldunni mat einhvern dag eða daga í vikunni. Oft er orkan og einbeitingin til að framkvæma verk sem eru hluti af daglegu lífi af skornum skammti og á það bæði við þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans. Það getur því, til dæmis, verið mikil hjálp í að bjóðast til að versla í matinn, þrífa bílinn eða fara með hann í skoðun. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamlega og andlega líðan og ekki síst þegar henni fylgir góður félagsskapur. Kannski gætir þú boðist til að fara reglulega með viðkomandi í göngutúr. Það er mikils virði fyrir þann sem tekst á við krabbamein og fjölskyldu hans að næra gleðina og að hafa eitthvað til að hlakka til. Það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórt. Bara það að skipuleggja bíóferð eða að fara á kaffihús getur gefið tilbreytingu í lífið og hjálpað viðkomandi að dreifa huganum. Fyrir vinnufélaga og vinahópa er hægt að skrifa uppbyggileg orð eða skilaboð á miða til viðkomandi sem allir setja í eina krukku til dæmis. Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar í ráðgjafateymi Krabbameinsfélagsins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun