Á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2023 17:48 Verkfallsverðir BSRB. BSRB BSRB segir að á annan tug verkfallsbrota hafi átt sér stað í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum síðustu tvo sólarhringa. Verkfallsbrot á leikskólum hafi verið sérstaklega áberandi síðustu daga, þar sem stjórnendur leikskóla virðist hafa fengið fyrirmæli um breytingar á skipulagi sem feli í sér verkfallsbrot. Eins hafi borist ábendingar um brot á bæjarskrifstofum og í sundlaugum. Í tilkynningu á vef BSRB segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður stéttarfélagsins, að heimildir séu fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi boðað stjórnendur leikskóla á fund á þriðjudag. „Fulltrúar í samninganefnd Sambandsins hafi m.a. stýrt fundum þar sem markmiðið virðist hafa verið að leggja línur fyrir leikskólastjórnendur og þeir hvattir til þess að fremja það sem hingað til hefur, að okkar mati, verið talið verkfallsbrot,“ er haft eftir Sonju. Fram kemur að verkfallsverðir BSRB hafi undanfarna tvo sólahringa orðir varir við miklar breytingar á skipulagi leikskóla frá því sem áður var. Víða hafi verið opnaðar deildir þar sem deildarstjóri er í verkfalli, sem hafi hingað til verið lokaðar. „Þá eru börn færð á milli deilda, starfsfólki sem ekki er í verkfalli boðið að taka börnin sín með í vinnu svo það þurfi ekki að vera heima og foreldrar beðnir um að senda börn í leikskólann með nesti þrátt fyrir að matráður sé í verkfalli, en fram til þess höfðu börn verið send heim í hádegismat.“ Þannig hafi ítrekað verið gengið í störf starfsfólks í verkfalli í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum. „Þá er sérstaklega alvarlegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem starfar í umboði sveitarfélaga landsins, telji það réttlætanlegt að beita sér gegn starfsfólki sveitarfélaganna með þessum hætti.“ Samkvæmt BSRB hafa ábendingar um verkfallsbrot borist í eftirfarandi sveitarfélögum: Kópavogur Garðabær Árborg Ölfus Seltjarnarnes Hveragerði Reykjanesbær Grundarfjörður Snæfellsbær Dalvík Stykkishólmur Borgarnes Vestmannaeyjar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef BSRB segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður stéttarfélagsins, að heimildir séu fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi boðað stjórnendur leikskóla á fund á þriðjudag. „Fulltrúar í samninganefnd Sambandsins hafi m.a. stýrt fundum þar sem markmiðið virðist hafa verið að leggja línur fyrir leikskólastjórnendur og þeir hvattir til þess að fremja það sem hingað til hefur, að okkar mati, verið talið verkfallsbrot,“ er haft eftir Sonju. Fram kemur að verkfallsverðir BSRB hafi undanfarna tvo sólahringa orðir varir við miklar breytingar á skipulagi leikskóla frá því sem áður var. Víða hafi verið opnaðar deildir þar sem deildarstjóri er í verkfalli, sem hafi hingað til verið lokaðar. „Þá eru börn færð á milli deilda, starfsfólki sem ekki er í verkfalli boðið að taka börnin sín með í vinnu svo það þurfi ekki að vera heima og foreldrar beðnir um að senda börn í leikskólann með nesti þrátt fyrir að matráður sé í verkfalli, en fram til þess höfðu börn verið send heim í hádegismat.“ Þannig hafi ítrekað verið gengið í störf starfsfólks í verkfalli í að minnsta kosti þrettán sveitarfélögum. „Þá er sérstaklega alvarlegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem starfar í umboði sveitarfélaga landsins, telji það réttlætanlegt að beita sér gegn starfsfólki sveitarfélaganna með þessum hætti.“ Samkvæmt BSRB hafa ábendingar um verkfallsbrot borist í eftirfarandi sveitarfélögum: Kópavogur Garðabær Árborg Ölfus Seltjarnarnes Hveragerði Reykjanesbær Grundarfjörður Snæfellsbær Dalvík Stykkishólmur Borgarnes Vestmannaeyjar
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Vinnumarkaður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira