Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júní 2023 21:01 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars. Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var fjallað um vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en Verðgáttin var gerð aðgengileg almenningi. Í Verðgáttinni er hægt að bera saman verð nokkurra vara í verslunum Bónus, Krónunnar og Nettó. Sagði þar Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, að gögnin bentu á svokallaða verðþjöppun í verði á umræddum vörum áður en Verðgáttin fór í loftið. „Ég vil byrja á því að benda á að við fengum sendan þennan lista með þessum vörum sirka mánuði síðan. Ég tók eftir því að frá því að listinn kom út að samkeppnisaðilar fóru að lækka verð sín á þessum vörum og færðu sig nær Bónus,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, en gögnin sýna að oftar en ekki var verð sem benti til verðþjöppunar aðlagað að verði Bónus. Hann bendir á að vörurnar sem finna má í Verðgáttinni samsvari af tíu prósent af heildarveltu Bónus. Þá sé framleiðni þessara vara einnig um tíu prósent. „Það segir okkur það að Bónus ber ábyrgð á tíu prósent af endanlegu útsöluverði vörunnar. Tæplega níutíu prósent skýrast af öðrum þáttum eins og álagningu birgja og álagningu framleiðanda,“ segir Guðmundur. Klippa: Tók eftir lækkun hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda Verðgáttarinnar Í skriflegu svari til fréttastofu vísar Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó, ásökunum um verðsamráð á bug. Forsvarsmenn verslunarinnar séu mjög ánægðir með Verðgáttina þar sem hún auðveldi neytendum að gera verðsamanburð með einföldum hætti. „Markmið okkar hjá Nettó er ávallt að uppfylla þjónustuloforð okkar til viðskiptavina sem er að bjóða samkeppnishæf verð og við vinnum að því alla daga – það þýðir að verðin okkar taka stöðugum breytingum og við fylgjumst vel með samkeppninni til þess að tryggja að við séum að ná markmiðum okkar um að vera samkeppnishæf. Tíðar verðbreytingar endurspegla þvert á móti raunverulega og mjög virka samkeppni á markaðnum,“ segir í svari Heiðars.
Fjármál heimilisins Verslun Neytendur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira