Óvænt úrslit á Roland-Garros Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 22:16 Karolina Muchova fagnar stigi innilega á opna franska meistaramótinu Nokkuð óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Roland-Garros í dag þegar hin tékkneska Karolina Muchova hafði betur gegn Aryna Sabalenka. Fyrirfram þótti Sabalenka mun sigurstranglegri en hún var í 2. sæti heimslistans meðan Muchova var í 43. Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka. Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20