Gjaldmiðillinn ásamt forsætis- og fjármálaráðherra þarf að víkja Vilhelm Jónsson skrifar 9. júní 2023 10:01 Það er löngu tímabært að ábyrgðarlitlir og þaulsætnir þingmenn sem hafa staðið að baki áratuga stjórnleysi og rányrkju þjóðarauðlinda taki pokann sinn. Vitræn fasteignauppbygging getur aldrei þrifist við þá verðbólgu og endalausar smáskammta lagfæringar sem hafa viðgengist áratugum saman vegna fyrirhyggju- og úrræðaleysi stjórnmálamanna. Fasteignakaup þeirra efnaminni má líkja við rússneska rúllettu og hafa sjaldnast gengið upp til lengri tíma fyrir efnaminna fólk eftir að verðtrygging var innleidd. Þúsundir hafa flosnað upp frá heimilum og fyrirtækjum fyrir tilverknað misvitra stjórnmálamanna sem hafa vart vitsmuni eða metnað til að stýra sjálfum sér. Engu að síður skal haldið áfram í sjálfsblekkingu og óskhyggju og hinn raunverulegi vandi hundsaður. Óábyrg fasteignauppbygging er drifin áfram af lántöku sem er síðan útskýrð sem mikill hagvöxtur. Félagsleg húsnæðisuppbygging hins opinbera er allt of dýr sé litið til fermetraverðs ásamt niðurgreiðslu og fjármagnskostnaðar. Það er full ástæða til að endurskoða raunverulegt fermetraverð á pínulitlum kytrum sem jafnvel eru niðurgreiddar með opinberum framlögum. Tekjulágt fólk á ekki möguleika á að standa undir þeim kostnaði þegar verðbólguskotin byrja að tikka í 80 til 90% veðsetningu. Sú græðgivæðing sem þrífst í uppbyggingu ferðamannastaða og óábyrgt verklag við Hringbraut er meira en lítið hagkerfi ræður við ásamt því að takast á við ónýta innviði. Stjórnvöld eru að fremja þjóðarglæp gagnvart þjóðinni með því að ljá ekki máls á því að endurmeta óstöðugan gjaldmiðil og lélega fjármálastjórn sem er að sliga skuldug heimili og fyrirtæki, ásamt skeytingarleysi gagnvart ungu fólki sem reynir að eignast heimili. Forsætisráðherra getur seint þvegið hendur sínar af þeim loforðaflaumi og svikum sem hún hefur ástundað í umboði flokksfélaga sinna. Salan á hlutabréfum í Íslandsbanka er enn eitt dæmið um það ljóta verklag sem hefur viðgengst á vakt forsætisráðherra. Tæplega verður það umboðsmanni Alþingis auðvelt að takast á við yfirklórið sem fjármálaráðherra og lögfræðingateymið hans mun viðhafa í málsvörninni. Æðstu stjórnarherrarnir ættu fyrir löngu að vera farnir frá völdum eftir ófagra stjórnarhætti. Fjármunum og eigum ríkissjóðs hefur ítrekað verið sóað með glæpsamlegum hætti ásamt sérhagsmunapoti. Leyndarhyggjan vegna uppgjörsins á Lindarhvoli sýnir vel hvernig spilling og sóðaskapur viðgengst á Alþingi Íslendinga. Vart líður sá dagur að ekki sé dregin upp dökk mynd af því óhæfa verklagi sem þrífst innan ríkisstofnana fyrir tilstilli gerspilltra forustusauða, nú síðast innan Landsvirkjunar. Fiskveiðistjórnunina og rányrkja sem fram fer við strendur Íslands í boði stjórnvalda ber að stöðva. Útgerðarrisarnir hafa sölsað undir sig viðbótar fiskveiðiheimildir með uppkaupum sjávarútvegsfyrirtækja vítt og breytt um landið. Það er illa komið fyrir þjóðinni ef þessir aðilar komast upp með lögsóknum að eigna sér veiðiheimildir. Ríkissjóður verður árlega af tugum milljarða með núverandi fyrirkomulagi og óvönduðu kvótaúthlutun og verðlagningu. Það er löngu kominn tími til að setja allar fiskveiðiheimildir á markað til að hámarka arðsemina og fá fram réttláta úthlutun. Slíkt hið sama þarf að eiga sér stað fyrir uppsjávar veiðiheimildir sem stórútgerðin situr ein að fyrir nánast ekki neitt. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og einnig sanngjarnt að smábátaútgerð fái óhindrað að þrífast kringum landið. Stjórnvöldum ber að hlusta á þjóðina og láta hana ákveða með lýðræðislegum hætt breytt verklag. Tímabært er fyrir löngu að þröngur og hávær hópur hagsmunaaðila sætti sig við að sérhagsmunir verða að víkja fyrir þjóðarhag. Fiskveiðistjórnunin í Namibíu er gott dæmi um hversu langt siðblindir stjórnmálamenn geta villst af leið og hvaða afleiðingar slík stjórnsýsla getur kostað. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að íhuga að Íslendingar eru skuldug þjóð vegna aðgerða óábyrgra stjórnmálamanna. Þriggja til fjögurra milljarða skrautsýning vegna fundar Evrópuráðsins í Hörpu, í þeim tilgangi að fullnægja hégóma- og athyglissýki forsætisráðherra, er ekki í lagi. Ráðherrarnir hefðu örugglega getað sýnt Úkraínu samhug og stuðning með öðrum hætti. Forsætisráðherra væri nær að bugta sig og beygja fyrir sinni þjóð í stað þess að elta rassa leiðtoga NATO- ríkja. Frekar ætti að draga úr kostnaðarsömum ferðalögum sem jafnframt auka á kolefnislosun. Áratuga verðbólga ásamt handahófskenndri húsnæðisuppbyggingu og skuldasöfnun hefur verið viðvarandi í tæplega hálfa öld. Verðtrygging á fullan rétt á sér en engu að síður verður útfærsla á henni að fara fram með vitrænum hætti og ábyrgri fjármálastjórn og ekki vera lánveitanda einhliða í hag. Nýjustu afkomutölur bankanna gefa glögga mynd af því hverskonar rányrkju bankastofnanir stunda í boði stjórnvalda. Ekki svo ósjaldan stæra bankastjórar sig af mikilli arðsemi og þá ekki síst þegar verðbólga geisar. Úrræðaleysið er algert og sem fyrr er reynt er að draga úr verðbólgunni með einhliða og gagnslitlum stýrivaxtarhækkunum sem Seðlabankinn hefur ástundað áratugum saman án teljandi árangurs. Eðlilega vantar hvatann til sparnaðar þar sem innlánsvextir hafa verið neikvæðir síðustu 15 ár vegna bindiskyldu Seðlabankans. Stýrivextir hafa verið í hæstu hæðum áratugum saman ásamt mikilli verðbólgu sem hefur verið viðvarandi og langtum meiri en í nágrannaríkjunum. Óábyrg stjórnsýsla hefur loðað við Íbúðarlánasjóð sem hefur verið stýrt með vafasömum hætti í áratugi. Ósjálfbært skuldauppgjör sjóðsins er lýsandi dæmi um ábyrgðarleysi og foráttu heimsku. Það er ekki nóg að skipta um nafn á stofnun en viðhalda áfram glórulausri yfirstjórninni og því verklagi sem loðað hefur við hana. Verkalýðsforkólfarnir ættu að fara ofan í verklag og vafasama viðskiptahætti sem tengjast hlutabótar lánsloforðum. Að ekki sé minnst á svikin sem HMS viðhefur með geðþótta ákvörðunum og hvítþvotti á eigið verklag til að loka á að efnaminna fólk geti keypt notað húsnæði. Flestir vita með hvað hætti fjármálaráðherra vill afgreiða ríkistryggð skuldabréf sem Íbúðarlánasjóður hefur stofnað til og stefna í að verða ósjálfbær á kostnað lífeyrissjóða. Ráðherrann ætti einnig að velta fyrir sér að lífeyris skuldbindingar ríkissjóðs hlaðast upp og stefnir í óefni þegar ríkissjóður verður orðinn ógjaldfær. Stjórnvöld hefðu átt að hlusta á þjóðina og byggja nýjan spítala með ábyrgari hætti en nú á sér stað. Fyrir löngu er kominn tími á að farið sé ofan í saumana á því verklagi. Eins og til dæmis því hvenær raunveruleg verklok verða og áætlaðan heildarkostnað ásamt því að tvinna byggingarnar saman. Milljarða hönnunar- og breytingar kostnaður síðustu tvo áratugi vegna framkvæmdanna við Hringbraut mun að öllu líkindum verða viðvarandi næstu áratugi. Það er löngu tímabært að brot og sprengingar fyrir tengibyggingum ásamt tímafreku klastri á gömlu byggingum sé ekki vanmetið. Sá reikningur mun verða þjóðinni þungbær þegar yfirlíkur.Full ástæða er til að íhuga að framangreindar framkvæmdir verða væntanlega mannfrekari en hingað til hefur verið á iðnlært fólk. Eftirspurn á iðnlærðu fólki mun stóraukast og hafa mikinn kostnað og afleiðingar í för með sér. Ísland hefur þann vafasama heiður að vera eitt af skuldugustu ríkjum undanfarin ár og skiptir þá engu hvort um heimili, atvinnulíf, sveitarfélög eða ríkissjóð sé að ræða. Enn einn þingveturinn að baki og feitt sumarfrí handan við hornið eftir annarsamt vorþing og langt páskafrí sem er komið í baksýnisspegilinn. Síðla septembermánaðar verður þingheimur vonandi búinn að safna kröftum til að halda út haustið áður en kemur að spikfeitu jóla og áramótafríi. Hugheilar óskir um betri tíma og guð forði þjóðinni frá ábyrgðarlausum dusilmennum á þingi. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhelm Jónsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Það er löngu tímabært að ábyrgðarlitlir og þaulsætnir þingmenn sem hafa staðið að baki áratuga stjórnleysi og rányrkju þjóðarauðlinda taki pokann sinn. Vitræn fasteignauppbygging getur aldrei þrifist við þá verðbólgu og endalausar smáskammta lagfæringar sem hafa viðgengist áratugum saman vegna fyrirhyggju- og úrræðaleysi stjórnmálamanna. Fasteignakaup þeirra efnaminni má líkja við rússneska rúllettu og hafa sjaldnast gengið upp til lengri tíma fyrir efnaminna fólk eftir að verðtrygging var innleidd. Þúsundir hafa flosnað upp frá heimilum og fyrirtækjum fyrir tilverknað misvitra stjórnmálamanna sem hafa vart vitsmuni eða metnað til að stýra sjálfum sér. Engu að síður skal haldið áfram í sjálfsblekkingu og óskhyggju og hinn raunverulegi vandi hundsaður. Óábyrg fasteignauppbygging er drifin áfram af lántöku sem er síðan útskýrð sem mikill hagvöxtur. Félagsleg húsnæðisuppbygging hins opinbera er allt of dýr sé litið til fermetraverðs ásamt niðurgreiðslu og fjármagnskostnaðar. Það er full ástæða til að endurskoða raunverulegt fermetraverð á pínulitlum kytrum sem jafnvel eru niðurgreiddar með opinberum framlögum. Tekjulágt fólk á ekki möguleika á að standa undir þeim kostnaði þegar verðbólguskotin byrja að tikka í 80 til 90% veðsetningu. Sú græðgivæðing sem þrífst í uppbyggingu ferðamannastaða og óábyrgt verklag við Hringbraut er meira en lítið hagkerfi ræður við ásamt því að takast á við ónýta innviði. Stjórnvöld eru að fremja þjóðarglæp gagnvart þjóðinni með því að ljá ekki máls á því að endurmeta óstöðugan gjaldmiðil og lélega fjármálastjórn sem er að sliga skuldug heimili og fyrirtæki, ásamt skeytingarleysi gagnvart ungu fólki sem reynir að eignast heimili. Forsætisráðherra getur seint þvegið hendur sínar af þeim loforðaflaumi og svikum sem hún hefur ástundað í umboði flokksfélaga sinna. Salan á hlutabréfum í Íslandsbanka er enn eitt dæmið um það ljóta verklag sem hefur viðgengst á vakt forsætisráðherra. Tæplega verður það umboðsmanni Alþingis auðvelt að takast á við yfirklórið sem fjármálaráðherra og lögfræðingateymið hans mun viðhafa í málsvörninni. Æðstu stjórnarherrarnir ættu fyrir löngu að vera farnir frá völdum eftir ófagra stjórnarhætti. Fjármunum og eigum ríkissjóðs hefur ítrekað verið sóað með glæpsamlegum hætti ásamt sérhagsmunapoti. Leyndarhyggjan vegna uppgjörsins á Lindarhvoli sýnir vel hvernig spilling og sóðaskapur viðgengst á Alþingi Íslendinga. Vart líður sá dagur að ekki sé dregin upp dökk mynd af því óhæfa verklagi sem þrífst innan ríkisstofnana fyrir tilstilli gerspilltra forustusauða, nú síðast innan Landsvirkjunar. Fiskveiðistjórnunina og rányrkja sem fram fer við strendur Íslands í boði stjórnvalda ber að stöðva. Útgerðarrisarnir hafa sölsað undir sig viðbótar fiskveiðiheimildir með uppkaupum sjávarútvegsfyrirtækja vítt og breytt um landið. Það er illa komið fyrir þjóðinni ef þessir aðilar komast upp með lögsóknum að eigna sér veiðiheimildir. Ríkissjóður verður árlega af tugum milljarða með núverandi fyrirkomulagi og óvönduðu kvótaúthlutun og verðlagningu. Það er löngu kominn tími til að setja allar fiskveiðiheimildir á markað til að hámarka arðsemina og fá fram réttláta úthlutun. Slíkt hið sama þarf að eiga sér stað fyrir uppsjávar veiðiheimildir sem stórútgerðin situr ein að fyrir nánast ekki neitt. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og einnig sanngjarnt að smábátaútgerð fái óhindrað að þrífast kringum landið. Stjórnvöldum ber að hlusta á þjóðina og láta hana ákveða með lýðræðislegum hætt breytt verklag. Tímabært er fyrir löngu að þröngur og hávær hópur hagsmunaaðila sætti sig við að sérhagsmunir verða að víkja fyrir þjóðarhag. Fiskveiðistjórnunin í Namibíu er gott dæmi um hversu langt siðblindir stjórnmálamenn geta villst af leið og hvaða afleiðingar slík stjórnsýsla getur kostað. Forsætis- og utanríkisráðherra verða að íhuga að Íslendingar eru skuldug þjóð vegna aðgerða óábyrgra stjórnmálamanna. Þriggja til fjögurra milljarða skrautsýning vegna fundar Evrópuráðsins í Hörpu, í þeim tilgangi að fullnægja hégóma- og athyglissýki forsætisráðherra, er ekki í lagi. Ráðherrarnir hefðu örugglega getað sýnt Úkraínu samhug og stuðning með öðrum hætti. Forsætisráðherra væri nær að bugta sig og beygja fyrir sinni þjóð í stað þess að elta rassa leiðtoga NATO- ríkja. Frekar ætti að draga úr kostnaðarsömum ferðalögum sem jafnframt auka á kolefnislosun. Áratuga verðbólga ásamt handahófskenndri húsnæðisuppbyggingu og skuldasöfnun hefur verið viðvarandi í tæplega hálfa öld. Verðtrygging á fullan rétt á sér en engu að síður verður útfærsla á henni að fara fram með vitrænum hætti og ábyrgri fjármálastjórn og ekki vera lánveitanda einhliða í hag. Nýjustu afkomutölur bankanna gefa glögga mynd af því hverskonar rányrkju bankastofnanir stunda í boði stjórnvalda. Ekki svo ósjaldan stæra bankastjórar sig af mikilli arðsemi og þá ekki síst þegar verðbólga geisar. Úrræðaleysið er algert og sem fyrr er reynt er að draga úr verðbólgunni með einhliða og gagnslitlum stýrivaxtarhækkunum sem Seðlabankinn hefur ástundað áratugum saman án teljandi árangurs. Eðlilega vantar hvatann til sparnaðar þar sem innlánsvextir hafa verið neikvæðir síðustu 15 ár vegna bindiskyldu Seðlabankans. Stýrivextir hafa verið í hæstu hæðum áratugum saman ásamt mikilli verðbólgu sem hefur verið viðvarandi og langtum meiri en í nágrannaríkjunum. Óábyrg stjórnsýsla hefur loðað við Íbúðarlánasjóð sem hefur verið stýrt með vafasömum hætti í áratugi. Ósjálfbært skuldauppgjör sjóðsins er lýsandi dæmi um ábyrgðarleysi og foráttu heimsku. Það er ekki nóg að skipta um nafn á stofnun en viðhalda áfram glórulausri yfirstjórninni og því verklagi sem loðað hefur við hana. Verkalýðsforkólfarnir ættu að fara ofan í verklag og vafasama viðskiptahætti sem tengjast hlutabótar lánsloforðum. Að ekki sé minnst á svikin sem HMS viðhefur með geðþótta ákvörðunum og hvítþvotti á eigið verklag til að loka á að efnaminna fólk geti keypt notað húsnæði. Flestir vita með hvað hætti fjármálaráðherra vill afgreiða ríkistryggð skuldabréf sem Íbúðarlánasjóður hefur stofnað til og stefna í að verða ósjálfbær á kostnað lífeyrissjóða. Ráðherrann ætti einnig að velta fyrir sér að lífeyris skuldbindingar ríkissjóðs hlaðast upp og stefnir í óefni þegar ríkissjóður verður orðinn ógjaldfær. Stjórnvöld hefðu átt að hlusta á þjóðina og byggja nýjan spítala með ábyrgari hætti en nú á sér stað. Fyrir löngu er kominn tími á að farið sé ofan í saumana á því verklagi. Eins og til dæmis því hvenær raunveruleg verklok verða og áætlaðan heildarkostnað ásamt því að tvinna byggingarnar saman. Milljarða hönnunar- og breytingar kostnaður síðustu tvo áratugi vegna framkvæmdanna við Hringbraut mun að öllu líkindum verða viðvarandi næstu áratugi. Það er löngu tímabært að brot og sprengingar fyrir tengibyggingum ásamt tímafreku klastri á gömlu byggingum sé ekki vanmetið. Sá reikningur mun verða þjóðinni þungbær þegar yfirlíkur.Full ástæða er til að íhuga að framangreindar framkvæmdir verða væntanlega mannfrekari en hingað til hefur verið á iðnlært fólk. Eftirspurn á iðnlærðu fólki mun stóraukast og hafa mikinn kostnað og afleiðingar í för með sér. Ísland hefur þann vafasama heiður að vera eitt af skuldugustu ríkjum undanfarin ár og skiptir þá engu hvort um heimili, atvinnulíf, sveitarfélög eða ríkissjóð sé að ræða. Enn einn þingveturinn að baki og feitt sumarfrí handan við hornið eftir annarsamt vorþing og langt páskafrí sem er komið í baksýnisspegilinn. Síðla septembermánaðar verður þingheimur vonandi búinn að safna kröftum til að halda út haustið áður en kemur að spikfeitu jóla og áramótafríi. Hugheilar óskir um betri tíma og guð forði þjóðinni frá ábyrgðarlausum dusilmennum á þingi. Höfundur er athafnamaður.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun