Í landi tækifæranna Inga Sæland skrifar 9. júní 2023 09:30 Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur. Nei, þessi ríkisstjórn hefur stungið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin frá þeim sem eru að bugast sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott. Hver þekkir ekki möntruna um að hér drjúpi smjör af hverju strái af því að OECD segir það. Já, að meðaltali hafa Íslendingar það algjörlega frábært, þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei hærri? Ráðamenn keppast hver í kapp við annan við að reyna að telja fátæku fólki trú um að víst hafi þau það verulega gott. Þetta er jú land tækifæranna. Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í „landi tækifæranna.“ Ráðamenn sitja í fílabeinsturni sínum og strá af og til örlítilli mylsnu af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp. En það bólar ekki á raunverulegum aðgerðum til að vinna gegn verðbólgunni í baráttunni gegn örbirgð, í baráttunni gegn vaxandi fátækt. Á síðastliðnum sex árum hefur fátækt íslenskra barna vaxið úr 9,1% í 13,1%. Hvorki meira né minna en á síðastliðnum sex árum í landi tækifæranna hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Hver hefði trúað því? Flokkur fólksins hefur lagt fram tugir þingsályktana og frumvarpa sem hefðu ekki aðeins útrýmt sárri fátækt heldur komið í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir í samfélaginu í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Sem dæmi má nefna afnám verðtrygingar, leigubremsu/leiguþak, húsnæðisliðinn úr vísitölu, hækkun á lágmarksframfærslu í 400 þús. kr. skatta og skerðingalaust. Öllum okkar málum sturtað í ruslið af ríkisstjórninni. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, við ætlum að skila auðu og erum farin í sumarfrí. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Mest lesið Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hef ég upplifað eins mikið vonleysi og sorg í samfélaginu okkar og aldrei hefði ég trúað því að óreyndu að ráðherraherinn sem á að vera brjóstvörn allra landsmanna, skuli einungis vera skjöldur og hlíf fyrir þá sem allt eiga. Fyrir þá sem þurfa ekki á hjálp þeirra að halda enda standa það vel fjárhagslega að þau taka varla eftir því að okurvextir og óðaverðbólga æði hér um samfélagið sem eldur um akur. Nei, þessi ríkisstjórn hefur stungið fingrunum í eyrun og kosið að túlka neyðarópin frá þeim sem eru að bugast sem gleðióp þeirra sem hafa það að meðaltali alveg rosalega gott. Hver þekkir ekki möntruna um að hér drjúpi smjör af hverju strái af því að OECD segir það. Já, að meðaltali hafa Íslendingar það algjörlega frábært, þar sem kaupmáttur hefur aldrei verið meiri og laun aldrei hærri? Ráðamenn keppast hver í kapp við annan við að reyna að telja fátæku fólki trú um að víst hafi þau það verulega gott. Þetta er jú land tækifæranna. Þvílík hræsni. Ég kvíði því að skoða pósthólfið mitt hvern einasta dag þar sem tugir bréfa bíða mín frá fátæku fólki í neyð. Póstur eins og: Nú er 1. júní og ég á bara 2.000 kr. til að lifa af út mánuðinn og ég er einungis búinn að greiða húsaleiguna mína. Eða: Ég get ekki meir, ég er bugaður maður. Eða: Ég á ekki fyrir mat handa börnunum mínum. Ef það væri ekki fyrir hjálparstofnanir og ölmusu sem ég þigg annars staðar frá þá myndum við svelta hér heilu hungri í „landi tækifæranna.“ Ráðamenn sitja í fílabeinsturni sínum og strá af og til örlítilli mylsnu af allsnægtaborði sínu yfir hópinn sem drukknandi hrópar á hjálp. En það bólar ekki á raunverulegum aðgerðum til að vinna gegn verðbólgunni í baráttunni gegn örbirgð, í baráttunni gegn vaxandi fátækt. Á síðastliðnum sex árum hefur fátækt íslenskra barna vaxið úr 9,1% í 13,1%. Hvorki meira né minna en á síðastliðnum sex árum í landi tækifæranna hefur fátækt íslenskra barna vaxið um 44%. Hver hefði trúað því? Flokkur fólksins hefur lagt fram tugir þingsályktana og frumvarpa sem hefðu ekki aðeins útrýmt sárri fátækt heldur komið í veg fyrir það ófremdarástand sem nú ríkir í samfélaginu í boði vanhæfrar ríkisstjórnar. Sem dæmi má nefna afnám verðtrygingar, leigubremsu/leiguþak, húsnæðisliðinn úr vísitölu, hækkun á lágmarksframfærslu í 400 þús. kr. skatta og skerðingalaust. Öllum okkar málum sturtað í ruslið af ríkisstjórninni. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, við ætlum að skila auðu og erum farin í sumarfrí. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun