Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 11:01 Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir mættu í sófann til Helenu Ólafsdóttur, í Bestu upphitunina. Stöð 2 Sport Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Nýliðar FH hafa komið ýmsum á óvart með framgöngu sinni undanfarið en eftir tvo sigra í röð er liðið í 5. sæti Bestu deildarinnar, með 10 stig. ÍBV er hins vegar í fallsæti sem stendur, með sjö stig. „Það er klárlega mjög góð stemning í Kaplakrika akkúrat núna. Það er gaman þegar gengur vel. Við erum á smá „rönni“ núna og stefnum bara á að halda því áfram,“ segir Sunneva sem spilað hefur með FH frá árinu 2021. ÍBV vann frábæran 3-0 sigur gegn Þrótti um miðjan maí en hefur síðan fengið eitt stig úr þremur leikjum. „Það vantar svolítið upp á að skora í leikjunum. Varnarleikurinn er búinn að vera fínn en það vantar smá til að klára leikina,“ segir reynsluboltinn Kristín sem byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV þegar liðið var endurvakið fyrir um fimmtán árum síðan, eftir stuttan dvala. Þáttinn má sjá hér að neðan en þar tippuðu gestirnir á úrslit í leikjunum fimm í 8. umferð, sem fram fara á sunnudag og mánudag. Klippa: Besta upphitunin fyrir 8. umferð Helena spurði gesti sína meðal annars út í það hvort þeir væru með einhverja hjátrú tengda leikjum, og hvernig rútína þeirra væri á leikdegi. Mikill tími fer í hvern útileik hjá liði ÍBV og segir Kristín leikmenn í raun eins og „atvinnumenn“ á leikdegi þar sem fórna þurfi vinnu og öðru. „Við förum um hádegisbil með Herjólfi og keyrum í mat á Hótel Örk [í Hveragerði]. Svo er bara farið í leikinn. Maður er bara orðinn vanur þessu og mér fannst svolítið skrýtið þegar ég bjó í bænum að vera ekki að ferðast,“ segir Kristín sem lék með KR og Fylki í Reykjavík um tíma. Þegar leikið er í Eyjum hittast leikmenn ÍBV hins vegar í hádeginu og borða mat saman. „Við gerum það reyndar ekki en það er frábær hugmynd,“ segir Sunneva. „Eftir æfingu daginn fyrir leik erum við saman inni í klefa eða gerum eitthvað saman. Við höfum líka haft kvöldmat saman daginn fyrir leik,“ segir Sunneva og bætir við að liðsstjórinn Guðmundur Jón Viggósson sjái þá um matseldina. Leikirnir í 8. umferð Bestu deildar kvenna. Að vanda eru allir leikir í beinni útsendingu.Stöð 2 Sport Eftir sjö umferðir virðist Besta deildin nánast aldrei hafa verið jafnari og tók Kristín Erna undir það: „Mér finnst lítið skorað miðað við vanalega en það er bara af því að deildin er orðin jafnari. Það eru allir að taka stig af öllum. Mér finnst þetta skemmtilegra svona. Að fá óvænt úrslit.“ Sunneva komst með FH upp úr Lengjudeildinni í fyrrahaust og segir muninn á deildunum talsverðan: „Það eru mikið fleiri, betri lið í Bestu deildinni, og allir leikir erfiðir. Að sama skapi er Lengjudeildin alltaf að verða sterkari og það er fullt af góðum liðum þar núna sem eiga erindi í efstu deild.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin ÍBV FH Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn