Reyndi ítrekað að flýja land: „I think I killed her“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 14:48 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Demetrius Allen, bandarískur karlmaður sem spilað hefur amerískan fótbolta hér á landi, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Allen kynntist brotaþola, íslenskri konu, á Tinder tíu dögum fyrir brotið og reyndi ítrekað að flýja land í kjölfarið. Í ársbyrjun var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí. Talið var nauðsynlegt að halda honum innan veggja fangelsis þar sem hann hefur endurtekið reynt að komast úr landi þrátt fyrir farbann. Einu tengsl mannsins við Ísland var sex vikna dvöl hans hér á landi haustið 2022, þegar hann spilaði amerískan fótbolta fyrir liðið Einherja. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Allen hafi aftur komið til landsins á gamlársdag, konan sótt hann á flugvöllinn og hann dvalið hjá henni, eftir að þau horfðu á flugelda með börnum hennar. Höfðu þau samfarir um nóttina sem þeim bar saman um að hafi verið með samþykki beggja. Að kvöldi nýársdags urðu þau sér út um kannabisefni og fóru út úr íbúð hennar til að reykja það á nærliggjandi bensínstöð. Fram kemur að konan hafi fundið fljótt fyrir miklum áhrifum en hún hefði aldrei reykt kannabiss fyrr. Vert er að vara við lýsingu á brotum mannsins hér að neðan „I think I killed her“ Þau greindi á um hvað hefði gerst í bifreiðinni. Konan lýsti því að hún hefði misst meðvitund en rankað við sér annað slagið við aðfarir mannsins. Hann hafi neytt hana til munnmaka en hún ekki getað spornað við verknaðinum vegna kannabisáhrifa. Hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta en hann ekki virt það. Þá hafi hann neytt hana til samfara um leggöng meðan höfuð hennar hefði verið út um dyrnar og hún hefði kastað upp meðan á því stóð. Við rannsókn á bifreiðinni fannst æla milli sætanna og í dyrafalsi. Við komu lögreglumanna til brotaþola var æla í peysu hennar að auki. Þá greindist THC í blóði hennar. Í framburði konunnar kemur fram að hún hafi beðið manninn að fara með sig heim en hann hefði hins vegar öskrað á hana að hann hefði ekki gert neitt. Hún hefði svo heyrt hann hringja í vin sinn og biðja hann að sækja sig. Hún hefði heyrt hann segja í símann „I think I killed her“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana.“ Bókaði flug morguninn eftir Loks hafi hún keyrt heim og séð að sonur hennar hafi hringt í hana klukkan 00:43. Þegar heim var komið hafi hún séð að maðurinn hafi verið þar en ferðatöskur hans hefðu verið horfnar og hann búinn að blokka hana á samfélagsmiðlum. Fram kemur að konan hafi ákveðið að hringja í lögreglu eftir hvatningu frá syni hennar, sem kom að henni stjarfri uppi í rúmi sínu. Ekki tókst að hafa hendur í hári Allens um nóttina. Morguninn eftir bókaði Allen flug frá landinu samdægurs og hringdi í vinkonu sína sem sótti hann og ætlaði að skutla á flugvöllinn. Hann gaf sig fram við lögreglu, sem hafði þá lýst eftir honum, á leiðinni á flugvöllinn. Hann gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna hann hugðist fara í skyndi af landi brott, á sama tíma og hann átti miða til Póllands 9. janúar. Eftir að hafa verið úrskurðaður í farbann reyndi Allen þann 3. mars að yfirgefa landið. Hafði hann þá pantað sér flug til Flórída og framvísaði neyðarvegabréfi í landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli. Hann var vistaður í biðklefa á vellinum grunaður um brot á farbanni og gat eingöngu framvísað flugmiða til Bandaríkjanna en ekki til baka. Hegðunin benti til að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað Allen neitaði sök, sagði kynmökin hafa verið með samþykki hennar og raunar að hennar frumkvæði. Sagði hann konuna hafa sagt að hún elskaði hann og vildi ekki að hann færi af landi brott þar sem hann væri sá eini. Hann hefði þá orðið fráhverfur henni og ekki viljað að hún snerti sig. Hún hefði klikkast og orðið eins og andsetin. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að framburður konunnar hafi verið stöðugur um alla atburði sem hún man frá þessu kvöldi. Hélt Allen því fram að framburður hennar væri í ósamræmi við framburð vitna en því var hafnað. Í dómnum segir að hegðun hans eftir brotið hafi einnig sterklega bent til þess að eitthvað alvarlegt hafi komið upp og hann hafi verið að flýja. Þá voru skýringar hans í þá veru að brotaþoli hafi komist í mikið uppnám við það að hann ætlaði að fara frá henni taldar fráleitar í ljósi þess sem á eftir kom. Var því talið sannað gegn neitun Allen að hann hefði haft samræði við konuna án hennar samþykki og notfært sér að hún hafi verið illa áttuð og ekki getað spornað við verknaðinum. Var hann því sakfelldur og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Auk þess var honum gert að greiða konunni miskabætur að fjárhæð tveggja milljóna króna. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í ársbyrjun var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. maí. Talið var nauðsynlegt að halda honum innan veggja fangelsis þar sem hann hefur endurtekið reynt að komast úr landi þrátt fyrir farbann. Einu tengsl mannsins við Ísland var sex vikna dvöl hans hér á landi haustið 2022, þegar hann spilaði amerískan fótbolta fyrir liðið Einherja. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Allen hafi aftur komið til landsins á gamlársdag, konan sótt hann á flugvöllinn og hann dvalið hjá henni, eftir að þau horfðu á flugelda með börnum hennar. Höfðu þau samfarir um nóttina sem þeim bar saman um að hafi verið með samþykki beggja. Að kvöldi nýársdags urðu þau sér út um kannabisefni og fóru út úr íbúð hennar til að reykja það á nærliggjandi bensínstöð. Fram kemur að konan hafi fundið fljótt fyrir miklum áhrifum en hún hefði aldrei reykt kannabiss fyrr. Vert er að vara við lýsingu á brotum mannsins hér að neðan „I think I killed her“ Þau greindi á um hvað hefði gerst í bifreiðinni. Konan lýsti því að hún hefði misst meðvitund en rankað við sér annað slagið við aðfarir mannsins. Hann hafi neytt hana til munnmaka en hún ekki getað spornað við verknaðinum vegna kannabisáhrifa. Hún hafi ítrekað beðið hann um að hætta en hann ekki virt það. Þá hafi hann neytt hana til samfara um leggöng meðan höfuð hennar hefði verið út um dyrnar og hún hefði kastað upp meðan á því stóð. Við rannsókn á bifreiðinni fannst æla milli sætanna og í dyrafalsi. Við komu lögreglumanna til brotaþola var æla í peysu hennar að auki. Þá greindist THC í blóði hennar. Í framburði konunnar kemur fram að hún hafi beðið manninn að fara með sig heim en hann hefði hins vegar öskrað á hana að hann hefði ekki gert neitt. Hún hefði svo heyrt hann hringja í vin sinn og biðja hann að sækja sig. Hún hefði heyrt hann segja í símann „I think I killed her“ eða „Ég held að ég hafi drepið hana.“ Bókaði flug morguninn eftir Loks hafi hún keyrt heim og séð að sonur hennar hafi hringt í hana klukkan 00:43. Þegar heim var komið hafi hún séð að maðurinn hafi verið þar en ferðatöskur hans hefðu verið horfnar og hann búinn að blokka hana á samfélagsmiðlum. Fram kemur að konan hafi ákveðið að hringja í lögreglu eftir hvatningu frá syni hennar, sem kom að henni stjarfri uppi í rúmi sínu. Ekki tókst að hafa hendur í hári Allens um nóttina. Morguninn eftir bókaði Allen flug frá landinu samdægurs og hringdi í vinkonu sína sem sótti hann og ætlaði að skutla á flugvöllinn. Hann gaf sig fram við lögreglu, sem hafði þá lýst eftir honum, á leiðinni á flugvöllinn. Hann gat ekki gefið skýringar á því hvers vegna hann hugðist fara í skyndi af landi brott, á sama tíma og hann átti miða til Póllands 9. janúar. Eftir að hafa verið úrskurðaður í farbann reyndi Allen þann 3. mars að yfirgefa landið. Hafði hann þá pantað sér flug til Flórída og framvísaði neyðarvegabréfi í landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli. Hann var vistaður í biðklefa á vellinum grunaður um brot á farbanni og gat eingöngu framvísað flugmiða til Bandaríkjanna en ekki til baka. Hegðunin benti til að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað Allen neitaði sök, sagði kynmökin hafa verið með samþykki hennar og raunar að hennar frumkvæði. Sagði hann konuna hafa sagt að hún elskaði hann og vildi ekki að hann færi af landi brott þar sem hann væri sá eini. Hann hefði þá orðið fráhverfur henni og ekki viljað að hún snerti sig. Hún hefði klikkast og orðið eins og andsetin. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að framburður konunnar hafi verið stöðugur um alla atburði sem hún man frá þessu kvöldi. Hélt Allen því fram að framburður hennar væri í ósamræmi við framburð vitna en því var hafnað. Í dómnum segir að hegðun hans eftir brotið hafi einnig sterklega bent til þess að eitthvað alvarlegt hafi komið upp og hann hafi verið að flýja. Þá voru skýringar hans í þá veru að brotaþoli hafi komist í mikið uppnám við það að hann ætlaði að fara frá henni taldar fráleitar í ljósi þess sem á eftir kom. Var því talið sannað gegn neitun Allen að hann hefði haft samræði við konuna án hennar samþykki og notfært sér að hún hafi verið illa áttuð og ekki getað spornað við verknaðinum. Var hann því sakfelldur og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Auk þess var honum gert að greiða konunni miskabætur að fjárhæð tveggja milljóna króna.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira