Stjörnulífið: Brúðkaupsgestir klæddust sem Gummi kíró, nærfatamódel og barnalán Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 12. júní 2023 10:33 Liðin vikin var lituð af tímamótum í lífi fólks. Liðin vika var sannkölluð tímamótavika hjá stjörnum landsins sem einkenndist af suðrænum brúðkaupum, barneignum og nafngiftum. Auk þess lögðu margir land undir fót og nærðu hina almennu útlandaþrá þar sem íslenska sumarið virðist ætla að láta bíða eftir sér, sérstaklega á suðvesturlandinu. Þjálfarinn Karitas María Lárusdóttir og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson gengu í það heilaga á Alicante á Spáni um helgina. Athöfnin var hin glæsilegasta og fór fram undir berum himni á La Finca Resort hótelinu. Hjónin mættu svo akandi á hvítum golfbíl í veisluna. Fjöldi fólks mætti til að fagna ástinni með brúðhjónunum og mátti sjá glitta í nokkur þekkt andlit. Fyrrum landsliðsmarkmaðurinn í knattspyrnu, Hannes Þór Halldórsson, og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason, birtu mynd af sér saman á Instagram þar sem þeir voru prúðbúnir í ljósum jakkafötum með sólina í augunum. View this post on Instagram A post shared by Hannes Halldo rsson (@hanneshalldorsson) Kristbjörg Jónasdóttir, athafnakona og eiginkona knattspyrnumannsins, Aron Einars Gunnarsonar, mætti ein síns liðs þar sem Aron var upptekinn vegna landsliðsverkefna. View this post on Instagram A post shared by Kris J (@krisjfitness) Förðunarmeistarinn Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, betur þekkt sem Silla, farðaði Karitas fyrir stóra daginn. Silla hefur gert garðinn frægan í heimi förðunar á Íslandi en hún er meðal annars stofnandi Reykjavík Makeup School. Kvöldið fyrir brúðkaupið klæddust hluti af karlkyns gestum brúðhjónanna samstæðum fötum með veski sem átti að líkjast fatastíl hins vinsæla kírópraktor Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró. Gummi hefur afar dýran fatastíl og klæðist merkjum á borð við Gucci, Balenciaga og Louis Vuitton. Dömurnar klæddu sig upp í stíl Dóru Júlíu, plötusnúðs og blaðamanns hér á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Krot dagsins // Helga Valdi s (@helga_valdis) Fjölmiðlaparið Tómas Þór Þórðarson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru í banastuði. Tómas Þór og Gylfi vinna saman við útsendingar af enska boltanum á Símanum. View this post on Instagram A post shared by Tómas Þór Þórðarson (@swagatom) Skallatennis og lúksus Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og fjölskylda fóru í frí til Alicante á Spáni á dögunum. Fjölskyldan gisti á lúksus hótelinu, SH Villa Gadea, sem er fimmtán mínútum frá Benidorm. „Þessi tvö drógu pabba sinn ansi oft með sér í skallatennis á Spáni um daginn,“ skrifaði Jón við mynd af sér með tveimur eldri börnum sínum. Boltinn aldrei langt undan en Jón spilaði á sínum tíma með FH. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Siggi Þór fagnaði ástinni á Ítalíu Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, betur þekktur sem Siggi Þór, fagnaði ástinni í bænum Celle Ligure á Ítalíu, í brúðkaupi vinar síns sem var að ganga að eiga ítalska mær. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Þór Óskarsson (@skurdur) Siggi Þór og Sonja eiga von á barni Fregnir af litlum krílum áberandi Fanney Sandra Albertsdóttir,fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson eiga von á sínum öðrum dreng saman, en sjötta barn Garðars. „5-1 fyrir strákunum,“ skrifar Fanney við myndband á Instagram sem sýnir þegar fimm ára sonur þeirra sprengir svokallaða kynjablöðru og blátt skraut flýgur út. View this post on Instagram A post shared by Fanney Sandra Albertsdo ttir (@fanneysandra) Safna í fótboltalið með barneignum Dóra Dúna og Guðlaug eignuðust dóttur Ljósmyndarinn Dóra Dúna Sighvatsdóttir og Guðlaug Björnsdóttir, markaðsstjóri Viss, eignuðust dóttur um helgina. Stúlkan er fyrsta barn þeirra saman en fyrir á Guðlaug þrjú börn. View this post on Instagram A post shared by Dóra Dúna (@doraduna) Mætti á ljóshraða á laugardagskvöldi Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og eiginmaður hennar Jón Skaftason eignuðust dóttur um helgina. Stúlkan er þeirra þriðja barn saman en fyrir átti Hildur einn son. „Á ljóshraða eftir langa bið, laugardagskvöldið 10. júní, fæddist okkur Jóni þessi hrausta stúlka. Heilar 17 merkur og 55 cm af mýkt og fegurð. Ekkert í lífinu er betra. Minn eigin afmælisdagur rann upp degi síðar og var sá ljúfasti hingað til. Takk fyrir allar kveðjurnar,“ skrifaði Hildur við færsluna. Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eignuðust stúlku Bakarasonur skírður Sonur bakarans Gunnlaugs Ingasonar, eða Gulla Arnars, og Kristelar Þórðardóttur var skírður um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Arnar Ingi. View this post on Instagram A post shared by Gunnlaugur Ingason (@gulliarnar) Gummi Tóta nefnir dótturina Dóttir knattspyrnu- og tónlistarmannsins, Guðmundar Þórarinssonar og kærustu hans, Guðbjargar Óskar Einarsdóttur, var einnig nefnd um helgina og fékk nafnið Hera Malen. Parið deildi fregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum með fjölskyldumynd frá deginum. Guðmundur og Guðbjörg búa á eyjunni Krít í Grikklandi þar sem hann spilar fótbolta með OFI Crete í efstu deild gríska fótboltans. Gummi Tóta og Guðbjörg eignuðust stúlku Edda Björgvins lauk námi Leikkonan Edda Björgvinsdóttir lauk diplómanámi í sálgæslu frá Háskóla Íslands á dögunum. „Ég verð að segja að ég er afar stolt núna,“ skrifar Edda við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Edda Björgvinsdóttir (@eddabjorgvins) Sumarleg í útskrift Sunneva Einars áhrifavaldur mætti sumarleg í útskrift til vinkonu sinnar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur um helgina. Jóhanna útskrifaðist með B.S próf í iðjuþjálfunarfræði. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) View this post on Instagram A post shared by JO HANNA HELGA JENSDO TTIR (@johannahelga9) Pósað á nærfötunum Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir sat fyrir sem undirfatamódel á dögunum. View this post on Instagram A post shared by ö ú (@dagbjortruriks) Sleppitúr með pabba Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, fór í svokallaðan sleppitúr með pabba sínum, Sigurbirni Magnússyni lögfræðingi, um helgina. Sleppitúr felur í sér þegar hestum er sleppt í haga á vorin. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Glöð og þakklát Leikkonan Íris Tanja Flygenring fékk tilnefningu sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem Emma í leikritinu Samdráttum. View this post on Instagram A post shared by Íris Tanja (@iristanja) Colour Run gleði Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur og útvarpsmaðurinn Gústi B, voru kynnar í skemmtihlaupinu Color Run um helgina. „Another year, another success með litabombuliðinu mínu. Þykir ótrúlega vænt um þennan viðburð því hann skaut mér inn í skemmtibransann árið 2015,“ skrifar Eva. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Forsetafrúin tók þátt í hlaupagleðinni Eliza Reid forsetafrú tók þátt í litahlaupinu um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Rakaði allt skeggið af Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson var óviss hvernig hann vildi hafa skeggið sitt og prófaði nokkrar útfærslur. „Ákvað að raka skeggið. Prófaði nokkrar útfærslur þangað til ég komst að þeirri niðurstöðu að taka það bara allt,“ skrifaði Valdimar við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Valdimar Gudmundsson (@valdimar85) Hönnunargleði í Kaupmannahöfn Listunnendur og áhrifavaldar skelltu sér á hönnunarhátiðina, 3daysofdesign í Kaupmannahöfn, þar á meðal hönnuðurinn og bloggarinn Svana Lovísa kennd við svart á hvítu. View this post on Instagram A post shared by SVANA // SVARTÁHVÍTU (@svana.svartahvitu) Sól og blíða á Akureyri Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir sólaði sig og naut veðurblíðunnar í Skógaböðunum á Akureyri um helgina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif) Tímamót Stjörnulífið Brúðkaup Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Stjörnulífið: Bahama partý Harðar Björgvins og Ungfrú Ísland gæsuð Sól og hækkandi hitatölur glöddu landsmenn liðna viku með tilheyrandi útiveru og sumarstemmningu. Þar má nefna suðræna afmælisveislu knattspyrnukappans Harðar Björgvins Magnússonar og Viktors Sveinssonar athafnamanns, gæsun og Sjómannadaginn. 5. júní 2023 08:00 Stjörnulífið: Seðlabankastjóri í sólinni og íslenskur stjörnufans í Flórens Liðin vika á samfélagsmiðlum einkenndist af útlandagleði þjóðþekktra Íslendinga sem skemmtu sér á árshátíðum fyrirtækja, í brúðkaupum eða nærðu hina almennu sólarþrá. 30. maí 2023 08:00 Stjörnulífið: Tímamót, afmælisveislur og dýflissupartí Liðin vika var sannkölluð partívika þar sem fögnuðir af ýmsum tagi voru áberandi á samfélagsmiðlum. Nafnaveisla, útskrift og afmæli bera þar hæst. 22. maí 2023 08:09 Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna. 15. maí 2023 20:01 Stjörnulífið: Gæsun, GusGus og gleði Reykjavíkurborg iðaði af menningu og lífi um helgina í tilefni af HönnunarMars og áhrifavaldar landsins nutu sín í botn á hinum ýmsu viðburðum. Mikið var um árshátíðir og veisluhöld og hljómsveitin GusGus hélt ferna tónleika á Nasa, þar sem stiginn var trylltur dans. Margir fylgdust svo grant með krýningu Karls III Bretakonungs og klæddu sig upp í tilefni af því. 8. maí 2023 10:32 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Þjálfarinn Karitas María Lárusdóttir og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson gengu í það heilaga á Alicante á Spáni um helgina. Athöfnin var hin glæsilegasta og fór fram undir berum himni á La Finca Resort hótelinu. Hjónin mættu svo akandi á hvítum golfbíl í veisluna. Fjöldi fólks mætti til að fagna ástinni með brúðhjónunum og mátti sjá glitta í nokkur þekkt andlit. Fyrrum landsliðsmarkmaðurinn í knattspyrnu, Hannes Þór Halldórsson, og fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason, birtu mynd af sér saman á Instagram þar sem þeir voru prúðbúnir í ljósum jakkafötum með sólina í augunum. View this post on Instagram A post shared by Hannes Halldo rsson (@hanneshalldorsson) Kristbjörg Jónasdóttir, athafnakona og eiginkona knattspyrnumannsins, Aron Einars Gunnarsonar, mætti ein síns liðs þar sem Aron var upptekinn vegna landsliðsverkefna. View this post on Instagram A post shared by Kris J (@krisjfitness) Förðunarmeistarinn Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, betur þekkt sem Silla, farðaði Karitas fyrir stóra daginn. Silla hefur gert garðinn frægan í heimi förðunar á Íslandi en hún er meðal annars stofnandi Reykjavík Makeup School. Kvöldið fyrir brúðkaupið klæddust hluti af karlkyns gestum brúðhjónanna samstæðum fötum með veski sem átti að líkjast fatastíl hins vinsæla kírópraktor Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró. Gummi hefur afar dýran fatastíl og klæðist merkjum á borð við Gucci, Balenciaga og Louis Vuitton. Dömurnar klæddu sig upp í stíl Dóru Júlíu, plötusnúðs og blaðamanns hér á Vísi. View this post on Instagram A post shared by Krot dagsins // Helga Valdi s (@helga_valdis) Fjölmiðlaparið Tómas Þór Þórðarson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru í banastuði. Tómas Þór og Gylfi vinna saman við útsendingar af enska boltanum á Símanum. View this post on Instagram A post shared by Tómas Þór Þórðarson (@swagatom) Skallatennis og lúksus Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og fjölskylda fóru í frí til Alicante á Spáni á dögunum. Fjölskyldan gisti á lúksus hótelinu, SH Villa Gadea, sem er fimmtán mínútum frá Benidorm. „Þessi tvö drógu pabba sinn ansi oft með sér í skallatennis á Spáni um daginn,“ skrifaði Jón við mynd af sér með tveimur eldri börnum sínum. Boltinn aldrei langt undan en Jón spilaði á sínum tíma með FH. View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Siggi Þór fagnaði ástinni á Ítalíu Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, betur þekktur sem Siggi Þór, fagnaði ástinni í bænum Celle Ligure á Ítalíu, í brúðkaupi vinar síns sem var að ganga að eiga ítalska mær. View this post on Instagram A post shared by Sigurður Þór Óskarsson (@skurdur) Siggi Þór og Sonja eiga von á barni Fregnir af litlum krílum áberandi Fanney Sandra Albertsdóttir,fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson eiga von á sínum öðrum dreng saman, en sjötta barn Garðars. „5-1 fyrir strákunum,“ skrifar Fanney við myndband á Instagram sem sýnir þegar fimm ára sonur þeirra sprengir svokallaða kynjablöðru og blátt skraut flýgur út. View this post on Instagram A post shared by Fanney Sandra Albertsdo ttir (@fanneysandra) Safna í fótboltalið með barneignum Dóra Dúna og Guðlaug eignuðust dóttur Ljósmyndarinn Dóra Dúna Sighvatsdóttir og Guðlaug Björnsdóttir, markaðsstjóri Viss, eignuðust dóttur um helgina. Stúlkan er fyrsta barn þeirra saman en fyrir á Guðlaug þrjú börn. View this post on Instagram A post shared by Dóra Dúna (@doraduna) Mætti á ljóshraða á laugardagskvöldi Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og eiginmaður hennar Jón Skaftason eignuðust dóttur um helgina. Stúlkan er þeirra þriðja barn saman en fyrir átti Hildur einn son. „Á ljóshraða eftir langa bið, laugardagskvöldið 10. júní, fæddist okkur Jóni þessi hrausta stúlka. Heilar 17 merkur og 55 cm af mýkt og fegurð. Ekkert í lífinu er betra. Minn eigin afmælisdagur rann upp degi síðar og var sá ljúfasti hingað til. Takk fyrir allar kveðjurnar,“ skrifaði Hildur við færsluna. Hildur Björnsdóttir og Jón Skaftason eignuðust stúlku Bakarasonur skírður Sonur bakarans Gunnlaugs Ingasonar, eða Gulla Arnars, og Kristelar Þórðardóttur var skírður um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Arnar Ingi. View this post on Instagram A post shared by Gunnlaugur Ingason (@gulliarnar) Gummi Tóta nefnir dótturina Dóttir knattspyrnu- og tónlistarmannsins, Guðmundar Þórarinssonar og kærustu hans, Guðbjargar Óskar Einarsdóttur, var einnig nefnd um helgina og fékk nafnið Hera Malen. Parið deildi fregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum með fjölskyldumynd frá deginum. Guðmundur og Guðbjörg búa á eyjunni Krít í Grikklandi þar sem hann spilar fótbolta með OFI Crete í efstu deild gríska fótboltans. Gummi Tóta og Guðbjörg eignuðust stúlku Edda Björgvins lauk námi Leikkonan Edda Björgvinsdóttir lauk diplómanámi í sálgæslu frá Háskóla Íslands á dögunum. „Ég verð að segja að ég er afar stolt núna,“ skrifar Edda við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Edda Björgvinsdóttir (@eddabjorgvins) Sumarleg í útskrift Sunneva Einars áhrifavaldur mætti sumarleg í útskrift til vinkonu sinnar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur um helgina. Jóhanna útskrifaðist með B.S próf í iðjuþjálfunarfræði. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdo ttir (@sunnevaeinarss) View this post on Instagram A post shared by JO HANNA HELGA JENSDO TTIR (@johannahelga9) Pósað á nærfötunum Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir sat fyrir sem undirfatamódel á dögunum. View this post on Instagram A post shared by ö ú (@dagbjortruriks) Sleppitúr með pabba Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, fór í svokallaðan sleppitúr með pabba sínum, Sigurbirni Magnússyni lögfræðingi, um helgina. Sleppitúr felur í sér þegar hestum er sleppt í haga á vorin. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Glöð og þakklát Leikkonan Íris Tanja Flygenring fékk tilnefningu sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem Emma í leikritinu Samdráttum. View this post on Instagram A post shared by Íris Tanja (@iristanja) Colour Run gleði Eva Ruza Miljevic, skemmtikraftur og útvarpsmaðurinn Gústi B, voru kynnar í skemmtihlaupinu Color Run um helgina. „Another year, another success með litabombuliðinu mínu. Þykir ótrúlega vænt um þennan viðburð því hann skaut mér inn í skemmtibransann árið 2015,“ skrifar Eva. View this post on Instagram A post shared by Eva Ruza (@evaruza) Forsetafrúin tók þátt í hlaupagleðinni Eliza Reid forsetafrú tók þátt í litahlaupinu um helgina. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Rakaði allt skeggið af Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson var óviss hvernig hann vildi hafa skeggið sitt og prófaði nokkrar útfærslur. „Ákvað að raka skeggið. Prófaði nokkrar útfærslur þangað til ég komst að þeirri niðurstöðu að taka það bara allt,“ skrifaði Valdimar við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Valdimar Gudmundsson (@valdimar85) Hönnunargleði í Kaupmannahöfn Listunnendur og áhrifavaldar skelltu sér á hönnunarhátiðina, 3daysofdesign í Kaupmannahöfn, þar á meðal hönnuðurinn og bloggarinn Svana Lovísa kennd við svart á hvítu. View this post on Instagram A post shared by SVANA // SVARTÁHVÍTU (@svana.svartahvitu) Sól og blíða á Akureyri Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir sólaði sig og naut veðurblíðunnar í Skógaböðunum á Akureyri um helgina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Li f Björnsdóttir (@birgittalif)
Tímamót Stjörnulífið Brúðkaup Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Stjörnulífið: Bahama partý Harðar Björgvins og Ungfrú Ísland gæsuð Sól og hækkandi hitatölur glöddu landsmenn liðna viku með tilheyrandi útiveru og sumarstemmningu. Þar má nefna suðræna afmælisveislu knattspyrnukappans Harðar Björgvins Magnússonar og Viktors Sveinssonar athafnamanns, gæsun og Sjómannadaginn. 5. júní 2023 08:00 Stjörnulífið: Seðlabankastjóri í sólinni og íslenskur stjörnufans í Flórens Liðin vika á samfélagsmiðlum einkenndist af útlandagleði þjóðþekktra Íslendinga sem skemmtu sér á árshátíðum fyrirtækja, í brúðkaupum eða nærðu hina almennu sólarþrá. 30. maí 2023 08:00 Stjörnulífið: Tímamót, afmælisveislur og dýflissupartí Liðin vika var sannkölluð partívika þar sem fögnuðir af ýmsum tagi voru áberandi á samfélagsmiðlum. Nafnaveisla, útskrift og afmæli bera þar hæst. 22. maí 2023 08:09 Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna. 15. maí 2023 20:01 Stjörnulífið: Gæsun, GusGus og gleði Reykjavíkurborg iðaði af menningu og lífi um helgina í tilefni af HönnunarMars og áhrifavaldar landsins nutu sín í botn á hinum ýmsu viðburðum. Mikið var um árshátíðir og veisluhöld og hljómsveitin GusGus hélt ferna tónleika á Nasa, þar sem stiginn var trylltur dans. Margir fylgdust svo grant með krýningu Karls III Bretakonungs og klæddu sig upp í tilefni af því. 8. maí 2023 10:32 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Stjörnulífið: Bahama partý Harðar Björgvins og Ungfrú Ísland gæsuð Sól og hækkandi hitatölur glöddu landsmenn liðna viku með tilheyrandi útiveru og sumarstemmningu. Þar má nefna suðræna afmælisveislu knattspyrnukappans Harðar Björgvins Magnússonar og Viktors Sveinssonar athafnamanns, gæsun og Sjómannadaginn. 5. júní 2023 08:00
Stjörnulífið: Seðlabankastjóri í sólinni og íslenskur stjörnufans í Flórens Liðin vika á samfélagsmiðlum einkenndist af útlandagleði þjóðþekktra Íslendinga sem skemmtu sér á árshátíðum fyrirtækja, í brúðkaupum eða nærðu hina almennu sólarþrá. 30. maí 2023 08:00
Stjörnulífið: Tímamót, afmælisveislur og dýflissupartí Liðin vika var sannkölluð partívika þar sem fögnuðir af ýmsum tagi voru áberandi á samfélagsmiðlum. Nafnaveisla, útskrift og afmæli bera þar hæst. 22. maí 2023 08:09
Exit-stemmning í fjölsóttu afmæli Gillz Athafna- og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillz, hélt heljarinnar afmælispartí í tilfefni af 43 ára afmæli sínu um helgina þar sem þema veislunnar var í anda norsku Exit þáttanna. 15. maí 2023 20:01
Stjörnulífið: Gæsun, GusGus og gleði Reykjavíkurborg iðaði af menningu og lífi um helgina í tilefni af HönnunarMars og áhrifavaldar landsins nutu sín í botn á hinum ýmsu viðburðum. Mikið var um árshátíðir og veisluhöld og hljómsveitin GusGus hélt ferna tónleika á Nasa, þar sem stiginn var trylltur dans. Margir fylgdust svo grant með krýningu Karls III Bretakonungs og klæddu sig upp í tilefni af því. 8. maí 2023 10:32