Varan heitir Fresh Fettuccine Spinach og er framleidd af danska fyrirtækinu Scandinavian Retail Food. Danól ehf. flytur inn vöruna, sem seld var í öllum verslunum Bónus, Hagkaup Skeifunni, Krambúðinni Mývatni og Melabúðinni.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Pastella
Vöruheiti: Fresh Fettuccine Spinach
Best fyrir Dagsetning: 15.05.2023 til 01.08.2023
Nettómagn: 250 g
Framleiðandi: Scandinavian Retail Food
Framleiðsluland: Danmörk
Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru beðnir um að farga henni eða skila til þeirrar verslunar sem hún var keypt.