Umfjöllun: KA - Fylkir 2-1 | Heimamenn aftur á sigurbraut Árni Konráð Árnason skrifar 10. júní 2023 16:15 Hallgrímur Mar lagði upp bæði mörk heimamanna í dag. Vísir/Hulda Margrét KA tók á móti Fylki í leik þar sem að sæti í efri hlutanum var undir. Með sigri hefðu Fylkismenn getað komið sér í efri hluta Bestu deildarinnar, svo fór þó ekki og sigruðu KA 2-1. Leikurinn byrjaði hinn rólegasti og var tíðindalítill fyrstu mínúturnar. Það var á 20. mínútu sem Dusan Brkovic átti fyrsta færi leiksins. Harley Willard með hornspyrnu á nærstöng þar sem að Dusan stökk hæst manna og átti fastan skalla í markslánna, Fylkismenn stálheppnir að sleppa með skrekkinn. KA komust svo yfir á 29. mínútu eftir þrumuskot frá Sveini Margeiri. Hallgrímur Mar átti frábæra sendingu upp hægri kantinn þar sem að Þorri Mar keyrði upp kantinn, lagði boltann fyrir út í teig á Svein sem að þrumaði boltanum í fjærhornið, 1-0 fyrir KA. Fylkismenn gáfu í en voru í sífelldum vandræðum í úrslitasendingum, náðu aldrei að gera sér mat úr færunum og var staðan 1-0, KA í vil, þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru í sífelldum sóknum fyrsta stundarfjórðunginn. Þeir náðu þó ekki að koma boltanum í netið og gegn gangi leiksins tvöfölduðu KA menn forystuna á 62. mínútu. Þar var á ferðinni Harley Willard eftir stungusendingu frá Hallgrími Mar. Harley fékk boltann vinstra megin og skaut þéttingsfast í fjærhornið, 2-0 KA í vil. KA menn virtust hafa leikinn í höndum sér næstu mínúturnar og fékk Ásgeir Sigurgeirsson tækifæri til að koma KA í 3-0 á 66. mínútu, en skot hans af stuttu færi beint á Ólaf. Mínútu síðar fengu KA hornspyrnu sem að endaði í klafsi á nærstöng, stálheppnir Fylkismenn komu boltanum í burtu. Aukaspyrna var dæmd við vítateig KA mann á 70. mínútu. Óskar Borgþórsson lét vaða, boltinn í varnarvegginn og þaðan í stöngina. Fylkismenn virtust fá blóð á tennurnar við þetta færi. Einungis 2 mínútum síðar átti Kristijan Jajalo frábæra vörslu þegar að Þórður Gunnar var óvaldaður á markteignum og reynir að setja boltann í fjærhornið en Jajalo gerði vel í að loka markinu. Mark Fylkismann virtist liggja í loftinu og kom loks á 84. mínútu eftir hornspyrnu þar sem að Kristijan Jajalo kýlur boltann út í teig, þar beið Benedikt Daríus og smellhitti boltann í fyrstu snertingu og minnkar muninn í 2-1. Það voru svo æsispennandi lokamínútur þar sem að bæði lið fengu sín færi. Á 2. Mínútu uppbótartímans klobbar Óskar varnarmann KA inn í teig, sendir boltann fastan fyrir markið þar sem að Ómar Björn virtist fá hann í sig og þaðan í átt að markinu en Jajalo gerði vel í marki KA. Mörkin urðu ekki fleiri og tryggðu KA sér áframhaldandi sæti í efri hluta deildarinnar. Af hverju vann KA? Þeir byrjuðu leikinn betur, voru líklegri til þess að vinna seinni boltana. Þegar að Fylkismenn herjuðu á þá að þá bökkuðu þeir og beittu skyndisóknum. Hverjir stóðu upp úr? Kristijan Jajalo er maður leiksins. Átti margar frábærar vörslur í leiknum og bjargaði stigum fyrir KA. Þá má nefna Svein Margeir, Ásgeir og Þorra sem að voru allir líflegir í sókn KA. Óskar og Ragnar voru allt í öllu hjá Fylki í dag og eiga hrós skilið fyrir sinn leik. Hvað gekk illa? Fylkismenn áttu í vandræðum með að klára sóknir. Náðu ekki að nýta færin sem að þeir fengu og voru oft í erfiðleikum með úrslitasendingar. Hvað gerist næst? Fylkismenn fara suður með sjó og mæta Keflavík þann 23. júní. KA menn halda í vesturbæ Reykjavíkur og mæta þar KR-ingum. Besta deild karla KA Fylkir
KA tók á móti Fylki í leik þar sem að sæti í efri hlutanum var undir. Með sigri hefðu Fylkismenn getað komið sér í efri hluta Bestu deildarinnar, svo fór þó ekki og sigruðu KA 2-1. Leikurinn byrjaði hinn rólegasti og var tíðindalítill fyrstu mínúturnar. Það var á 20. mínútu sem Dusan Brkovic átti fyrsta færi leiksins. Harley Willard með hornspyrnu á nærstöng þar sem að Dusan stökk hæst manna og átti fastan skalla í markslánna, Fylkismenn stálheppnir að sleppa með skrekkinn. KA komust svo yfir á 29. mínútu eftir þrumuskot frá Sveini Margeiri. Hallgrímur Mar átti frábæra sendingu upp hægri kantinn þar sem að Þorri Mar keyrði upp kantinn, lagði boltann fyrir út í teig á Svein sem að þrumaði boltanum í fjærhornið, 1-0 fyrir KA. Fylkismenn gáfu í en voru í sífelldum vandræðum í úrslitasendingum, náðu aldrei að gera sér mat úr færunum og var staðan 1-0, KA í vil, þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru í sífelldum sóknum fyrsta stundarfjórðunginn. Þeir náðu þó ekki að koma boltanum í netið og gegn gangi leiksins tvöfölduðu KA menn forystuna á 62. mínútu. Þar var á ferðinni Harley Willard eftir stungusendingu frá Hallgrími Mar. Harley fékk boltann vinstra megin og skaut þéttingsfast í fjærhornið, 2-0 KA í vil. KA menn virtust hafa leikinn í höndum sér næstu mínúturnar og fékk Ásgeir Sigurgeirsson tækifæri til að koma KA í 3-0 á 66. mínútu, en skot hans af stuttu færi beint á Ólaf. Mínútu síðar fengu KA hornspyrnu sem að endaði í klafsi á nærstöng, stálheppnir Fylkismenn komu boltanum í burtu. Aukaspyrna var dæmd við vítateig KA mann á 70. mínútu. Óskar Borgþórsson lét vaða, boltinn í varnarvegginn og þaðan í stöngina. Fylkismenn virtust fá blóð á tennurnar við þetta færi. Einungis 2 mínútum síðar átti Kristijan Jajalo frábæra vörslu þegar að Þórður Gunnar var óvaldaður á markteignum og reynir að setja boltann í fjærhornið en Jajalo gerði vel í að loka markinu. Mark Fylkismann virtist liggja í loftinu og kom loks á 84. mínútu eftir hornspyrnu þar sem að Kristijan Jajalo kýlur boltann út í teig, þar beið Benedikt Daríus og smellhitti boltann í fyrstu snertingu og minnkar muninn í 2-1. Það voru svo æsispennandi lokamínútur þar sem að bæði lið fengu sín færi. Á 2. Mínútu uppbótartímans klobbar Óskar varnarmann KA inn í teig, sendir boltann fastan fyrir markið þar sem að Ómar Björn virtist fá hann í sig og þaðan í átt að markinu en Jajalo gerði vel í marki KA. Mörkin urðu ekki fleiri og tryggðu KA sér áframhaldandi sæti í efri hluta deildarinnar. Af hverju vann KA? Þeir byrjuðu leikinn betur, voru líklegri til þess að vinna seinni boltana. Þegar að Fylkismenn herjuðu á þá að þá bökkuðu þeir og beittu skyndisóknum. Hverjir stóðu upp úr? Kristijan Jajalo er maður leiksins. Átti margar frábærar vörslur í leiknum og bjargaði stigum fyrir KA. Þá má nefna Svein Margeir, Ásgeir og Þorra sem að voru allir líflegir í sókn KA. Óskar og Ragnar voru allt í öllu hjá Fylki í dag og eiga hrós skilið fyrir sinn leik. Hvað gekk illa? Fylkismenn áttu í vandræðum með að klára sóknir. Náðu ekki að nýta færin sem að þeir fengu og voru oft í erfiðleikum með úrslitasendingar. Hvað gerist næst? Fylkismenn fara suður með sjó og mæta Keflavík þann 23. júní. KA menn halda í vesturbæ Reykjavíkur og mæta þar KR-ingum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti