Parið greindi frá gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram
„Sonja og strákarnir,“ skrifaði parið við myndina þar sem þau eru prúðbúin í brúðkaupi vinar Sigga í bænum Celle Ligure á Ítalíu, umvafin blómum.
Siggi hefur gert garðinn frægan á fjölum leikhúsanna sem og í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar á meðal í kvikmyndinni, Allra síðasta veiðiferðin, og í leikritinu, Emil í Kattholti, í hlutverki vinnumannsins Alfreðs.