Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Ester Ósk Árnadóttir skrifar 11. júní 2023 19:10 Sandra María Jessen var á skotskónum í dag og er markahæst í Bestu deildinni. VÍSIR/VILHELM Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Þór/KA byrjaði leikinn af miklum krafti og var fyrri hálfleikur algjör eign heimakvenna. Þær voru beinskeyttari og gáfu gestunum engan frið. Það bar árangur strax á 10 mínútu leiksins en þá átti Melissa Anne Lowder langan bolta frá marki Þór/KA sem Þóra Jónsdóttir misreiknaði og skallaði aftur sig og beint í hlaupalínu fyrir Unu Móeiði Hlynsdóttir. Una fékk flugbraut inn á teiginn þar sem hún setti boltann framhjá Idu Kristine Jorgensen í marki Selfoss og staðan orðin 1-0 fyrir heimakonur. Draumabyrjun hjá Þór/KA og ekki síður Uni Móeiði sem var í byrjunarliði Þór/KA í fyrsta skipti í efstu deild og skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Það liðu einungis tvær mínútur þar til Þór/KA var búið að tvöfalda forystuna sína en þar var að verki Sandra María Jessen með sitt fimmta mark í sumar. Dominique Jaylin Randle með fyrirgjöf inn á teig og nú gerðist Sif Atladóttir sek um að misreikna boltann og skallaði hann aftur fyrir sig, þar lúrði Sandra María sem setti boltann í fjærhornið, staðan 2-0 og Sandra þar með orðin markahæst í deildinni með eins og áður sagði fimm mörk. Þór/KA kom boltanum einu sinni enn í markið á 21. mínútu leiksins eftir samleik Unu Móeiðar og Söndru Maríu. Sandra hins vegar rangstæð áður en hún setti boltann í netið og markið taldi því ekki. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti. Sigríður Thedóra Guðmundsdóttir komst í frábæra stöðu inn á teig á 48. mínútu en Dominique Jaylin Randle komst fyrir boltann á síðustu stundu. Stuttu seinna átti Katla María Þórðardóttir skalla rétt yfir mark Þór/KA eftir hornspyrnu og á 52. mínútu átti Sigríður Thedóra fínt skot að marki sem fór framhjá. Það var því áfall fyrir gestina þegar heimakonur urðu fyrri til að skora þetta mikilvæga þriðja mark en það kom eftir hornspyrnu á 53. mínútu. Jakobína Hjörvarsdóttir átti þá góða sendingu á fjær þar sem Tahnai Lauren Annis var mætt og skallaði boltann í netið og heimakonur komnar í virkilega góða stöðu, 3-0. Það má segja að eftir þetta þriðja mark hafi leikurinn hægt og rólega runnið sitt skeið og heimakonur fögnuðu kærkomnum sigri. Lokatölur 3-0. Afhverju vann Þór/KA? Þór/KA byrjaði leikinn af miklum krafti, voru beinskeyttari og gáfu gestunum engan frið. Þær uppskáru mark strax á 10. mínútu og bættu svo öðru við stuttu síðar. Rothögg má segja fyrir gestina sem sáu ekki til sólar það sem eftir var af fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að Selfoss fór að sýna tennurnar, það dugði þó skammt því heimakonur bætu við þriðja markinu á 53. mínútu og lokuðu þar með leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Una Móeiður Hlynsdóttir var frábær í leiknum. Þetta var hennar fyrsti meistaraflokksleikur í Bestu deildinni og hún sá um að skora fyrsta mark heimakvenna sem gaf þeim aukið sjálfstraust. Hún lét varnarlínu Selfoss hafa virkilega fyrir sér, áræðin og flott í leiknum. Heildarbraggurinn á Þór/KA mjög góður í leiknum, liðið að vinna vel saman og má segja að liðsheildin skóp þennan sigur. Hvað gekk illa? Framlína heimakvenna lék sér að varnarlínu Selfoss í fyrri hálfleik, það var langt á milli hjá gestunum og það mynduðst mikið af glufum. Selfoss heppnar að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Hvað gerist næst? Þór/KA mætir Tindastóll á Sauðakrók 21. júní næstkomandi, sama dag fær Selfoss lið Stjörnunnar í heimsókn. Björn Sigurbjörnsson: Þurfum að vinna okkur úr þessum dal Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er náttúrulega bara erfitt sko“, sagði Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss eftir erfitt tap á Þórsvellinum í dag. „Það hljómar samt kannski furðulega en mér fannst batamerki á okkar liði í dag. Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik sem hjálpaði ekki. Þór/KA liðið auðvitað gott og erfitt að mæta þeim hér en mér fannst samt vera meiri gleði í því sem við vorum að gera og við hlupum meira. Ég veit að það mun taka okkur smá tíma að komast út úr þessu dal en við verðum bara að halda áfram að hafa trú á verkefninu.“ Selfoss er á botni deildarinnar með fjögur stig og var þetta fjórði tapleikurinn í röð. „Það þýðir ekkert fyrir okkur neitt annað en að vera jákvæð og horfa fram á við. Það er alltaf eitthvað lið á botninum og við erum í þeirri stöðu núna. Það er alltaf einhver þjálfari sem er að ganga í gegnum erfiðleika og ég átta mig á því. Ég held þetta verði bara verkefni fyrir mig og stelpurnar og ég vona að við náum að spyrna okkur frá þessu sem fyrst. Við erum að reyna að þjappa okkur saman og reyna að vinna út úr þessu og á meðan við sjáum einhvers konar skref fram á við í okkar leik að þá verðum það bara að fá að taka þann tíma sem það tekur og við verðum að vera þolinmóð.“ Selfoss fékk á sig tvö mörk á skömmum tíma í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki góð byrjun og bæði mörkin eftir að við flikkum áfram til andstæðingsins, léleg samskipti í báðum mörkunum og óheppilegt að þetta skuli fara svona snemma í leiknum. Því mér fannst ekki vera neitt ójafnvægi fram að því. Það er erfitt að koma til baka eftir að fá á sig tvö mörk.“ Gestirnir komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og áttu nokkrar ákjósanlegar stöður en Þór/KA lokaði leiknum með þriðja markinu á 53. mínútu. „Það var hundfúlt að fá þetta þriðja mark á okkur. Við komum út í seinni hálfleikinn þriðja leikinn í röð af meiri kraft og það er svekkjandi að við náum ekki að gíra okkur svoleiðis inn í fyrri hálfleikinn. Við höfum talað um að við viljum fá meiri orku strax frá byrjun og vonandi kemur það strax í næsta leik.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Fótbolti
Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Þór/KA byrjaði leikinn af miklum krafti og var fyrri hálfleikur algjör eign heimakvenna. Þær voru beinskeyttari og gáfu gestunum engan frið. Það bar árangur strax á 10 mínútu leiksins en þá átti Melissa Anne Lowder langan bolta frá marki Þór/KA sem Þóra Jónsdóttir misreiknaði og skallaði aftur sig og beint í hlaupalínu fyrir Unu Móeiði Hlynsdóttir. Una fékk flugbraut inn á teiginn þar sem hún setti boltann framhjá Idu Kristine Jorgensen í marki Selfoss og staðan orðin 1-0 fyrir heimakonur. Draumabyrjun hjá Þór/KA og ekki síður Uni Móeiði sem var í byrjunarliði Þór/KA í fyrsta skipti í efstu deild og skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Það liðu einungis tvær mínútur þar til Þór/KA var búið að tvöfalda forystuna sína en þar var að verki Sandra María Jessen með sitt fimmta mark í sumar. Dominique Jaylin Randle með fyrirgjöf inn á teig og nú gerðist Sif Atladóttir sek um að misreikna boltann og skallaði hann aftur fyrir sig, þar lúrði Sandra María sem setti boltann í fjærhornið, staðan 2-0 og Sandra þar með orðin markahæst í deildinni með eins og áður sagði fimm mörk. Þór/KA kom boltanum einu sinni enn í markið á 21. mínútu leiksins eftir samleik Unu Móeiðar og Söndru Maríu. Sandra hins vegar rangstæð áður en hún setti boltann í netið og markið taldi því ekki. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti. Sigríður Thedóra Guðmundsdóttir komst í frábæra stöðu inn á teig á 48. mínútu en Dominique Jaylin Randle komst fyrir boltann á síðustu stundu. Stuttu seinna átti Katla María Þórðardóttir skalla rétt yfir mark Þór/KA eftir hornspyrnu og á 52. mínútu átti Sigríður Thedóra fínt skot að marki sem fór framhjá. Það var því áfall fyrir gestina þegar heimakonur urðu fyrri til að skora þetta mikilvæga þriðja mark en það kom eftir hornspyrnu á 53. mínútu. Jakobína Hjörvarsdóttir átti þá góða sendingu á fjær þar sem Tahnai Lauren Annis var mætt og skallaði boltann í netið og heimakonur komnar í virkilega góða stöðu, 3-0. Það má segja að eftir þetta þriðja mark hafi leikurinn hægt og rólega runnið sitt skeið og heimakonur fögnuðu kærkomnum sigri. Lokatölur 3-0. Afhverju vann Þór/KA? Þór/KA byrjaði leikinn af miklum krafti, voru beinskeyttari og gáfu gestunum engan frið. Þær uppskáru mark strax á 10. mínútu og bættu svo öðru við stuttu síðar. Rothögg má segja fyrir gestina sem sáu ekki til sólar það sem eftir var af fyrri hálfleik. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að Selfoss fór að sýna tennurnar, það dugði þó skammt því heimakonur bætu við þriðja markinu á 53. mínútu og lokuðu þar með leiknum. Hverjar stóðu upp úr? Una Móeiður Hlynsdóttir var frábær í leiknum. Þetta var hennar fyrsti meistaraflokksleikur í Bestu deildinni og hún sá um að skora fyrsta mark heimakvenna sem gaf þeim aukið sjálfstraust. Hún lét varnarlínu Selfoss hafa virkilega fyrir sér, áræðin og flott í leiknum. Heildarbraggurinn á Þór/KA mjög góður í leiknum, liðið að vinna vel saman og má segja að liðsheildin skóp þennan sigur. Hvað gekk illa? Framlína heimakvenna lék sér að varnarlínu Selfoss í fyrri hálfleik, það var langt á milli hjá gestunum og það mynduðst mikið af glufum. Selfoss heppnar að vera aðeins tveimur mörkum undir í hálfleik. Hvað gerist næst? Þór/KA mætir Tindastóll á Sauðakrók 21. júní næstkomandi, sama dag fær Selfoss lið Stjörnunnar í heimsókn. Björn Sigurbjörnsson: Þurfum að vinna okkur úr þessum dal Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er náttúrulega bara erfitt sko“, sagði Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss eftir erfitt tap á Þórsvellinum í dag. „Það hljómar samt kannski furðulega en mér fannst batamerki á okkar liði í dag. Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik sem hjálpaði ekki. Þór/KA liðið auðvitað gott og erfitt að mæta þeim hér en mér fannst samt vera meiri gleði í því sem við vorum að gera og við hlupum meira. Ég veit að það mun taka okkur smá tíma að komast út úr þessu dal en við verðum bara að halda áfram að hafa trú á verkefninu.“ Selfoss er á botni deildarinnar með fjögur stig og var þetta fjórði tapleikurinn í röð. „Það þýðir ekkert fyrir okkur neitt annað en að vera jákvæð og horfa fram á við. Það er alltaf eitthvað lið á botninum og við erum í þeirri stöðu núna. Það er alltaf einhver þjálfari sem er að ganga í gegnum erfiðleika og ég átta mig á því. Ég held þetta verði bara verkefni fyrir mig og stelpurnar og ég vona að við náum að spyrna okkur frá þessu sem fyrst. Við erum að reyna að þjappa okkur saman og reyna að vinna út úr þessu og á meðan við sjáum einhvers konar skref fram á við í okkar leik að þá verðum það bara að fá að taka þann tíma sem það tekur og við verðum að vera þolinmóð.“ Selfoss fékk á sig tvö mörk á skömmum tíma í fyrri hálfleik. „Þetta var ekki góð byrjun og bæði mörkin eftir að við flikkum áfram til andstæðingsins, léleg samskipti í báðum mörkunum og óheppilegt að þetta skuli fara svona snemma í leiknum. Því mér fannst ekki vera neitt ójafnvægi fram að því. Það er erfitt að koma til baka eftir að fá á sig tvö mörk.“ Gestirnir komu af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og áttu nokkrar ákjósanlegar stöður en Þór/KA lokaði leiknum með þriðja markinu á 53. mínútu. „Það var hundfúlt að fá þetta þriðja mark á okkur. Við komum út í seinni hálfleikinn þriðja leikinn í röð af meiri kraft og það er svekkjandi að við náum ekki að gíra okkur svoleiðis inn í fyrri hálfleikinn. Við höfum talað um að við viljum fá meiri orku strax frá byrjun og vonandi kemur það strax í næsta leik.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti