Lítil pilla gefur Assad mikil völd Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 22:31 Mest allt Captagon í heiminum er framleitt í Sýrlandi og Assad og bandamenn hans hafa verið sakaðir um að hafa beina aðkomu að framleiðslunni. AP/SANA Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda. Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon. Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon.
Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira