Segir verðbreytingar eðlilegar og til marks um mikla samkeppni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2023 20:01 Guðrún Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Krónunnar. arnar halldórsson Framkvæmdastjóri Krónunnar hafnar því að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð eftir að ný verðgátt fór í loftið. Verðbreytingar séu eðlilegar og til marks um mikla samkeppni. Samkeppniseftirlitið mun fylgjast með framvindu mála. Í fréttum okkar í gær kom fram að vísbendingar séu um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Verðbreytingar algengar Framkvæmdastjóri Krónunnar segist fagna gagnsæi en hafnar öllu tali um samráð. „Þvert á móti þá er þetta til marks um mjög mikla samkeppni á markaði. Það er mjög algengt að við séum að breyta verðum til að gera verið samkeppnishæf og við fylgjumst mjög vel með því sem er í gangi í kringum okkur og erum með virkt verðlagseftirlit þannig í rauninni er ekkert óeðlilegt við það að verðin séu að breytast,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Aðspurð hvort það teljist eðlilegt að verð sé oft nær nákvæmlega það sama í verslununum þremur, segir hún mikilvægt að hafa í huga að verðgáttin sýni einungis verð á tæplega áttatíu vörum sem sé eitt prósent af vöruúrvali Krónunnar. Hér má sjá hvernig verð jarðarberja breyttist sama dag og Verðgáttin fór í loftið.grafík/hjalti Sama dag og gáttin fór í loftið lækkaði Krónan verð á jarðarberjum á sama tíma og Nettó hækkaði sitt verð. Eftir breytinguna eru allar verslanir með nokkuð svipað verð á vörunni. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Samkaupa og rekstrarstjóra Nettó í dag án árangurs. Félagið sendi þó fréttatilkynningu þar sem fram kemur að markmið Nettó sé að bjóða samkeppnishæf verð sem þýði að verð taki stöðugt breytingum. Ákváðu að jafna verðin við Bónus Guðrún segir að unnið sé með vikuverð þegar kemur að ávöxtum og grænmeti og því ekki óeðlilegt að verðsveiflur séu á jarðarberjum. „Þannig það er ekkert óeðlilegt að stórar breytingar séu þar. Með þetta sérstaka tilfelli þá ákváðum við að jafna verðin við Bónus en ég get alveg sagt það að þetta verð endurspeglar ekki gæði vörunnar þannig mér finnst ólíklegt að við náum að halda því til lengri tíma en það er einfaldlega því varan er af þannig gæðum.“ Í skriflegu svari frá forstjóri Samkeppniseftirlitsins kemur fram að þó skynsamlegt sé að skapa neytendum tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir um innkaup þurfi að gæta vel að því að ekki sé verið að skapa keppinautum aukin tækifæri til að samhæfa hegðun sína með auknu aðgengi að upplýsingum um verðlagningu. Samkeppniseftirlitið muni fylgjast vel með framvindunni og meta hvort þörf sé til athugana. Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Samkeppnismál Matvöruverslun Vinnumarkaður Verslun Tengdar fréttir Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. 9. júní 2023 13:30 Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01 Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12 Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í fréttum okkar í gær kom fram að vísbendingar séu um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Verðbreytingar algengar Framkvæmdastjóri Krónunnar segist fagna gagnsæi en hafnar öllu tali um samráð. „Þvert á móti þá er þetta til marks um mjög mikla samkeppni á markaði. Það er mjög algengt að við séum að breyta verðum til að gera verið samkeppnishæf og við fylgjumst mjög vel með því sem er í gangi í kringum okkur og erum með virkt verðlagseftirlit þannig í rauninni er ekkert óeðlilegt við það að verðin séu að breytast,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Aðspurð hvort það teljist eðlilegt að verð sé oft nær nákvæmlega það sama í verslununum þremur, segir hún mikilvægt að hafa í huga að verðgáttin sýni einungis verð á tæplega áttatíu vörum sem sé eitt prósent af vöruúrvali Krónunnar. Hér má sjá hvernig verð jarðarberja breyttist sama dag og Verðgáttin fór í loftið.grafík/hjalti Sama dag og gáttin fór í loftið lækkaði Krónan verð á jarðarberjum á sama tíma og Nettó hækkaði sitt verð. Eftir breytinguna eru allar verslanir með nokkuð svipað verð á vörunni. Fréttastofa reyndi að ná tali af forstjóra Samkaupa og rekstrarstjóra Nettó í dag án árangurs. Félagið sendi þó fréttatilkynningu þar sem fram kemur að markmið Nettó sé að bjóða samkeppnishæf verð sem þýði að verð taki stöðugt breytingum. Ákváðu að jafna verðin við Bónus Guðrún segir að unnið sé með vikuverð þegar kemur að ávöxtum og grænmeti og því ekki óeðlilegt að verðsveiflur séu á jarðarberjum. „Þannig það er ekkert óeðlilegt að stórar breytingar séu þar. Með þetta sérstaka tilfelli þá ákváðum við að jafna verðin við Bónus en ég get alveg sagt það að þetta verð endurspeglar ekki gæði vörunnar þannig mér finnst ólíklegt að við náum að halda því til lengri tíma en það er einfaldlega því varan er af þannig gæðum.“ Í skriflegu svari frá forstjóri Samkeppniseftirlitsins kemur fram að þó skynsamlegt sé að skapa neytendum tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir um innkaup þurfi að gæta vel að því að ekki sé verið að skapa keppinautum aukin tækifæri til að samhæfa hegðun sína með auknu aðgengi að upplýsingum um verðlagningu. Samkeppniseftirlitið muni fylgjast vel með framvindunni og meta hvort þörf sé til athugana.
Verðlag Neytendur Fjármál heimilisins Samkeppnismál Matvöruverslun Vinnumarkaður Verslun Tengdar fréttir Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. 9. júní 2023 13:30 Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01 Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12 Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Alvarleg staða ríki á fákeppnismarkaði Alvarleg staða ríkir á fákeppnismarkaði og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja lítil að sögn formanns VR sem segir vísbendingar um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt nokkrum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi, óásættanlegar. Auka verði samkeppni. 9. júní 2023 13:30
Tók eftir lækkunum samkeppnisaðila í aðdraganda Verðgáttar Framkvæmdastjóri Bónus segist hafa tekið eftir verðbreytingum hjá samkeppnisaðilum í aðdraganda birtingu Verðgáttar. Rekstrarstjóri Nettó vísar ásökununum á bug. 8. júní 2023 21:01
Vísbendingar um verðsamráð verslana eftir útgáfu Verðgáttar Vísbendingar eru um að matvöruverslanir hafi samræmt vöruverð sitt örfáum dögum áður en ný verðgátt var opnuð almenningi. Í sumum tilfellum var verð hækkað þar sem varan reyndist dýrari annars staðar. 8. júní 2023 19:12
Neytendur geta borið saman matvöruverð þriggja verslunarrisa Vefurinn Verðgáttin er nú komin í loftið en hún gerir neytendum kleift að fylgjast með þróun verðlags helstu neysluvara í stærstu matvöruverslunum landsins; Bónus, Krónunni og Nettó. Í Verðgáttinni munu neytendur sjá vöruverð gærdagsins og verðsögu vörunnar. 7. júní 2023 15:38