Mikilvægt og löngu tímabært skref að banna bælingarmeðferðir Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 13:37 Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78, segir samtökin gleðjast yfir því að frumvarp um bann við bælingarmeðferðum hafi loks verið samþykkt. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp sem gerir svokallaðar bælingarmeðferðir refsiverðar var samþykkt með miklum meirihluta á Alþingi í gær. Formaður Samtakanna 78 segir það gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært skref. Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær. Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Bælingarmeðferð kallast það þegar fólk er látið sæta meðferð til að bæla niður og breyta kynhneigð, kynvitund eða kyntjáningu þess. Slíkar meðferðir hafa verið framkvæmdar víða, bæði hérlendis sem erlendis. Þá hefur verið byggt á þeirri trú að unnt sé að lækna náttúrulega kynhneigð og kynvitund fólks. Með nýju lögunum verður nú refsivert að láta einstakling undirgangast slíka meðferð með nauðung, blekkingum eða hótunum, að láta barn undirgangast slíka meðferð hér á landi eða erlendis. Ásamt því að bann sé lagt við framkvæmd slíkra meðferða auk þess að hvetja til þeirra eða þiggja fé vegna þeirra. Brot geta varðað allt að fimm ára fangelsi. Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna 78, segir þetta mikilvæga breytingu. „Það sem þetta gerir líka er að þetta sýnir að Alþingi skilur að kynhneigð og kynvitund er eitthvað sem við getum ekki breytt. Heldur eitthvað sem að ja fólk lifir með og er sátt við í mörgum tilfellum en það sýnir líka að það er hreint og klárt ofbeldi að gera tilraunir til að reyna breyta kynvitund eða kynhneigð og það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir okkur,“ segir Álfur Birkir. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en að því stóðu tólf aðrir þingmenn. „Við bara gleðjumst því að þetta sé loksins komið í gegn. Eins og við sjáum var greinilega mikill meirihluti fyrir þessu á þingi,“ segir Álfur Birkir. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta, 53 sögðu já, þrír greiddu ekki atkvæði og sjö voru fjarstaddir í gær.
Alþingi Viðreisn Hinsegin Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48 Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15 Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu. 15. september 2021 08:48
Vilja setja bann við meðferð með bælingu Á franska þinginu er unnið að löggjöf sem mun banna svokallaðar bælingarmeðferðir, að viðurlagðri fangelsisvist og sekt. 11. september 2019 08:15