Bitcoinvirkjunin Snæbjörn Guðmundsson skrifar 11. júní 2023 10:01 Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi. Upplýsingarnar eru sagðar einkamál gagnavera vegna samkeppnissjónarmiða. Ætli það sé ekki enda affarasælast fyrir orkufyrirtæki í almannaeigu eins og Landsvirkjun að gefa sem minnst upp um umfang hins óvinsæla, orkufreka og óumhverfisvæna iðnaðar? Samkvæmt tölum Orkustofnunar (sjá OS-2023-T003-01) var uppsett afl sem gagnaver fengu árið 2022 alls 140 MW og þau notuðu um 1.170 GWst af raforku, eða um 6% af heildarraforkunotkun á Íslandi (30% meira en íslensk heimili nota samanlagt). Hve hátt hlutfall af þessari orkunotkun fer í bitcoingröft? Af því fer tvennum sögum. Í skýrslu KPMG frá 2018 kom fram að um 90% af raforkunotkun íslenskra gagnavera hafi verið til að grafa eftir bitcoin. Samtök iðnaðarins hafa síðan þá reynt að fegra stöðuna með því að segjast áætla að aðeins um helmingur af „starfsemi gagnavera“ hér á landi tengist vinnslu rafmynta og gagnaverin öðlist sífellt fjölbreyttari hlutverk. Hvernig „starfsemi gagnavera“ er skilgreind af samtökunum er með öllu óljóst og þau skauta fimlega framhjá því að ræða aðalatriðið: hlutfall raforkunotkunar gagnavera sem fer til bitcoinvinnslu. Þá hefur Landsvirkjun allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar, ekki endurnýja samninga, hætta að veita raforkumyntgrefti forgangsorku eða jafnvel hætta sölu í slíkt alfarið, en yfirlýsingar fyrirtækisins eru ekki mjög skýrar. Í viðtali í mars 2022 fullyrti forstjóri Verne Global sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ aftur á móti að öll gagnaver Íslands önnur en hans eigið gerðu lítið annað en að grafa eftir bitcoin. Hann hefur vissulega hagsmuni af því að fegra eigin rekstur en er sá eini innan úr iðnaðinum sem hefur tjáð sig um rafmyntagröft á Íslandi. Aðrir eru þöglir sem gröfin. En þótt nánast enginn hér á landi vilji ræða málin opinskátt þá gera bitcoinsérfræðingar erlendis það. Í nýbirtri greiningu bitcoinsérfræðingsins Jaran Mellerud bendir hann á að „reiknigeta“ (e. hashrate) íslensks bitcoiniðnaðar nemi um 1,3% af heildarreiknigetu heimsins. Þar sem íbúar Íslands eru aðeins um 370.000 (0,005% af íbúafjölda jarðar) þýðir þetta að Ísland er langmesta bitcoinframleiðsluland heims miðað við íbúafjölda. Enn eitt heimsmetið. Þá áætlar Mellerud að bitcoingröftur á Íslandi nýti um 120 MW af uppsettu afli, en það eru heil 85% af því 140 MW heildarafli sem íslensk gagnaver notuðu árið 2022 samkvæmt tölum Orkustofnunar. Hér grafa því gagnaver (kannski er réttara að nefna þau „bitcoin-ver“?) enn af miklum móð og fátt virðist hafa breyst í þessum efnum á síðustu fimm árum þrátt fyrir margs konar fullyrðingar um samdrátt og yfirlýsingar orkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar um að ekki yrði áframhald á raforkusölu í bitcoingröft. Af opinberum gögnum má ætla að Landsvirkjun sé langtum umfangsmest íslenskra orkufyrirtækja í raforkusölu til gagnavera, enda selur fyrirtækið öllum stóru gagnaversfyrirtækjum landsins raforku. Líklegast vita fáir utan veggja Landsvirkjunar hvert raunverulegt umfang raforkusölu fyrirtækisins til bitcoingraftar er, en auðveldlega má draga þá ályktun af framangreindu að hún sé mjög mikil, jafnvel um og yfir 100 MW í uppsettu afli ef áætlanir Mellerud reynast á rökum reistar. Landsvirkjun hefur lýst því yfir að ekki verði virkjað sérstaklega fyrir gagnaver. En hvað þýðir það nákvæmlega þegar um stórvirkjanir er að ræða? Núna er bygging Hvammsvirkjunar í Þjórsá yfirvofandi en uppsett afl hennar er 95 MW og raforkuframleiðslugeta 720 GWst/ári. Hörður Arnarson sagði í viðtali í Kveik 18. apríl síðastliðinn að ekki væri ljóst í hvað orkan frá Hvammsvirkjun myndi fara, en talaði um „almenna aukningu á markaðnum“ og jú, gagnaver (á mín. 32:40 í þættinum). Það er kannski áhugavert að benda á að afl og framleiðsla Hvammsvirkjun passar hér um bil nákvæmlega við ætlaða raforkusölu Landsvirkjunar til bitcoingraftar. Þótt Hvammsvirkjun yrði þannig ekki reist beinlínis fyrir íslenskan bitcoingröft þá myndi hún að öllum líkindum standa undir honum og viðhalda jafnvel með því að styrkja aukinn gagnaversiðnað á Íslandi sem sóar orku í bitcoin. Hvammsvirkjun passar því í raun fullkomlega til að halda áfram úti bitcoingrefti sem á rót sína hjá Landsvirkjun, hún yrði sannkölluð bitcoinvirkjun. Risastóra vandamálið er að Hvammsvirkjun á að reisa á fiskgengu svæði Þjórsár og fjölmargir sérfræðingar hafa í meira en 12 ár margbent með vísindalegum gögnum á þá miklu hættu sem laxastofni Þjórsár og öðru lífríki stendur af virkjanaáformunum og að mótvægisaðgerðir til verndar fiskistofnum muni ekki virka. Landsvirkjun og opinberar stofnanir hafa allan þann tíma hunsað þau varnaðarorð með öllu. Nú síðast lagði dr. Margaret Filardo, bandarískur líffræðingur og sérfræðingur í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska, fram nýtt minnisblað þar sem hún ítrekar eindregnar fyrri áhyggjur sínar af villta laxinum og líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, verði af Hvammsvirkjun. En rafmyntir og gagnaver eru greinilega mikilvægari í hugum forsvarsmanna Landsvirkjunar og stjórnvalda en náttúra og laxfiskar. Laxastofni Þjórsár skal því fórnað fyrir bitcoinvirkjunina Hvammsvirkjun og það hryggilega tilgangsleysi sem bitcoingröftur er. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Umhverfismál Orkumál Rafmyntir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi. Upplýsingarnar eru sagðar einkamál gagnavera vegna samkeppnissjónarmiða. Ætli það sé ekki enda affarasælast fyrir orkufyrirtæki í almannaeigu eins og Landsvirkjun að gefa sem minnst upp um umfang hins óvinsæla, orkufreka og óumhverfisvæna iðnaðar? Samkvæmt tölum Orkustofnunar (sjá OS-2023-T003-01) var uppsett afl sem gagnaver fengu árið 2022 alls 140 MW og þau notuðu um 1.170 GWst af raforku, eða um 6% af heildarraforkunotkun á Íslandi (30% meira en íslensk heimili nota samanlagt). Hve hátt hlutfall af þessari orkunotkun fer í bitcoingröft? Af því fer tvennum sögum. Í skýrslu KPMG frá 2018 kom fram að um 90% af raforkunotkun íslenskra gagnavera hafi verið til að grafa eftir bitcoin. Samtök iðnaðarins hafa síðan þá reynt að fegra stöðuna með því að segjast áætla að aðeins um helmingur af „starfsemi gagnavera“ hér á landi tengist vinnslu rafmynta og gagnaverin öðlist sífellt fjölbreyttari hlutverk. Hvernig „starfsemi gagnavera“ er skilgreind af samtökunum er með öllu óljóst og þau skauta fimlega framhjá því að ræða aðalatriðið: hlutfall raforkunotkunar gagnavera sem fer til bitcoinvinnslu. Þá hefur Landsvirkjun allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar, ekki endurnýja samninga, hætta að veita raforkumyntgrefti forgangsorku eða jafnvel hætta sölu í slíkt alfarið, en yfirlýsingar fyrirtækisins eru ekki mjög skýrar. Í viðtali í mars 2022 fullyrti forstjóri Verne Global sem rekur gagnaver í Reykjanesbæ aftur á móti að öll gagnaver Íslands önnur en hans eigið gerðu lítið annað en að grafa eftir bitcoin. Hann hefur vissulega hagsmuni af því að fegra eigin rekstur en er sá eini innan úr iðnaðinum sem hefur tjáð sig um rafmyntagröft á Íslandi. Aðrir eru þöglir sem gröfin. En þótt nánast enginn hér á landi vilji ræða málin opinskátt þá gera bitcoinsérfræðingar erlendis það. Í nýbirtri greiningu bitcoinsérfræðingsins Jaran Mellerud bendir hann á að „reiknigeta“ (e. hashrate) íslensks bitcoiniðnaðar nemi um 1,3% af heildarreiknigetu heimsins. Þar sem íbúar Íslands eru aðeins um 370.000 (0,005% af íbúafjölda jarðar) þýðir þetta að Ísland er langmesta bitcoinframleiðsluland heims miðað við íbúafjölda. Enn eitt heimsmetið. Þá áætlar Mellerud að bitcoingröftur á Íslandi nýti um 120 MW af uppsettu afli, en það eru heil 85% af því 140 MW heildarafli sem íslensk gagnaver notuðu árið 2022 samkvæmt tölum Orkustofnunar. Hér grafa því gagnaver (kannski er réttara að nefna þau „bitcoin-ver“?) enn af miklum móð og fátt virðist hafa breyst í þessum efnum á síðustu fimm árum þrátt fyrir margs konar fullyrðingar um samdrátt og yfirlýsingar orkufyrirtækja eins og Landsvirkjunar um að ekki yrði áframhald á raforkusölu í bitcoingröft. Af opinberum gögnum má ætla að Landsvirkjun sé langtum umfangsmest íslenskra orkufyrirtækja í raforkusölu til gagnavera, enda selur fyrirtækið öllum stóru gagnaversfyrirtækjum landsins raforku. Líklegast vita fáir utan veggja Landsvirkjunar hvert raunverulegt umfang raforkusölu fyrirtækisins til bitcoingraftar er, en auðveldlega má draga þá ályktun af framangreindu að hún sé mjög mikil, jafnvel um og yfir 100 MW í uppsettu afli ef áætlanir Mellerud reynast á rökum reistar. Landsvirkjun hefur lýst því yfir að ekki verði virkjað sérstaklega fyrir gagnaver. En hvað þýðir það nákvæmlega þegar um stórvirkjanir er að ræða? Núna er bygging Hvammsvirkjunar í Þjórsá yfirvofandi en uppsett afl hennar er 95 MW og raforkuframleiðslugeta 720 GWst/ári. Hörður Arnarson sagði í viðtali í Kveik 18. apríl síðastliðinn að ekki væri ljóst í hvað orkan frá Hvammsvirkjun myndi fara, en talaði um „almenna aukningu á markaðnum“ og jú, gagnaver (á mín. 32:40 í þættinum). Það er kannski áhugavert að benda á að afl og framleiðsla Hvammsvirkjun passar hér um bil nákvæmlega við ætlaða raforkusölu Landsvirkjunar til bitcoingraftar. Þótt Hvammsvirkjun yrði þannig ekki reist beinlínis fyrir íslenskan bitcoingröft þá myndi hún að öllum líkindum standa undir honum og viðhalda jafnvel með því að styrkja aukinn gagnaversiðnað á Íslandi sem sóar orku í bitcoin. Hvammsvirkjun passar því í raun fullkomlega til að halda áfram úti bitcoingrefti sem á rót sína hjá Landsvirkjun, hún yrði sannkölluð bitcoinvirkjun. Risastóra vandamálið er að Hvammsvirkjun á að reisa á fiskgengu svæði Þjórsár og fjölmargir sérfræðingar hafa í meira en 12 ár margbent með vísindalegum gögnum á þá miklu hættu sem laxastofni Þjórsár og öðru lífríki stendur af virkjanaáformunum og að mótvægisaðgerðir til verndar fiskistofnum muni ekki virka. Landsvirkjun og opinberar stofnanir hafa allan þann tíma hunsað þau varnaðarorð með öllu. Nú síðast lagði dr. Margaret Filardo, bandarískur líffræðingur og sérfræðingur í áhrifum virkjunarmannvirkja á göngufiska, fram nýtt minnisblað þar sem hún ítrekar eindregnar fyrri áhyggjur sínar af villta laxinum og líffræðilegum fjölbreytileika við strendur Íslands, verði af Hvammsvirkjun. En rafmyntir og gagnaver eru greinilega mikilvægari í hugum forsvarsmanna Landsvirkjunar og stjórnvalda en náttúra og laxfiskar. Laxastofni Þjórsár skal því fórnað fyrir bitcoinvirkjunina Hvammsvirkjun og það hryggilega tilgangsleysi sem bitcoingröftur er. Höfundur er jarðfræðingur og formaður Náttúrugriða
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun