Öryggisvörður tæklaði vin sigurvegarans á Opna kanadíska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2023 14:01 vísir/getty Mikið gekk á eftir að Nick Taylor vann Opna kanadíska meistaramótið í golfi í gær. Vinur hans fékk fyrir ferðina. Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár. Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL. Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor. Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023 Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti. Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023 Golf Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Taylor tryggði sér sigur á Opna kanadíska með því að setja niður 22 metra pútt á fjórðu holu í bráðabana. Hann varð þar með fyrsti Kanadamaðurinn til að vinna Opna kanadíska í 69 ár. Eftir að Taylor tryggði sér sigurinn hljóp maður inn á flötina með kampavínsflösku. Öryggisvörður var snöggur til að tæklaði manninn niður og minntu aðfarirnar mest á leik í NFL. Adam Hadwin got SMOKED by security trying to celebrate with Nick Taylor. Canada has lost contain. pic.twitter.com/nAeTiZOpGv— TJ Eckert (@TJEckertKTUL) June 11, 2023 Sá sem hljóp inn á flötina var reyndar enginn brjálaður aðdáandi heldur vinur Taylors, Adam Hadwin. Það sem meira er, þá er Hadwin kylfingur og keppti á Opna kanadíska og endaði í 12. sæti. Hadwin varð þó ekki meint af en hefur eflaust brugðið þegar öryggisvörðurinn skellti honum í grasið. Hann hafði þó húmor fyrir atvikinu og birti mynd af því á Twitter sem má sjá hér fyrir neðan. Put it in the Louvre! pic.twitter.com/ucQUqRhsM1— adam hadwin (@ahadwingolf) June 12, 2023
Golf Mest lesið Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira