„Mér finnst leiðinlegt að vera alveg svartklædd“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. júní 2023 11:30 Klara Elias er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Tónlistarkonan Klara Elias leyfir litagleðinni að njóta sín í klæðaburði og er lítið fyrir svartar flíkur. Hún elskar að tengja tónlist og tísku þegar hún kemur fram og er bleikur jakki sem hún klæddist á stóra sviðinu í Herjólfsdal í persónulegu uppáhaldi. Klara Elias er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Klara elskar að koma fram í glamúr flíkum og sækir innblástur í tónlistarmanninn Elton John.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er orðin fjölbreytt. Áður fyrr gekk hún miklu hægar yfir og þá var held ég meiri pressa á að fylgja henni. Í dag, fyrir utan að við erum orðin opnari fyrir alls kyns, er svo margt búið að koma kannski aftur og aftur í tísku, að fólk getur tjáð sig og klætt sig eins og því líður best. Það er æðislegt að fólk eigi meiri séns á að vera það sjálft og skapa sinn eigin stíl. Mér líður allavega eins og ungt fólk í dag upplifi það frelsi sem ég held að hafi alls ekki verið til staðar þegar ég var yngri. Svo erum við hægt og rólega að kveikja á perunni hvað það er mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að við hægjum á okkur og endurnýtum. Extraloppan er til dæmis algjör snilld og mér finnst fataskiptapartý, þar sem fólk hittist með fötin sín og býttar í láni eða skiptum, skemmtileg hugmynd. Klara við tökur á myndbandi við Þjóðhátíðarlagið ásamt Sögu Sig, leikstóra myndbandsins. Klara segist upplifa meira frelsi í tískunni í dag en áður.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mikið notuðu Levis gallabuxurnar mínar og fallega peysan sem mamma prjónaði á mig. Klara er hrifin af prjónapeysum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já og nei. Ég undirbý mig alltaf vel áður en ég fer á svið. Þá er ég búin að hanna sviðsframkomuna löngu áður í algjöru samfloti við fötin eða búninginn. Mér finnst gaman að gera mig til fyrir tónleika og velta fyrir mér hvernig það spilar með öllu atriðinu mínu. Klara hannar sviðsframkomu sína alltaf samhliða fötunum.Hafþór Karlsson Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Vá, ætli ég sé ekki að þykjast vera einhver útgáfa af Elton John? Mér finnst skemmtilegast að vera í metal litum og litríkum flíkum og reyni að fara helst aldrei í neitt svart. Ég sturta svo bara glimmeri yfir mig og labba inn á svið. Klara reynir að klæðast aldrei svörtu.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já algjörlega. Hann hefur verið allskonar. Ég fylgist lítið með hvað er í tísku og hef held ég alltaf verið með smá tísku mótþróa. Þannig ég dett oftast seint inn í einhver trend. Svo í seinni tíð er ég bara búin að vera prófa helling. Ég er á þeim stað í dag að sem ég spái nákvæmlega ekkert hvað er í tísku og fer algjörlega eftir hvernig mér líður og hvernig mig langar að vera. Klara klæðir sig algjörlega eftir því hverju henni líður best í.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Út um allt. Ég vil bara helst vera í litum og einhverju þægilegu. Fataskápurinn minn er í öllum heimsins litum og mér finnst leiðinlegt að vera alveg svartklædd. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er algjörlega á móti feldi og pelsum og ég mun ekki kaupa mér neitt úr alvöru leðri aftur. Ég gerðist vegan fyrir sex árum og er mjög meðvituð um að nota ekki dýraafurðir í lífi mínu. Mér finnst mjög taktlaust og hallærislegt að sjá feld notaðan í hönnun nú til dags. Klara er vegan og er alfarið á móti dýraafurðum í tískuheiminum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég held það sé örugglega bleiki fringe jakkinn sem ég var í á sviðinu í Eyjum í fyrra þegar ég frumflutti þjóðhátíðarlagið. Bæði því þetta er mest iconic jakki sem ég á og svo líka því þetta var svo iconic móment í mínum ferli. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem einungis konur áttu sviðið við þetta tilefni og ég fór bara all in í því. Öll í bleiku og glimmeri. Ég geymi jakkann jafn vel og þessa minningu. Bleiki Þjóðhátíðarjakkinn.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Nú er ég órafjarlægð frá því að vera sérfræðingur og ætti að vera síðasta manneskjan til að spyrja um tískuráð. Ætli það sé þó ekki bara að eltast ekkert of mikið við hana og fara í nákvæmlega það sem þig langar til. Tíska og hönnun Tískutal Tónlist Tengdar fréttir „Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30 „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Klara elskar að koma fram í glamúr flíkum og sækir innblástur í tónlistarmanninn Elton John.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er orðin fjölbreytt. Áður fyrr gekk hún miklu hægar yfir og þá var held ég meiri pressa á að fylgja henni. Í dag, fyrir utan að við erum orðin opnari fyrir alls kyns, er svo margt búið að koma kannski aftur og aftur í tísku, að fólk getur tjáð sig og klætt sig eins og því líður best. Það er æðislegt að fólk eigi meiri séns á að vera það sjálft og skapa sinn eigin stíl. Mér líður allavega eins og ungt fólk í dag upplifi það frelsi sem ég held að hafi alls ekki verið til staðar þegar ég var yngri. Svo erum við hægt og rólega að kveikja á perunni hvað það er mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að við hægjum á okkur og endurnýtum. Extraloppan er til dæmis algjör snilld og mér finnst fataskiptapartý, þar sem fólk hittist með fötin sín og býttar í láni eða skiptum, skemmtileg hugmynd. Klara við tökur á myndbandi við Þjóðhátíðarlagið ásamt Sögu Sig, leikstóra myndbandsins. Klara segist upplifa meira frelsi í tískunni í dag en áður.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Mikið notuðu Levis gallabuxurnar mínar og fallega peysan sem mamma prjónaði á mig. Klara er hrifin af prjónapeysum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já og nei. Ég undirbý mig alltaf vel áður en ég fer á svið. Þá er ég búin að hanna sviðsframkomuna löngu áður í algjöru samfloti við fötin eða búninginn. Mér finnst gaman að gera mig til fyrir tónleika og velta fyrir mér hvernig það spilar með öllu atriðinu mínu. Klara hannar sviðsframkomu sína alltaf samhliða fötunum.Hafþór Karlsson Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Vá, ætli ég sé ekki að þykjast vera einhver útgáfa af Elton John? Mér finnst skemmtilegast að vera í metal litum og litríkum flíkum og reyni að fara helst aldrei í neitt svart. Ég sturta svo bara glimmeri yfir mig og labba inn á svið. Klara reynir að klæðast aldrei svörtu.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já algjörlega. Hann hefur verið allskonar. Ég fylgist lítið með hvað er í tísku og hef held ég alltaf verið með smá tísku mótþróa. Þannig ég dett oftast seint inn í einhver trend. Svo í seinni tíð er ég bara búin að vera prófa helling. Ég er á þeim stað í dag að sem ég spái nákvæmlega ekkert hvað er í tísku og fer algjörlega eftir hvernig mér líður og hvernig mig langar að vera. Klara klæðir sig algjörlega eftir því hverju henni líður best í.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Út um allt. Ég vil bara helst vera í litum og einhverju þægilegu. Fataskápurinn minn er í öllum heimsins litum og mér finnst leiðinlegt að vera alveg svartklædd. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Ég er algjörlega á móti feldi og pelsum og ég mun ekki kaupa mér neitt úr alvöru leðri aftur. Ég gerðist vegan fyrir sex árum og er mjög meðvituð um að nota ekki dýraafurðir í lífi mínu. Mér finnst mjög taktlaust og hallærislegt að sjá feld notaðan í hönnun nú til dags. Klara er vegan og er alfarið á móti dýraafurðum í tískuheiminum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég held það sé örugglega bleiki fringe jakkinn sem ég var í á sviðinu í Eyjum í fyrra þegar ég frumflutti þjóðhátíðarlagið. Bæði því þetta er mest iconic jakki sem ég á og svo líka því þetta var svo iconic móment í mínum ferli. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem einungis konur áttu sviðið við þetta tilefni og ég fór bara all in í því. Öll í bleiku og glimmeri. Ég geymi jakkann jafn vel og þessa minningu. Bleiki Þjóðhátíðarjakkinn.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Nú er ég órafjarlægð frá því að vera sérfræðingur og ætti að vera síðasta manneskjan til að spyrja um tískuráð. Ætli það sé þó ekki bara að eltast ekkert of mikið við hana og fara í nákvæmlega það sem þig langar til.
Tíska og hönnun Tískutal Tónlist Tengdar fréttir „Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30 „Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30 Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31 „Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Hræðir mig mest að þurfa að fara aftur í buxur“ „Samfélagið var alltaf að segja okkur að maður gæti ekki dýrkað aðrar konur, það var alltaf verið að stilla okkur upp á móti hvor annarri og maður hefur sjálfur þurft að læra að stíga burtu frá þessari toxic, gömlu og þreyttu samfélagslegri hegðun,“ segir Reykjavíkurdóttirin, hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína. 10. júní 2023 11:30
„Lífið er of stutt fyrir óþægileg föt“ Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut elskar tísku og segir mestu máli skipta að líða vel í flíkunum sem við klæðumst. Hún segir lífið einfaldlega of stutt fyrir óþægileg föt og er hætt að reyna að elta trend sem hún veit að eru ekki fyrir sig. Camilla Rut er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. maí 2023 11:30
Fór loksins að taka pláss: „Andstæðan við það sem feitum konum er sagt að gera“ „Fyrir nokkrum árum fór mér að vera alveg sama um þessar reglur og fór að klæða mig eins og ég raunverulega vil,“ segir þroskaþjálfinn Íris Svava Pálmadóttir, sem er jafnframt talskona jákvæðrar líkamsímyndar. Hún hélt lengi að hún þyrfti að fela sig með klæðaburði en með aldrinum fór hún að verða óhræddari við að fylgja sínu og skína skært. Íris Svava er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. maí 2023 11:31
„Í lok dags er fatnaður líka bara rassagardínur“ Dansarinn, fyrirsætan og lífskúnstnerinn Karítas Lotta býr yfir einstökum persónulegum stíl, leikur sér með hann og er óhrædd við að þróa hann. Lotta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ekki hrifin af boðum og bönnum og segir það alls ekki sitt að dæma hvernig aðrir tjá sig í gegnum tískuna, þess þá heldur eigi að fagna fjölbreytileikanum. Lotta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. maí 2023 11:31