Finna engar skýringar á árásum unglinga á strætisvagna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júní 2023 15:10 Hópur unglinga réðist á vagnstjóra, spörkuðu í hann og brutu gleraugu. Vísir/Vilhelm Myndavélar hafa verið settar upp í strætisvögnum Akureyrar eftir að hópur unglinga réðst á kvenkyns bílstjóra í maíbyrjun. Vitað er hverjir gerendurnir eru en málið verður ekki kært til lögreglu. „Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert. Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
„Það var búið að vera vesen með þennan hóp og búið að vera að ýta í bílstjóra áður. Svo um þessi mánaðamót réðust þau á bílstjórann,“ segir Engilbert Ingvarsson, verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrarbæjar. „Hún slasaðist ekkert líkamlega. Meiðslin voru aðeins sálræn og það var farið í gegnum þetta með henni á staðnum,“ segir hann. Eins og greint var frá í frétt RÚV spörkuðu unglingarnir í bílstjórann, slitu hálsfesti og brutu gleraugu hans. Þá hafi tvívegis í vetur fundist heimatilbúnar sprengjur í strætisvögnum, sem lögregla fjarlægði, og í eitt skipti var skotið úr loftriffli á strætisvagn. Hræddir að mæta í vinnu „Við finnum engar skýringar á þessu,“ segir Engilbert um árásirnar á vagnana. Engin bein tengsl séu hins vegar á milli árásarinnar á vagnstjórann og hinna atvikanna. Hann segir þó óhug á meðal vagnstjóra. „Þeir voru hræddir við að mæta til vinnu á tímabili. En það er búið að taka svolítið utan um þetta. Þarna voru engir glæpamenn að verki heldur krakkar sem líður ekki vel,“ segir Engilbert. Strætisvagnar Akureyrar séu í góðu samstarfi við lögregluna um málið og að það sé á réttri leið. Verður ekki kært Að sögn var það að beiðni vagnstjóranna að myndavélarnar voru settar upp, til að auka öryggi. Ekki sé búið að kæra árásina til lögreglu og að það verði ekki gert. Unglingarnir sem stóðu að árásinni á vagnstjórann eru um 15 til 16 ára gamlir en Engilbert vill ekki setja hversu margir. Ekki heldur hvort að málið sé komið á borð barnaverndaryfirvalda. Hvað sprengjurnar varðar segir hann algengt að krakkar dundi sér við að búa þær til. „Þetta er kannski ekki stórmál en það getur alltaf verið hætta á bak við þetta,“ segir Engilbert.
Akureyri Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira